Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 59 stk. Keypt & selt 13 stk. Þjónusta 40 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 5 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 24 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 2 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Bestu tilboðin í bænum BLS. 4 Góðan dag! Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní, 169. dagur ársins 2004. Reykjavík 2.55 13.29 24.03 Akureyri 1.33 13.13 24.57 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Þó það hljómi ekki frumlega, verð ég að segja Kaupmannahöfn,“ segir Guðrún Krist- jánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar, að- spurð um uppáhaldsborg. „Mér líður alltaf vel þar. Ég fór fyrst þangað þegar ég var 12 ára með afa og ömmu. Afi var þá skipstjóri hjá Eimskipafélaginu og ég naut þeirra forrétt- inda að fá að fara með honum í siglingu. Það var ógleymanleg stund að leggja þar upp á höfninni árla morguns.“ Síðan Guðrún lagði að landi tólf ára gömul í Köben eru liðin mörg ár, en borgin á sér sí- fellt sterkari rætur í henni. „Fyrst sér maður bara Strikið og Tívolíið en svo hefur ýmislegt bæst við enda á ég marga ættingja sem búa í Kaupmannahöfn og raunar víðar í Danmörku. Þeir hafa sýnt mér annað og meira en bara það sem túrisminn hefur upp á að bjóða, eins og söguslóðir, byggingalist, bestu veitinga- staðina og fleira.“ Guðrúnu finnst samt alltaf jafn gaman að fara í tívolíið í Köben. „Ég fór þangað tvisvar á síðasta ári, fyrst að vetrarlagi í jólaferð og svo síðastliðið vor í dásamlega afmælisferð með æskuvinkonum mínum, sem hafa verið búsettar um allan heim. Við hittumst sumsé á miðri leið í Kaupmannahöfn og nutum lífsins lystisemda. Ég er ekki frá því að ég sé komin með fráhvarfseinkenni og verði að fara drífa mig eina ferðina enn til Köben, vonandi áður en langt um líður.“ edda@frettabladid.is Uppáhaldsborgin er Kaupmannahöfn: Ekki bara Strikið og Tívolíið tilbod@frettabladid.is Kjöttilboð sem bragð er að stendur yfir í Fjarðarkaupum í Hafn- arfirði. Afsláttur er allt frá 25 prósent og upp í 40 prósent á alls konar gómsætu kjöti. Til dæmis er hægt að fá fjallalæri sem var á 1.298 krónur kílóið en er nú á 973 krónur kílóið. Síðan er hægt að fá kreólasteik á 978 krónur kílóið en hún var á 1.398 krónur kílóið. Enn fremur er hægt að fá lambagrillsneiðar sem voru á 1.198 krónur kílóið á 839 krónur kílóið. Svo er kryddað lamba- innlæri sem var á 1.798 krónur kílóið á 2.598 krónur kílóið á til- boðinu. Einnig er á tilboði FK jurtakryddað lambalæri, grill- svínakótelettur og hvítlauks- pylsur með fjörutíu prósent afslætti. Þetta tilboð er hið hefðbundna helgar- tilboð sem Fjarðar- kaup eru iðulega með og gildir út laugardaginn. Fjarð- arkaup eru til húsa að Hólshrauni 1b. Sumarfatnaðurinn er á útsölu hjá versluninni Friendtex í Síðumúla 13 í Reykjavík. Þar er um danskan kvenfatnað að ræða og það er nýja vorlínan sem nú er seld með 40- 60% afslætti. Sem dæmi um verð má nefna sítt pils sem lækkar úr 4.900 í 1.900 krónur, jakka sem lækkar úr 5.900 í 2.900 krónur og skó sem lækka úr 5.300 í 2.500 krónur. Ragnar Ragnars- son, verslunareigandi í Friend- tex, kveðst þegar vera búinn að gera innkaup á haustfatnaðin- um. En við pælum ekkert í hon- um strax, enda bara 17. júní. 30% afsláttur er í versluninni Antikmunir á Klapparstíg 40 sem fagnar þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. Haldið er upp á afmælið meðal annars með því að veita afslátt af öll- um vörum verslun- arinnar. Það tilboð er þó á síðasta degi á morgun, 18. júní, svo betra er að bregðast skjótt við ef áhugi er á að ná sér í eitthvað sígilt og gamaldags á góðu verði. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM Loksins alvöru garðhúsgögn í boði á Ís- landi. Landsins mesta úrval. Viðarkó, Dalvegi 28, Kópavogi. Sími 517 8509. Vinnulyftur í miklu úrvali. Eigum á lager nýjar og notaðar vinnulyftur til afgreiðslu strax. Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 40 40. Eigum enn nokkur hjólhýsi á lager, til afhendingar strax. Opið virka daga kl. 14–18. Laugardaga kl. 13–17. ÍsMaX ehf., Akralind 5, 201 Kópavogi. Símar 554 1111 & 690 5588. www.ismax.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA TILBOÐ TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Guðrúnu Kristjánsdóttur finnst alltaf að Kaupmannahöfn standi upp úr og fær fráhvarfseinkenni ef hún fer ekki þangað reglulega. Ný vefsíða um Grikkland: Fyrir væntanlega Grikklandsfara Margir hafa hug á að heim- sækja hið fornfræga Grikk- land, ekki hvað síst í ár þegar Ólympuleikarnir eru haldnir í upprunalandi sínu. Nýlega var opnuð heima- síðan grikkland.is. Þar má finna upplýsingar um hótel í Aþenu og á Santorini og einnig ýmsa tengla sem koma Grikklandsförum til góða, t.d. ýmsa áhugaverða tengla yfir á síður með fréttum af menningarlífinu sem blómstrar í Aþenu allan ársins hring. Sérstök ástæða er til að benda á grísku listahátíðina eða Hellenic Festival þar sem margir helstu listamenn heims koma fram, en há- tíðin stendur fram í septem- ber. Að sjálfsögðu er tengill fyrir þá sem hafa áhuga á Ólympíuleikunum. Á vef- síðunni eru einnig tenglar á ýmis flugfélög sem fljúga til Grikklands og skipafélög sem sigla frá Santorini og Krít. ■ Margt fallegt er að finna í Grikklandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.