Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 8
8 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR Uppreisnarmenn myrtu 34 verkamenn: Bundnir og skotnir til bana KÓLUMBÍA, AP 34 landbúnaðar- verkamenn voru bundnir og skotnir til bana á búgarði í einu stærsta kókaínframleiðslu- héraði Kólumbíu. Vinstrisinnað- ir uppreisnarmenn eru grunaðir um ódæðisverkin. Hópur vopnaðra manna rudd- ist í dögun inn í hús þar sem verkamennirnir sváfu, bundu þá og skutu með vélbyssum. Fimm sluppu á lífi og voru fluttir á næsta sjúkrahús, þar sem gert var að sárum þeirra. „Við björg- uðum lífi okkar með því að hlaupa til fjalla,“ sagði Jesus Bayona, einn þeirra sem sluppu lifandi. Hann slapp þó ekki við meiðsl þar sem hann var skotinn í fótinn en komst undan þrátt fyrir það. Fjörutíu ára barátta vinstri- sinnaðra uppreisnarmanna gegn stjórnvöldum hefur að meðaltali kostað 3.500 manns í landinu lífið árlega. Barátta uppreisnar- manna og hægrisinnaðra sveita sem berjast gegn þeim hefur þó á síðari árum beinst meira að því að ná undirtökunum í fíkni- efnaframleiðslu. ■ FÍKNIEFNI Þær 5.005 e-töflur sem náðust á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag hafa ekki áhrif á nú- verandi markað fíkniefna, segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Hann segir að rúmlega 60 prósent þeirra sem leiti sér aðstoð- ar vegna vímuefnavanda á aldrin- um tuttugu til þrjátíu ára geri það vegna örvandi lyfja eins og am- fetamíns, e-taflna og kókaíns. Árið 2002 hafi orðið hægfara aukning á fíkniefnaneyslu rétt eins og í fyrra. Fimmtungs aukning varð á innlögnum vegna örvandi lyfja milli ára þegar 521, 95 fleiri en árinu áður, af 1.801 sjúklingi sótti Vog vegna þeirra. Þórarinn segir að það skipti máli hvort fíkniefnum sé náð við innkomu í landið eða á götunni. „Það fíkniefni sem tekin eru meðal fólksins segja miklu meira um hvað er komið inn og hvað er á markaðnum,“ segir Þórarinn. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, tekur undir að fimm þúsund e-töflur hafi ekki áhrif á fíkniefnamarkaðinn sem slíkan: „En með því að leggja hald á svona margar töflur komum við í veg fyrir að þær fari í umferð. Það er stærsti ávinningurinn.“ Ásgeir segir e-töflu ekkert ann- að en sambland af amfetamíni og ofskynjunarefni sem sé ekki óskylt LSD. „Hún hefur verið kynnt sem gleðipilla en hún getur snúist upp í andhverfu sína. Hún getur verið skaðleg og jafnvel leitt til dauða vegna ofþornunar, fyrir utan langtímaáhrif af henni svo sem þunglyndi í kjölfar mikillar neyslu,“ segir Ásgeir. „Þetta er alltaf spurning um umræðuna. Það er eins og með LSD á sínum tíma. Það hvarf af markaðinum þegar menn fóru að ræða skaðsemina. Ef engin umræða er byrja menn að nota lyfin aftur,“ segir Ásgeir. Þórarinn segir nærri tvö hundruð þeirra sem koma í með- ferð á ári nota e-töflur reglulega og því megi reikna með að talsvert fleiri neyti þeirra í samfélaginu en Þórarinn segir einkenni e-töflunn- ar hafa verið gríðarlega stóran hóp tilraunaneytenda. gag@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ ÞÁTTTAKA Í FORSETAKOSNINGUM Á ÍSLANDI 1952: 82,0% 1968: 92,2% 1980: 90,5% 1988: 72,8% 1996: 85,9% Heimild: Hagstofa Íslands. Á SPÍTALA EFTIR ÁRÁSINA Fimm manns sluppu lifandi úr árásum uppreisnarmanna, 34 létust. Síldarvinnslan drjúg í kolmunnaveiðinni: Með tæpan helming aflans KOLMUNNI Langmestur hluti þess kolmunna sem veiddur hefur verið og landað á Íslandi kemur að landi á Seyðisfirði en þar hefur tæpum 58 þúsund tonnum verið landað á þessari vertíð. Búið var að landa um 190 þúsund tonnum alls. Hefur helmingur þess farið til Síldarvinnslunnar og er hlutdeild hennar um 47 prósent aflans. Tæp 19 þúsund tonn af síld hafa komið að landi hjá verksmiðjum víða um land það sem af er vertíðinni. ■ UTANRÍKISRÁÐHERRARNIR Utanríkisráðherrar aðildarríkja Samtaka íslamskra ríkja lýstu stuðningi við stjórnvöld í Bagdad. Íslömsk ríki: Ótakmarkað fullveldi ISTANBÚL, AP Samtök íslamskra ríkja, sem hafa 57 ríki innan sinna raða, hétu því í gær að hjálpa Írökum af fullum mætti við að koma á lýðræði og byggja upp fullvalda ríki. Ályktunin var sam- þykkt á lokafundi ráðstefnu ríkj- anna sem var að ljúka í Istanbúl. Í ályktuninni er lýst stuðningi við það að hernámi Íraks ljúki og að völdin verði færð í hendur íra- skra stjórnvalda. Sérstök áhersla var lögð á að fullveldi Íraks yrði að verða ótakmarkað. ■ ÞÓRARINN TYRFINGSSON Yfirlæknir á Vogi segir að um 80% sjúk- linga komi þrisvar eða sjaldnar í meðferð. Þórarinn segir að ef farið sé út meðal fólksins og það spurt hvað það hafi farið oft í meðferð segist helmingurinn hafa verið einu sinni eða tvisvar. „Það er óskap- lega stór hópur sem leggur af neyslu með tiltölulega litlu inngripi,“ segir Þórarinn. Þriðjungur á örvandi lyfjum Þriðjungur þeirra sem sækja meðferð hjá SÁÁ gerir það vegna örvandi lyfja. Rúmlega 60 prósent þeirra eru á þrítugsaldri, segir yfirlæknir á Vogi. Fíkni- efni sem náist á Keflavíkurflugvelli hafi ekki áhrif á fíkniefnamarkaðinn. Fékk skilorð fyrir líkamsárás: Þolandi fyrirgaf árás DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás. Varnarliðsmaðurinn sló ann- an mann í höfuðið með gler- flösku sem brotnaði við höggið. Afleiðingarnar voru að maður- inn hlaut fimm til sex sentíme- tra langan skurð þvert yfir vin- stra gagnauga og upp fyrir vin- stri augabrún. Við ákvörðun refsingar var litið til aðdrag- anda árásarinnar, aldurs ákærða, sakaferils og að þoland- inn hefði fyrirgefið varnarliðs- manninum árásina. Þá hefur varnarliðsmaðurinn greitt manninum fullar bætur sem þeir komust að samkomulagi um. Vegna alls sem að framan er talið þótti rétt að skilorðs- binda dóminn til þriggja ára. ■ MANSAL Stjórnvöld í Bandaríkjun- um áætla að fórnarlömb mansals innan landamæra um allan heim nemi milljónum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórðu árlegu mansalsskýrslu banda- ríska utanríkisráðuneytisins sem Colin Powell utanríkisráðherra kynnti í vikunni. Höfundar skýrslunnar í ár áætla að 600–800 þúsund mann- eskjur séu seldar mansali yfir landamæri á hverju ári. Fórnar- lömbin eru 47% konur, 34% stúlkur undir 18 ára aldri og 16% drengir undir 18 ára aldri – yfir 80% fórnarlambanna eru því konur og helmingur börn. Bandaríkin vörðu yfir 70 milljónum dala til baráttunnar gegn mansali utan Bandaríkj- anna á síðasta fjárhagsári. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóð- unum í september gaf Bush Bandaríkjaforseti vilyrði fyrir 50 milljónum dala til sömu nota á þessu ári. Skýrslan er sögð hvatning til ríkisstjórna heimsins um frek- ari staðfestu, hugmyndaauðgi og samvinnu í baráttunni gegn mansali. Tilgangur skýrslunnar er að auka skilning á mansali á alþjóðlegum grundvelli og hvetja þjóðir til áhrifaríkra aðgerða. ■ Prestssonur: Myrti 92 ára konu BANDARÍKIN, AP Prestssonur á skil- orði hefur verið handtekinn, grunaður um að myrða 92 ára konu. Konan bjó beint á móti kirkjunni þar sem faðir hins grunaða þjónar sókn sinni. Grunur beindist að mannin- um vegna þess að hann sást keyra um á bíl gömlu konunnar degi eftir að hún var myrt, nokkrum dögum áður en lík hennar fannst. Hann viðurkenn- ir að hafa brotist inn til hennar en neitar að hafa myrt hana. Hann var upphaflega handtek- inn vegna kæru um að hafa rænt og nauðgað fyrrverandi konu sinni. Þá særðist hann á fæti í skotbardaga við lögreglu. ■ ■ NORÐURLÖND LITLU MINNI FÁTÆKT Þeir Danir sem lifa undir fátækt- armörkum, eða af innan við helmingi meðallauna, hefur fækkað lítillega frá 1983. Þá voru þeir 237 þúsund en eru nú 225 þúsund. Hlutfallslega hefur þeim fækkað úr 4,5 prósentum af þjóðinni í 4,2 prósent. BLAÐAMENN Í VANDA Marokkóska öryggislögreglan hneppti tvo norska blaðamenn í varðhald og hugðist reka þá úr landi. Marokkóskur embættis- maður sagði blaðamennina hafa fengið leyfi til að skrifa um ferðamál en síðan tekið til við að fjalla um stjórnmál. Þeir vildu ræða við uppreisnarmenn í Vestur-Sahara. ■ ASÍA ÞRETTÁN LÉTUST Í það minnsta þrettán manns létu lífið og 27 særðust þegar rúta fór út af fjallavegi í Nepal og valt hundrað metra niður brekku. Ökumaður rútunnar þurfti að beina henni inn á fjallaveginn þar sem þjóðvegurinn var lokaður vegna viðgerða. COLIN POWELL Bandaríski utanríkisráðherrann kynnti fjórðu mansalsskýrslu stjórnar sinnar í vikunni. M YN D A P Skýrsla bandarískra stjórnvalda um mansal: Börn eru helmingur fórnarlamba alþjóðlegrar verslunar með fólk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.