Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 50 00, fax: 550 50 16 Ritstjórn: 550 50 05, fax: 550 50 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 50 10 - fax 550 57 27, auglysingar@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Ísland 60 ár Fréttin í vikunni af einstakling-um og félagasamstökum sem vildu ekki lána skautbúning til þess að láta ljósmynda í honum svarta konu kom illa við mig og marga aðra. Það er með ólíkindum að á ár- inu 2004 skuli fólk uppvíst að þeim ótrúlegu kynþáttafordómum sem þarna birtast. Hvaða hugmynda- heimur býr eiginlega þarna að baki? Hverjir mega klæðast ís- lenska þjóðbúningnum og hverjir mega það ekki í þeirri heimsmynd sem þarna blasir við? Og eru regl- urnar strangari fyrir skautbúning en upphlut? Í alvöru talað, hvað er málið? HEIMÓTTARHÁTTUR er fylgi- fiskur óöryggis og óöryggi stafar meðal annars af smæð og reynslu- leysi. Vissulega er Ísland lítið land og verður aldrei annað. Íslenska þjóðin er líka ung, sama hvernig á allt er litið, og íslenska lýðveldið er auðvitað nánast að segja fætt í gær. Við verðum samt að hrista af okkur þennan heimóttarhátt, bera höfuðið hátt og haga okkur eins og sið- menntað fólk. Tíminn líður og við erum ekki einangruð þjóð á eyju langt úti í hafi. Þannig lítur heimur- inn ekki lengur út. ÁRIÐ 2004 fara dag hvern fram þjóðflutningar milli heimsálfa, bæði í hinum hefðbundna skilningi orðsins en líka með alls konar fjar- skiptum sem eru jafn sjálfsagður búnaður og hnífur og gaffall. Í þeim heimi er ekki pláss fyrir þröngsýni eins og þá sem viðbrögð- in við málaleitan ritstjóranna sýna. Á MORGUN höldum við upp á að Ísland hefur verið lýðveldi í 60 ár. Sextíu ár er auðvitað ekki langur tími í sögu þjóðar. Samt sem áður ætti lýðveldið Ísland að vera komið til þess þroska að íbúar þess geti með stolti notið þess fjölbreytileika sem felst í því að konan í skautbún- ingnum er ekki endilega föl á vang- ann og með ljósleitt hár. Á 21. öld- inni eru Íslendingar af margháttuð- um uppruna. Konan í skautbúningn- um getur því haft hvert það litar- haft sem fyrirfinnst á jörðinni. Það er eitt af því sem gefur lífinu lit. Gleðilega þjóðhátíð! BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR N ‡t t k or ta tím ab il N ýt t ko rt at ím ab il SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.