Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR ÞJÓÐHÁTÍÐIN HALDIN Haldið verður upp á 17. júní um allt land í dag. Skrúðganga frá Hlemmi hefst klukkan 13.40 og verður gengið niður á Austur- völl undir leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Ýmis skemmtiatriði verða í boði. ÞJÓÐHÁTÍÐ Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VEÐURBLÍÐA á Suður- og Vesturlandi í dag en dálítil væta á Norður- og Austurlandi. Vindur þó hægur víðast hvar. Sjá nánar á bls. 6. 17. júní 2004 – 163. tölublað – 4. árgangur NEMEND- UM HAFN- AÐ Um 600 nemendum hef- ur verið hafnað af Háskóla Ís- lands vegna skorts á fjármagni. Sjá síðu 2. JÁTAR AÐ HAFA STUNGIÐ LÍKIÐ Sakborningarnir þrír í líkfundarmálinu, þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, voru allir viðstaddir þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Jónas Ingi heldur fast við fyrri framburð og neitar allri sök. Sjá síðu 4. RÁÐHERRA ANDVÍGUR ÞJÓN- USTUSKERÐINGU Heilbrigðisráðherra beitir sér gegn því að þjónustustig Land- spítala - háskólasjúkrahúss verði lækkað meira en orðið er. Niðurstaðan ræðst við gerð fjárlaga fyrir næsta ár, en verið er að fara yfir það hvernig fjármál spítalans verði meðhöndluð. Sjá síðu 6. VILDU RÁÐAST Á TÍU SKOTMÖRK Upphaflega hugmyndin að hryðjuverka- árásum al-Kaída á Bandaríkin gerði ráð fyrir að tíu flugvélum yrði rænt. Sjálfstæð nefnd sem rannsakaði aðdraganda árásanna segir engar sannanir fyrir því að nokkurt sam- starf hafi verið milli al-Kaída og íraskra stjórnvalda, þvert á yfirlýsingar Bandaríkja- forseta. Sjá síðu 12. Guðrún Kristjánsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ekki bara Strikið og Tívolí ● ferðir ● tilboð Kvikmyndir 32 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 VIÐSKIPT Eftir kaupin á danska bankanum FIH er KB banki þrisvar sinnum stærri en næsti banki. Sú staða þýðir að bankinn hefur yfirburðastöðu varðandi stór verkefni utan lands sem inn- an. Umhverfi bankanna breyst og sameining Íslandsbanka og Lands- banka er að mati sérfræðinga auð- veldari í framkvæmd gagnvart samkeppnissjónarmiðum. Landsbankinn hafði mikinn áhuga á sameiningu við Íslands- banka. Meðal þáverandi stjórnar bankans var andstaða við stöðu- töku Landsbankamanna í hlutafé í bankanum. Dregið hefur úr áhuga Landsbankans á sameiningu. Ástæðan er fyrst og fremst við- brögð stjórnmálamanna við þreif- ingum í þá átt. Meðal eigenda Landsbankans er talið að stjórn- málamenn séu ekki tilbúnir fyrir stórar breytingar í viðskiptalífinu. Viljinn er þó óbreyttur en engin áhersla á málið í bili. Bankaráð Íslandsbanka hefur ekki rætt sameiningu bankanna. Í þeim herbúðum er allt eins talið að tækifæri felist í meiri áherslu KB banka á erlenda starfsemi. Innan beggja bankanna viður- kenna menn að staða KB banka gagnvart stórum viðskiptavinum sé þó afar sterk þegar sameiningin við FIH verður gengin í gegn. Allir bankarnir vildu kaupa danska bankann. Íslandsbanki datt snemma út úr hópnum en Landsbankinn kom inn í verkefn- ið með seinni skipunum og hafði tryggt sér fjármögnun hjá Straumi fjárfestingarbanka, auk þess sem Burðarás og eigendur Landsbankans voru tilbúnir að koma að verkefninu. Innan úr Íslandsbanka er skýr- ing þess að bankinn hætti í ferlinu sú að verðið hafi verið hátt. Lands- bankinn var hins vegar tilbúinn að greiða svipað verð fyrir danska bankann og KB banki. Talið er að eignarhald á Íslandsbanka hafi veikt samkeppnisstöðu hans. Stór- ir eigendur eru með eignarhluti sína í framvirkum samningum. Það þýðir að í augum erlendra selj- enda ríkir óvissa um framtíðar- eignarhald bankans. haflidi@frettabladid.is Sameining auðveldari en viljinn mun minni KB banki verður með yfirburðastöðu gagnvart stærstu viðskiptavinum eftir sameiningu við danska bankann FIH. Stærð KB banka gerir sameiningu hinna bankanna auðveldari, en áhuginn á því hefur minnkað í bili. Landsbankadeildin: SÍÐA 25 Fjórða mark Atla Sveins ● ka vann fram, 1-0 Masters of the Universe: ▲ SÍÐA 30 Brjálað rokkfestival ● brugðist við skorti á harðkjarna Sailesh: ▲ SÍÐA 28 Heimsþekktur dávaldur ● ætlar að rugla íslendinga FORSKOT Á SÆLUNA Leiklistarfólk tók forskot á þjóðhátíðarhöldin þegar íslensku leiklistarverðlaunin voru afhent í Borgarleikhúsinu í gær á verðlaunahátíðinni Grímunni. Hér eru leikararnir góðkunnu Halldóra Geirharðsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Bergur Þór Ingólfsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Getulaus grunaður um nauðgun: Skotheld vörn ÞÝSKALAND Ekki verður hægt að at- huga hvort þýskur karlmaður á níræðisaldri sem ákærður var fyrir fjölda nauðgana sé getulaus eins og hann heldur fram. Verjendur mannsins kærðu dóm undirréttar um að maðurinn skyldi sæta sjúkraskoðun og rannsóknum á líkamsástandi í svefni til hæstaréttar landsins. Það væri brot á mannréttindum hans. Þeim var dæmt í vil þar sem læknar héldu því fram að þó at- hugunin færi fram gæfi það ekki afdráttarlausa sönnun. Réttar- höldin yfir manninum er ekki lokið. ■ ÞJÓÐHÁTÍÐ Að sögn Önnu Kristins- dóttur, formanns þjóðhátíðar- nefndar, hefur hvergi verið til sparað í tilefni stórafmælisins og er mikil áhersla lögð á að gera þjóðfánann sem sýnilegastan. „Við viljum draga fram það þjóð- lega, eins og íslenska fánann, og svo verðum við einnig með glímusýningu í fyrsta skipti í mörg ár.“ Hundrað fánar voru saumaðir sérstaklega fyrir tilefn- ið og munu skátar dreifa veifum og blöðrum meðal almennings. Hátíðardagskráin hefst með formlegum hætti þegar Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands leggur blómsveig frá þjóðinni að styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli. Að því loknu flytur Davíð Oddsson forsætis- ráðherra ávarp til þjóðarinnar. Að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni hefst almenn skemmti- dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir yngstu börnin verður dag- skrá bæði í Hjómskálagarðinum og við Arnarhól, en áhugamenn um dans, ljósmyndir, fornbíla og rapp-, rokk- og harmonikku- tónlist geta allir fundið atriði við sitt hæfi svo fátt eitt sé nefnt. Gert er ráð fyrir hægri norð- vestanátt sem hægir með kvöld- inu og björtu veðri svo borgar- búar geta skilið regnhlífarnar eftir heima. Sjá nánar síðu 33 Hátíðarhöld í dag: Sextíu ára lýðveldisafmæli Veldu ódýrt bensín ▲

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.