Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 16
Svart er hvítt Fyrirtækið XD-ráðgjöf, sem sinnir al- mannatengslum og sjónleikjagerð, er að víkka út þjónustu sína. Fyrirtæki þetta, sem rekið er af lögfræðingunum Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Kjartani Gunn- arssyni, býður nú ekki aðeins upp á al- menna textagerð og ræðuþjálfun (sér- grein: ræskingar) ásamt ásýndarfegrun með litgreiningu. Framvegis verður boðið upp á svokallaða dómatúlkun. Er notast við sérstök últrablá gleraugu sem doktor Hannes Hólmsteinn Gissurarson þróaði við frægar rannsóknir sínar á ritverkum Halldórs Laxness. Með þessari nýju tækni má sýna fram á að niðurstöður dóm- stóla felist alls ekki í dómsorðum heldur í vangaveltum dómara sem finna má á víð og dreif í forsendum dóma hverju sinni. Dómsorðið sekt getur því allt eins merkt sýkn saka og öfugt ef dómurinn er lesinn í heild á réttan hátt. „Fullnaðarsigur“ Helsti viðskiptavinur XD-ráðgjafar (og raunar hinn eini) er Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Svo heppilega vildi til að um leið og farið var að bjóða upp á hina nýju þjónustu féll dómur í meiðyrðamáli sem Jón Ólafsson höfðaði gegn honum. Dómsorðin voru þau að ummæli forsætis- ráðherra um nefndan Jón skyldu niður falla sem dauð og ómerk. Fjölmiðlar sem aldrei sýna forsætisráðherranum tilhlýðilega virðingu slógu þessu upp eins og um væri að ræða eitthvert meiriháttar áfall fyrir hann. En XD- ráðgjöf bendir á að þessu sé alveg öfugt farið. Með því að lesa dóminn í heild og sleppa dómsorðunum sést að um er að ræða „fullnaðarsigur forsætisráðherra“ eins og almannatengillinn Kjartan Gunn- arsson komst að orði í fréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld. Hinn tengillinn, Jón Steinar, er svo hreinskilinn að hann birtir grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Að tapa en segjast vinna“. Aðeins einn smávægilegur galli er á málinu. Þjóðin virðist ekki trúa XD-ráðgjöf. Vonandi stendur það til bóta svo fyrirtækið þurfi ekki að skipta um þjóð. Því það má bóka að ekki skiptir það um kúnna. Engan son hefur Ísland eignazt og elskað heitar en Jón Sigurðs- son. Þess vegna höldum við þjóðhátíð á þessum degi. Hátíð- isdagar henta vel til þess að grafa liðna tíð úr gleymsku. „Það var hörmulegt að vita hvernig farið var með Jón Sig- urðsson,“ segir Tryggvi Gunn- arsson bankastjóri í sjálfsævi- sögu sinni (Endurminningar, 1918). „Honum var hælt á hvert reipi, en ekkert gert til þess að láta honum líða vel, eða sjá fyr- ir að hann gæti lifað áhyggju- litlu lífi“. Tryggvi lét sér annt um minningu Jóns og hélt henni á loft umfram flesta aðra menn. Hann beitti sér fyrir því, að landið keypti bækur og handrit Jóns og ýmsa innanhússmuni að Jóni látnum til að „bjarga landinu frá þeirri skömm að Jón Sigurðsson dæi gjaldþrota og því tjóni að bækur hans og handrit lentu hjá útlendingum“. Gripunum – þar á meðal var húsbúnaður úr skrifstofu Jóns, borð, legubekkur, skrifborð með öllum ritfærum, ýmsar myndir og rúm hans að auki – var fyrst komið fyrir í forn- gripasafninu á Alþingishúsloft- inu, og þar lágu þeir umhirðu- litlir fram til 1916, þegar þeim var loksins komið fyrir til sýn- is. Gripirnir voru síðan hafðir í sérstakri stofu á Þjóðminja- safninu frá stofnun þess 1952, en þeirri stofu var lokað fyrir mörgum árum og munum Jóns og Ingibjargar komið fyrir í geymslu. Vonandi verður þeim búinn staður innan tíðar í end- urbyggðu Þjóðminjasafni. Aðrir einkavinir Jóns sýndu honum einnig ýmsan sóma; þetta voru þau ár, þegar orðið „einkavinur“ var ekki skammaryrði. Þegar Jón varð sextugur, var hann á Íslandi við þinghald, og fer engum sögum af afmælisdegi hans 17. júní 1871. En eftir að hann kom aft- ur heim til Kaupmannahafnar þá um haustið, héldu vinir hans honum veglegt samsæti þar. Þetta var um miðjan nóvember 1871. Þar voru flutt kvæði fyrir minni Íslands eftir séra Matthí- as Jochumsson og fyrir minni Jóns eftir Steingrím Thor- steinsson, sem var á staðnum og flutti kvæði sitt sjálfur („Heil sit þú, hetjan góð“). Þess- ir karlar kunnu að halda veizl- ur. Vinir Jóns höfðu löngu áður haft samband við Brynjólf Bergslien, norskan mynd- höggvara, og beðið hann að gera brjóstmynd af Jóni til að færa honum í afmælisveizl- unni, og var hugmyndin sú, að marmaragerð myndarinnar (dagsett 1872) yrði færð Al- þingi að gjöf að Jóni látnum; það varð. Bergslien bjó þá í Kaupmannahöfn og vann að líkneskinu af Karli Jóhanni konungi, en það var fyrsta verk sinnar tegundar í Noregi, af- hjúpað 1875 framan við kon- ungshöllina í Osló og stendur þar enn. Það var því enginn aukvisi, sem vinir Jóns fengu til að gera brjóstmyndina. Séra Matthías bjó hjá Bergslien part úr vetri og fylgdist með brjóstmyndinni af Jóni verða til. Um þetta segir Matthías í sjálfsævisögu sinni (Sögukaflar af sjálfum mér, 1922): „Einu sinni, er yfirsvipur Jóns var langt kominn hjá þeim, sem meitlaði, stóð ég og horfði á og þóttist ekki sjá hinn rétta svip hins ágæta landa vors. Kærði ég það fyrir Bergslien. „Komdu á morgun eða hinn daginn“, svaraði meistarinn. Ég kom, og þá var sálin komin! Finnst mér og síð- an, að hið djúpúðga og stór- mannlega höfuð Jóns forseta eftir Bergslien vera furðu- smíði, sem flestum verður minnisstætt, þótt lítið skynji listaverk“. Tryggvi Gunnarsson hafði eftir andlát Jóns 1879 samband við Bergslien og falaðist eftir líkneski af Jóni í fullri líkams- stærð og hugðist afla fjár með samskotum, svo að hægt væri að reisa styttu á torgi í Reykja- vík. Bergslien féllst á þessa til- högun, kvaðst sammála Tryggva og sendi honum teikn- ingar. Þeim samdist um verð: minnisvarðinn – gifsmynd ásamt bronsafsteypu á lágum stöpli – myndi kosta 9.500 kr. Til viðmiðunar voru dyraverði Alþingis þá greiddar 900 kr. á ári og söngkennaranum í Lærða skólanum 600 kr. Nú var stofn- uð nefnd, þar sem Tryggvi átti sæti. Nefndin ákvað, gegn vilja Tryggva, að reisa ekki styttu af Jóni á torgi, heldur láta legstein duga fyrst um sinn. Hið eina, sem frá Bergslien kom, var því lítill skjöldur á legstein Jóns í kirkjugarðinum í Reykjavík og kostaði 778 kr. Maður nokkur tók afsteypu af skildinum á stríðsárunum í leyfisleysi og seldi síðan í stórum stíl. Það var svo ekki fyrr en 1910, að Einar Jónsson, mynd- höggvari í Kaupmannahöfn, var fenginn til að gera líkneski af Jóni Sigurðssyni. Hann kom hingað heim og vann verkið í vesturenda Alþingishússins og hafði brjóstmynd Bergsliens fyrir sér og trúlega einnig olíu- myndina í neðri deild. Líkneski Einars var síðan afhjúpað fyrir framan stjórnarráðið á aldaraf- mæli Jóns 1911. Það var síðan flutt á Austurvöll 1931, þar sem það hefur staðið síðan, en fram að því stóð þar sjálfsmynd Bertels Thorvaldsen. ■ Þ ótt Íslendingar geti verið stoltir af sextugu lýðveldi sínugeta þeir ekki síður horft bjartsýnum augum til fram-tíðar. Í raun erum við lukkunnar pamfílar. Við tilheyrum fámennri þjóð sem býr að miklum náttúruauðlindum. Þrátt fyrir mikla annmarka á samfélagsgerðinni náði þessi auðlegð að hífa okkur úr hálfgerðu hallæri í ein bestu lífskjör í veröldinni. Án fiskimiðanna og fallvatnanna hefði samfélagið fallið saman und- an vitlausum stjórnarháttum og skekkju í atvinnu- og viðskipta- lífi. Þegar við fórum að laga undirstöður samfélagsins að því sem tíðkaðist í skárri samfélögum í nágrenni við okkur voru lífs- kjör okkar þegar orðin nokkuð góð. Nú þegar rofið hefur verið milli viðskipta og stjórnmála, samfélagið opnað og eðlilegir við- skiptahættir teknir upp eigum við eftir að uppskera enn frekar – ekkert síður en þjóðir Austur-Evrópu. Eins og þær eigum við lífskjarabyltinguna sem Vesturlandabúar nutu á síðustu öld að mestu leyti inni. Ef við smíðum samfélag að bestu fyrirmyndum og setjum það ofan á auðlegð okkar getur hér orðið meiri velferð og ríkidæmi en á öðrum byggðum bólum. Og ef veðrið heldur áfram að batna verður líka notalegra að búa hér. Ef okkur tekst að horfa björtum augum til framtíðar verða deilur dagsins ekki svo alvarlegar. Við getum jafnvel séð í þeim tækifæri. Er nokkuð að því þótt hart sé deilt um helstu stoðir ríkisvaldsins, nú þegar lýðveldið er orðið sextugt? Er ekki sjálf- sagt að endurskoða stöðu forsetaembættisins gagnvart ríkis- stjórn og Alþingi? Og skoða með hvaða hætti má auka virkt lýð- ræði nú þegar þjóðin er menntaðri og upplýstari en nokkru sinni fyrr? Draga deilur um skipan hæstaréttardómara og sjálfstæði Alþingis gagnvart ríkisstjórn ekki fram þörfina á að styrkja þrí- skiptingu ríkisvaldsins? Það tekur langan tíma að byggja upp og móta góða stjórnsýslu og sanngjarnt og réttlátt ríkisvald. Það getur varla nokkur skammast í okkur að hafa ekki dregið það fullskapað upp úr hatti fyrir sextíu árum. Ef okkur tekst að horfa björtum augum til framtíðar munum við hafa í huga hvernig við viljum að ríkisvaldið verði og láta það stjórna gerðum okkar. Ef við horfum til framtíðar verðum við ekki upptekin af því hvernig það var og munum enn síður reyna að viðhalda óbreyttu stjórnkerfi. Það er voðalega fátt sem er svo gott að ekki megi laga það eitthvað – allra síst tiltölulega vanþroska stjórnkerfi og ríkisvald okkar Íslendinga. Ef við Íslendingar eigum í erfiðleikum í dag vegna ósættis og deilna eru það léttvægar þrautir. Í raun eru okkur allir vegir færir. Ef okkur tekst að horfa björtum augum til framtíðar munu deiluefnin leysast upp og verða að spennandi verkefnum. Er hægt að hugsa sér miklu skemmtilegra verkefni en að halda áfram að byggja hér upp opið, lýðræðislegt, auðugt og réttlátt samfélag? Við höfum allt sem þarf til – nema helst bjartsýnna hugarfar. ■ 17. júní 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Íslendingar geta búið við meiri auðlegð og velferð en nokkur önnur þjóð. Horfum björtum augum til framtíðar Jón Sigurðsson forseti ORÐRÉTT Er ekki lýðræði? Er ekki lýðræði á Íslandi? Geng- ur fólk hér ekki til kosninga á fjögurra ára fresti? Hefur þjóðin ekki komið sér saman um að löggjafarþing setji þau lög sem þurfa þykir og að þau skuli studd af meirihluta atkvæða á þingi? Var það ekki nákvæmlega það sem gerðist á Alþingi Ís- lendinga nú í maí? Ragnhildur Kolka meinatæknir. Morgunblaðið 16. júní. Ha? Hugmyndir Ástþórs Magnússonar um það hlutverk sem forseti Ís- lands gæti tekið að sér á alþjóða- vettvangi eru alls ekki galnar. Illugi Jökulsson ritstjóri. DV 16. júní. Velvilji úr óvæntri átt Koma þarf í veg fyrir að forseti Íslands þurfi að sjá eftir ákvörð- un sinni og skirrist af þeim sök- um hugsanlega við að taka slíka ákvörðun í framtíðinni. Forystugrein Viðskiptablaðsins. Viðskiptablaðið 16. júní. Nokkuð til í því Hugmyndir mínar um forseta- embættið eru ekki fyrstu bylt- ingarkenndu nýjungarnar sem ég kynni í íslensku þjóðfélagi. Ástþór Magnússon forsetaframbjóð- andi. Morgunblaðið 16. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Ef við Íslendingar eigum í erfiðleikum í dag vegna ósættis og deilna eru það léttvægar þrautir. Í raun eru okkur allir vegir færir. ,, Í DAG SAUTJÁNDI JÚNÍ ÞORVALDUR GYLFASON Engan son hefur Ísland eignazt og elskað heitar en Jón Sig- urðsson. Þess vegna höldum við þjóðhátíð á þessum degi. Hátíðisdagar henta vel til þess að grafa liðna tíð úr gleymsku. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 50 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.