Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 6
6 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR ALBUFEIRA „Ég get ekki sagt að ég hafi orðið vitni að einhverju enda tiltölulega nýkominn hingað,“ segir Einar Guðmunds- son, einn þeirra hundruða Ís- lendinga sem dvelja í sumarfríi sínu í bænum Albufeira í Algar- ve í Portúgal. Talsverð læti hafa verið þar undanfarin kvöld og nætur vegna óláta enskra ferða- manna. Hefur óeirðalögregla verið kölluð út tvisvar til að skakka leikinn og hefur lögregla handtekið tugi manna fyrir slagsmál og ólæti. Einar segist ekki vita af neinum Íslendingi sem hafi orð- ið vitni að átökum síðustu kvölda enda er landinn talsvert frá mið- bænum þar sem mestu lætin áttu sér stað. „Við heyrðum af þessu frá fararstjórum okkar en mér vitandi eru allir heilir heilsu og í góðu yfirlæti og það sem kannski setur mest strik í sum- arfríið hér er þessi fótbolta- stemning sem er hvarvetna og enginn fær flúið.“ ■ HEILBRIGÐISMÁL „Ég er að athuga hvort við getum ekki stýrt málum án þess að lækka þjónustustig spítalans frekar en orðið er,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra um stöðu Landspítala - háskólasjúkrahúss í fjárlagagerð fyrir næsta ár. Spurður kvaðst hann ekki vilja tjá sig um hvort til þyrfti til- slakanir á þeim ramma sem stjórnvöld hefðu sett um rekstur LSH, en verið væri að fara í gegn- um með hvaða hætti væri hægt að meðhöndla fjármál spítalans. „Það verður alltaf að hafa ým- iss konar aðhald í svo umfangs- miklum rekstri sem þetta er,“ sagði ráðherra. „Því hefur verið haldið fram að lækka þurfi þjón- ustustig spítalans frekar en orðið er. Ég hef viljað leita allra ráða til að þurfa ekki að fara þá leið.“ Spurður hvort hann væri bein- líns mótfallinn því að lækka þjónustustigið á LSH svaraði ráð- herra: „Þess vegna hef ég verið að skoða það, að sjálfsögðu. En við erum með okkar markmið í ríkis- fjármálum og ég er hluti af því dæmi.“ Stjórnvöld hafa gert Land- spítala - háskólasjúkrahúsi að spara 700 milljónir á ári í tvö ár. „Menn hafa verið í aðgerðum þar í upphafi ársins, sem eru nú að skila sér og munu væntanlega skila sér á næsta ári.“ Spurður um niðurstöður Jónínunefndarinnar svokölluðu, sem er ráðherraskipuð, kvaðst ráðherra hafa átt von á áfanga- skýrslu frá henni á vordögum. „En vorið líður hratt,“ sagði hann. Umrædd nefnd vinnur að því að marka spítalanum skýrari stöðu í heilbrigðisþjónustunni en verið hefur. Ráðherra sagði að ekki væri þar með sagt að það hengi allt á því nefndarstarfi, en hann hefði lagt áherslu á að því yrði flýtt. „Við vinnum að málefnum spítalans þótt nefndin sé í gangi,“ sagði hann. „En það er búið að leg- gja í þetta heilmikla vinnu og margir aðilar hafa lagt þarna saman krafta sína, þannig að það væri gott og gagnlegt fyrir mig að fá skýrslu frá nefndinni, þótt það skipti ekki sköpum um málefni dagsins.“ jss@frettabladid.is ESB og Króatía: Aðild komin á dagskrá BRÜSSEL, AP Leiðtogar Evrópu- sambandsins ætla að mæla með því að viðræður um aðild Króatíu að sambandinu hefjist þegar í byrjun næsta árs. Engin dag- setning hefur þó verið ákveðin en það mun vera gert til að styggja ekki Tyrki, sem einnig bíða eftir að fá aðild að ESB. Tyrkir hafa um nokkurt skeið sóst eftir aðildarviðræðum en búist er við að stjórnvöld þar í landi reiðist ef Króötum verður hleypt inn á undan. Hafði Tyrkj- um verið lofað að aðildarviðræður þeirra gætu hafist í desember næstkomandi. ■ ■ LEIÐRÉTTING GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.36 -0.14% Sterlingspund 132.15 0.49% Dönsk króna 11.75 0.08% Evra 87.32 0.10% Gengisvísitala krónu 122,6 0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 363 Velta 7.968 milljónir ICEX-15 2.857 0,92% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 441.989 Bakkavör Group hf. 438.595 Íslandsbanki hf. 280.513 Mesta hækkun Bakkavör Group hf. 4,26% Grandi hf. 3,94% Actavis Group hf. 1,99% Mesta lækkun SÍF hf. -3,33% Og fjarskipti hf. -1,18% Flugleiðir hf. -0,63% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.365,3 -0,1% Nasdaq * 1.992,0 -0,2% FTSE 4.491,1 0,7% DAX 4.003,2 0,4% NK50 1.410,2 0,2% S&P * 1.133,2 0,1% * Bandarískar vísitölur kl. 17 VEISTU SVARIÐ? 1Gordon Brown, núverandi fjármála-ráðherra Bretlands, hefur gegnt því starfi lengst allra. Hvað hefur Brown verið fjármálaráðherra lengi? 2Nýjar tegundir flækingsfugla hafa sésthér á landi í sumar. Nefndu tvær. 3Hvaða banki var í fyrradag sýknaðuraf bótakröfu fyrrverandi vaktmanns bankans? Svörin eru á bls. 22 www.plusferdir.is Benidorm 29.955 kr. N E T M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð með 1 svefnherbergi í 7 nætur á Halley 23. júní. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 23. júní Verð frá Ákærður fyrir tvær líkamsárásir: Sló mann með glasi DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður af ríkissak- sóknara fyrir tvær líkamsárásir. Málið var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða í byrjun júní. Maðurinn er sakaður um að hafa slegið mann í höfuðið á veit- ingastað í Bolungarvík með stóru glasi þannig að af hlaust fimm sentímetra langur skurður á hvirfli. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ráðist á rúmlega fertugan mann, tekið um háls hans og slegið hann tvisvar með krepptum hnefa í andlitið. Sá sem ráðist var á hlaut mar og bólgu í andlit. ■ GEGN ÞJÓNUSTUSKERÐINGU Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lýsir sig andvígan frekari lækkun á þjónustustigi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Ráðherra andvígur þjónustuskerðingu Heilbrigðisráðherra beitir sér gegn því að þjónustustig Landspítala - háskólasjúkrahúss verði lækkað meira en orðið er. Niðurstaðan ræðst við gerð fjárlaga fyrir næsta ár og stendur sú vinna nú yfir. M YN D A P BLÁIR FYRIR JÁRNUM Óeirðalögregla í strandbænum Albufeira í Portúgal hefur allan vara á en enskar fótboltabullur hafa látið ófriðlega síðustu nætur. Ísraelsstjórn: Meiri líkur á samstjórn JERÚSALEM, AP Líkurnar á því að stærsti stjórnarandstöðuflokkur Ísraels, Verkamannaflokkurinn, gangi til liðs við ríkisstjórn Ariels Sharon forsætisráðherra þykja aukast með hverjum degi. Í gær sátu þingmenn flokksins hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu annars stjórnarandstöðu- flokks um að þingi yrði slitið og boðað til kosninga. Hefð er fyrir því að allir stjórnarandstöðu- flokkar greiði atkvæði með slíkri tillögu en undanfarið hefur Verkamannaflokkurinn setið hjá í öllum atkvæðagreiðslum sem beinast gegn stjórninni. ■ FORSÆTIS- RÁÐHERR- ANN Andstaða er við sam- stjórn Likud og Verka- manna- flokksins í báðum flokkum. Uppþot fótboltabulla í ferðamannaparadísinni Albufeira: Íslendingarnir óhultir Í myndatexta á forsíðu Frétta- blaðsins í gær var Hamid Karzai ranglega titlaður forseti Íraks. Hið rétta er vitaskuld að Karzai er forseti Afganistans. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.