Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 17
Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávar- byggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæst- bjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um rétt- læti og sanngirni eru gleymd. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Loforð og svik stjórnarþingmanna Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknar- kerfi handfærabáta skyldi varið af öll- um mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitn- uðu þingmenn úr Norðvesturkjör- dæmi á stórfundi undir yfirskriftinni „Orð skulu standa“ um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvóta- setningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmiði lag- anna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýt- ingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“. Við eigum sem sagt að stuðla að vernd- un og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hag- kvæmar, orkusparandi og vernda líf- ríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er lát- inn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýr- ingu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðirétt- inn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiði- gjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnar- innar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbún- aðarkvótinn í mjólk heftir nú endur- nýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og „Fólk í fyrir- rúmi“ er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíð- ina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og at- vinnuhættir selja á markaði ferða- mennskunnar til jafns við náttúrufeg- urð. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir þjóðarhagsmunum. ■ 17FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 Köld vatnsgusa Lítil þátttaka í nýafstöðnu kosningum til Evrópuþingsins er auðvitað ekkert ann- að en köld vatnsgusa framan í forystu- menn menn ESB. Þátttaka var meira að segja dræm í þeim ríkjum sem nýverið fengu aðild að sambandinu. En hvernig stendur á því að fólk fagnar aðild en hefur svo engan áhuga á því að kjósa fulltrúa á Evrópuþingið. Borgar Þór Einarsson á deiglan.com Ólíkir heimar Á sama tíma og ég hafði verið með ung- lingaveiki á hæsta stigi höfðu félagar mínir [í Bosníu] búið við sult og seyru, kulda og vosbúð – og stöðuga hættu á að verða fyrir skoti eða sprengingum. Sjálf mundi ég óljóst eftir fréttum frá Sarajevo en mundi miklu betur eftir strákunum sem ég hafði verið skotin í og Levisbuxunum sem mig langaði í. Eftir að stríðinu lauk fékk heimurinn fljótlega áhuga á öðru. Níu árum síðar var enginn að hugsa lengur um Sarajevo. Sigríður Víðis Jónsdóttir á sellan.is Þurfum að breyta þessu Á heildina litið eru vinstrigræn sjónarmið víðast hvar sterkari í Evrópu heldur en á Íslandi. Þessu þurfum við Íslendingar auðvitað að halda til haga og breyta þessu. Annars verðum við leiksoppar þeirra Davíðs og Halldórs að eilífu. Sverrir Jakobsson á murinn.is Nýjasta stjórnmálaaflið Orkuflokkurinn er nýjasta aflið í íslensk- um stjórnmálum og munar um minna. Markmið hans er að borin skuli virðing fyrir orkunni, bæði hlutlægri og óhlut- lægri, og hver fagnar því ekki að loks skuli kominn fram flokkur sem berst jöfnum höndum fyrir hlutlægri og óhlut- lægri orku. Og fyrst verið var að fjalla um Evrópukosningar hér að ofan er ekki úr vegi að benda á hve vel það á við að Orkuflokkurinn skuli einnig hafa á stefnuskrá sinn að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Vefþjóðviljinn á andriki.is Ég á mér draum Ég á mér draum um að sá komi dagur í náinni framtíð þegar menn á andstæð- um pólum í stjórnmálum geti rætt mál- efni á málefnalegan máta án þess að einblína á að sigra andstæðinginn. Það er engin skömm, sumir myndu ganga svo langt að kalla það dyggð, að vera fær um að skipta um skoðun. Eins og segir svo göfuglega í 48. gr. stjórnar- skrárinnar eru alþingismenn einungis bundnir við sannfæringu sína. En þá er spurn: Hvaðan kemur sannfæringin? Arndís Anna Gunnarsdóttir á politik.is AF NETINU GUÐJÓN ARNAR KRISTINSSON FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN FISKVEIÐI- STJÓRNUN ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.