Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 2
2 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR Brugðist við kjarnorkuáætlun Írana: Engin vettlingatök VÍN, AP Vesturveldin létu hótanir íranskra stjórnvalda sem vind um eyru þjóta þegar gengið var frá harðrorðri ályktun um kjarnorku- áætlun Írana á fundi Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín í gær. Með ályktuninni vilja Vesturveldin koma í veg fyrir það sem þau telja feluleik Írana í kjarnorkumálum. Frakkland, Þýskaland og Bretland sömdu ályktunina en búist er við að hún verði samþykkt eigi síðar en á miðvikudag. Íranar höfðu frestað kjarorkuáætlun sinni en þeir hafa hingað til þverneitað að binda enda á hana. Forseti Íran, Mohammad Khatami, varaði við því að harðr- orð ályktun frá stofnuninni yrði til þess að Íranar myndu virkja kjarnorkuáætlun sína á ný. Lét Khatami þess getið að Íranar hefðu enga „siðferðislega skyldu“ til að hætta við eða fresta áætlun sinni áfram. „Ef ályktun Evrópu- ríkjanna verður samþykkt, mun- um við hafna henni,“ sagði Khatami. ■ Sex hundruð hafnað Um 600 nemendum hefur verið neitað um skólavist í Háskóla Íslands vegna skorts á fjármagni. Ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis segir það stjórnenda háskólans að ákveða hverjir hljóti þar menntun. MENNTAMÁL Tvö til þrjú hundruð manns sem sóttu um undantekn- ingu til að sækja námskeið háskól- ans án stúdentsprófs hefur verið hafnað þrátt fyrir að uppfylla skilyrðin. Nemum Háskóla Ís- lands fækkar um fimm til sex hundruð á næstu önn vegna hertra inntökuskilyrða. „Við erum að reyna að reka skólann,“ segir Þórður Kristinsson, fram- kvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þórður segir að engar undan- tekningar hafi verið veittar frá greiðslu skólagjaldanna eftir 7. júní. Um 300 manns sem sóttu um skólavist en greiddu ekki innrit- unargjöld á réttum tíma fyrir- gerðu rétti sínum til náms við skólann. „Fólk getur sótt um und- anþágu fyrir inntökuskilyrðum ef það telst vera með undirbúning sem við teljum vera samsvarandi þeim sem felst í stúdentsprófinu. Núna er þessi heimild ekki nýtt,“ segir Þórður. „Við erum að reyna að halda okkur innan þeirra marka sem fjárlögin gefa okkur. Þá byrjar maður á þeim sem síst eiga rétt til náms,“ segir Þórður. Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu, segir í fjarveru mennta- málaráðherra að það sé á ábyrgð háskólans hverjir fái þar inn- göngu. Ráðuneytinu hafi ekki ver- ið tilkynnt um skráningartölur fyrir næsta ár og ekki sé þörf á sérstökum aðgerðum þrátt fyrir að fólk með reynslu á við stúd- entspróf fái ekki að stunda nám í Háskóla Íslands eins og áður. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í menntamála- nefnd, tekur undir orð Guðmund- ar og segir þetta ákvörðun háskól- ans. „Það hlýtur þó að koma til okkar kasta ef á að fara að breyta inntökuskilyrðum mikið.“ Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar í menntamálanefnd, segir þetta hörmulegar fréttir og áfellisdóm yfir skólastefnu yfirvalda. „Af- leiðingar af þessu skeytingarleysi stjórnvalda í garð skólamála er fjársveltir skólar sem ná ekki að vaxa og taka við þeirri eftirspurn sem er að finna hjá fólkinu eftir auknu námi og auknum námstæki- færum. Þarna hefur menntamála- ráðherra brugðist illilega,“ segir Björgvin. gag@frettabladid.is Spenna í Kongó: Tugþúsund- ir flýja BÚRUNDÍ, AP Rúmlega 22 þúsund manns hafa flúið skærur í austur- hluta Kongó yfir landamæri Búr- undí á síðastliðinni viku. Flótta- mönnunum hefur verið komið fyr- ir í tveimur þorpum skammt frá landamærunum, en skilja þurfti flóttamennina í sundur vegna spennu milli ættbálka. Raddir hafa verið uppi um að minnihluta- hópar hafi sætt ofsóknum, en Sameinuðu þjóðirnar segjast ekki hafa orðið varar við slíkt. Ófriður- inn síðastliðna viku er sá mesti í rúmt ár, allt frá því að samsteypu- stjórn tók við völdum í Kongó. ■ Spenna í Kongó: Tugþús- undir flýja BÚRUNDÍ, AP Rúmlega 22 þúsund manns hafa flúið skærur í austur- hluta Kongó yfir landamæri Búr- undí á síðastliðinni viku. Flótta- mönnunum hefur verið komið fyr- ir í tveimur þorpum skammt frá landamærunum, en skilja þurfti flóttamennina í sundur vegna spennu milli ættbálka. Raddir hafa verið uppi um að minnihluta- hópar hafi sætt ofsóknum, en Sameinuðu þjóðirnar segjast ekki hafa orðið varar við slíkt. Ófriður- inn síðastliðna viku er sá mesti í rúmt ár, allt frá því að samsteypu- stjórn tók við völdum í Kongó. ■ Undirbúningur tilræðis: Táningar handteknir JERÚSALEM, AP Ísraelskar öryggis- sveitir hafa handtekið tvær tánings- stúlkur sem eru sakaðar um að hafa skipulagt sjálfsmorðsárás. Stúlk- urnar eru fjórtán og fimmtán ára. Aðstandendur stúlknanna segj- ast ekki hafa orðið varir við að þær tengist vígahreyfingum eða stjórn- málastarfi. Vígahreyfingar hafa reynt að fá konur og táninga til að flytja sprengiefni og gera sjálfs- morðsárásir. Með því reyna hreyf- ingarnar að komast fram hjá öryggissveitum Ísraela, sem hafa stóraukið eftirlit síðustu ár. ■ „Alveg örugglega. En ég lít nú frekar á það sem meðmæli en hitt.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir flutti hátíðarræðu 17. júní fram til ársins 2002 en þá vakti ræða hennar hörð viðbrögð og Steinunn var sökuð um að blanda pólitískum átökum inn í hátíðarhöldin. SPURNING DAGSINS Steinunn, varstu sett á svarta listann? MEÐ HERMÖNNUM Bush fór á herstöð í Flórída og ávarpaði hermenn. George W. Bush: Lýðræðið á leiðinni FLÓRÍDA, AP „Frjálst og lýðræðislegt Írak er á leiðinni,“ sagði GeGeorge W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði bandaríska her- menn á herstöð í Flórída, en ávarpi hans var einnig sjónvarpað til her- manna í Írak og Afganistan. „Þið saknið fjölskyldna ykkar, fjölskyldur ykkar sakna ykkar,“ sagði forsetinn við þá hermenn sem eru á átakasvæðum. Hann sagði að árásir andspyrnumanna kæmu ekki í veg fyrir áform Bandaríkjastjórnar um að flytja völdin í hendur íraskrar bráða- birgðastjórnar eftir tvær vikur. Tveir hermenn létust og 23 særðust í eldflaugaárás á herstöð í Írak í gær. ■ LEIKHÚS Árleg afkoma Borgarleik- hússins var tryggð með sam- starfssamningi milli Leikfélags Reykjavíkur og borgarinnar í gær. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir það borginni mikilvægt að tryggja starfsemina með góðu félagi. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Leikfélags Reykjavík- ur, er ánægð með samninginn: „Við horfum bjartsýn fram á veg og treystum því að þessi nýgerði samningur verði til heilla fyrir félagið og leiklistarstarfsemi í Borgarleikhúsinu.“ Með samningnum er framlag Reykjavíkurborgar til leikhússins aukið um 30 milljónir króna á þessu ári og því næsta. Heildar- framlag til rekstursins frá árinu 2005 til samningsloka 2012 nemur 241,8 milljónum króna á ári auk leigukostnaðar að upphæð 150,6 milljónir. Þá tekur Reykjavíkur- borg við ýmsum rekstrarþáttum hússins. Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn sýna í Borgarleikhúsinu en með samn- ingnum er einnig kveðið á um formlegt samstarf leikfélagsins við aðrar menningarstofnanir Reykajvíkurborgar. ■ VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Leikfélags Reykjavíkur, og Þórólfur Árnason borgarstjóri skrifuðu undir samstarfssamning í gær. Samningurinn tryggir afkomu leikhússins og er ætlað að styrkja þróttmikið leiklistarstarf og nýta fullkomnasta leiklistarhús landsins sem best til eflingar fjölbreyttu menningarlífi borgarinnar. Fjárframlag til Leikfélags Reykjavíkur aukið: Afkoma Borgar- leikhússins tryggð NEMENDUM FÆKKAR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS VEGNA AÐHALDSAÐGERÐA Nemendum við Háskóla Íslands fækkar um 6% á næstu önn vegna hertra inntökuskilyrða við skólann. Ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins segir það háskólans að ákveða hverjir fái skólavist. TM breytti ranglega: Greiðir sjö milljónir DÓMUR Tryggingamiðstöðinni er gert að greiða afkomendum konu sem féll af svölum hótels á Las Palmas rúmar sjö milljónir í dánarbætur. Konan lést í janúar árið 2002 eftir að sambýlismaður hennar ýtti við henni í kjölfar rifrilda svo hún missti jafnvægi og féll fram af svölum. Tryggingarfélagið neitaði að greiða út dánarbætur þar sem það taldi ölvun konunnar hafa orsakað lát hennar. Í blóði hennar mældust þrjú prómill. Héraðsdómur Reykjavíkur segir ekki liggja fyrir í málinu að konan hafi fallið vegna ölvunar heldur sé þvert á móti upplýst að henni hafi verið ýtt eða hrint sem leiddi til fallsins. ■ Slökkviliðið í Reykjavík Bruni í heimahúsi ELDSVOÐI Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út vegna elds í heima- húsi í Álfaborgum í Grafarvogi um fjögurleytið í gær. Eldurinn barst um eldhúsið og olli miklu tjóni en engin slys urðu á fólki. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík voru eldsupptök enn ókunn. ■ Slökkviliðið í Reykjavík: Tvö útköll ELDSVOÐI Slökkviliðið var kallað út vegna tilkynninga um reyk í íbúðum við Norðurstíg og í Flétturima á átt- unda tímanum í gærkvöld. Á Norðu- stíg reyndist plastfilma hafa gleymst á hellu sem olli reyk og ólykt og dá- litlum reykskemmdum. Í Flétturima gleymdi heimilisfólk potti á eldhús- hellu sem olli dálitlum reykskemmd- um. Vel gekk að reykræsta í báðum íbúðum. ■ MOHAMMAD KHATAMI Hótar að halda sínu striki þótt Írönum verði settur stóllinn fyrir dyrnar. M YN D A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.