Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 15
Nýjar tölur frá Bretlandi: Mannariðutilfellum fækkar 15FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 SJÚKDÓMAR Nýjar tölur frá Bret- landi sýna að mannariða, sem er það afbrigði kúariðu sem borist getur í fólk, hafi náð hámarki og að greindum tilvikum fari fækkandi. Í tölum breska heilbrigðisráðu- neytisins kemur fram að það sem af er þessu ári hafi í Bretlandi ein- ungis verið greind tvö tilfelli mannariðu, en í fyrra greindust alls 18 tilfelli. „Nú er talið að mannariðan hafi náð hámarki árið 2000 í Bretlandi en þá veiktust 28 manns af sjúk- dómnum. Eftir það hefur dregið úr fjölda árlegra tilfella sem greinast. Á undanförnum fjórum mánuðum hefur ekkert tilfelli greinst, sem bendir til að enn dragi úr nýgengi sjúkdómsins,“ segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir. Hann segir að alls hafi í Bretlandi greinst 141 einstaklingur með sjúkdóminn og sex í Frakklandi. Á Írlandi, Ítalíu, Bandaríkjun- um, Kanada og Hong Kong, hefur svo eitt tilvik mannariðu greinst í hverju landi. Annars staðar frá eru að sögn Haraldar einungis örfá óstaðfest tilfelli. Hann bendir þó á að meðgöngutími mannariðu sé mjög langur og því kunni enn mörg tilfelli að greinast á komandi árum. Uppruni sjúk- dómsins er rakinn til mengaðra afurða frá nautgripum, sem sýktir voru af kúa- riðu. Sjúkdómurinn leggst á miðtauga- kerfið og er undan- tekningalaust ban- vænn. ■ N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 9 4 / sia .is Tröppur, pallar, skjólveggir, handri› og anna› úr vi›i flarf reglulega á gó›ri vörn a› halda. Í verslunum okkar um allt land fær› flú faglega rá›gjöf um val á vi›arvörn og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› me›fer› og vinnu. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. Vi› stöndum okkur í vörninni Reykjavík Hafnarfir›i Akranesi Patreksfir›i Ísafir›i Akureyri Rey›arfir›i Höfn Vestmannaeyjum Selfossi HÁU BENSÍNVERÐI MÓTMÆLT Skoskir flutningabílstjórar efndu til mótmæla gegn háu bensínverði. Þeir mynduðu langa bílaröð og keyrðu löturhægt um götur Edinborgar. Skotveiðifélagið: Engin rök gegn veiðum RJÚPUR Skotveiðifélag Íslands lýs- ir megnri óánægju sinni með þær fullyrðingar Náttúrufræði- stofnunar Íslands að uppsveifla í rjúpnastofninum sé vegna friðun- arinnar síðastliðið haust. Skot- veiðiféagið segir að afar hagstæð skilyrði hafi verið í náttúrunni undanfarin tvö vor sem gagnast hafa rjúpunni. „Það er því eindregin skoðun Skotveiðifélags Íslands að rjúpna- stofninn eigi að nýta en rjúpan eigi ekki að vera tilraunadýr ann- ars ágætra vísindamanna til að sanna umdeildar kenningar,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. ■ Aflatölur Fiskistofu: Meira veitt í maí FISKISTOFA Aflinn í maí var 1451.927 tonn sem er rúmlega fjögur þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins hefur aflasam- dráttur verið 76 þúsund tonn milli ára sem skýrist á slökum árangri í loðnuveiðum. Þorskafli jókst um rúmlega tvö þúsund tonn í maí milli ára og helmingi meiri ýsa veiddist nú eða samtals 5.482 tonn. Afli flestra annarra botnfiska var minni nú en í maí í fyrra. Þar munar mestu um tæplega 37% samdrátt á steinbít og 77% af út- hafskarfa. Aflinn úr norsk- íslenska síldarstofninum er ein- nig helmingi minni en í fyrra eða 15.052 tonn og eins er farið í rækjuveiðum, segir í upplýsing- um frá Fiskistofu. ■ ■ EVRÓPA TVEGGJA ÁRA STÚLKA FÓRST Tveir létu lífið í óveðri sem gekk yfir Rúmeníu um helgina. Annað fórnarlambanna var tveggja ára stúlka. Hundruð húsa urðu fyrir skemmdum og sömuleiðis vegir og járnbrautir. Þá urðu land- búnaðarhéruð illa fyrir barðinu á veðrinu. BLAIR SIGURVEGARI Tony Blair gæti orðið einn mesti sigurveg- ari bandarísku forsetakosning- anna, sagði Ken Livingstone, borgarstjóri í London. Hann sagði að tapi George W. Bush Bandaríkjaforseti geti það orðið til þess að Vesturlönd geti komið sér úr þeim vanda sem þau eru komin í vegna innrásarinnar í Írak. LÉST Á FLÓTTA FRÁ LÖGGUNNI Bílstjóri lést eftir að bíll hans lenti í árekstri við rútu sem var að flytja 50 áhangendur króat- íska landsliðsins á Evrópumeist- aramótið í Portúgal. Árekstur- inn átti sér stað í Slóveníu. Bílstjórinn var á flótta undan lögreglunni, fór yfir á vitlausa akrein og lenti bíll hans framan á rútunni. MANNARIÐA Í BRETLANDI Ár Fjöldi greindra tilfella 1995 3 1996 10 1997 10 1998 18 1999 15 2000 28 2001 20 2002 17 2003 18 2004 2 Forsetakosningar: Rafræn kjörskrá KOSNINGAR Rafræn kjörskrá er nú aðgengileg á vef Reykjavík- urborgar fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur vegna forseta- kosninganna 26. júní. Á kjör- skránni eru allir sem kosninga- rétt hafa í Reykjavík. Um er að ræða uppflettigrunn þar sem hægt er að slá inn kennitölu kjósanda og fá þannig upp- lýsingar um hvar skal kjósa og í hvaða kjördeild. Hefðbundin kjörskrá mun jafnframt liggja frammi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur fram til 26. júní þegar kosið verður. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.