Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 31
23FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 Framherjinn snjalli Wayne Rooney segist njóta hverrar mínútu í Portúgal: Frábær reynsla sem mun nýtast mér FÓTBOLTI Wayne Rooney, hinn ungi framherji enska lands- liðsins, er í sjöunda himni með reynslu sína af Evrópumótinu Portúgal hingað til. Rooney var besti leikmaður enska liðsins í tapleiknum gegn Frökkum á sunnudaginn, í sinum fyrsta leik á stórmóti, og er afskaplega já- kvæður þrátt fyrir úrslitin. „Það er frábært að vera hérna með bestu leikmönnum Evrópu. Þetta er stórkostleg reynsla fyrir ungan leikmann eins og mig og getur aðeins hjálpað mér sem leikmanni,“ sagði Rooney á blaða- mannafundi í gær. Rooney talaði einnig um vin- áttu sína við Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, og sagði Gerr- ard hafa hjálpað sér mikið. „Hann hefur reynst mér ómetanlegur og er alltaf tilbúinn að gefa mér góð ráð þegar ég þarf á því að halda. Við eyðum miklum tíma saman, spilum borðtennis og ballskák en það verður reyndar að viðurkenn- ast að ég er mun betri en hann í báðum þessum íþróttum.“ Rooney getur orðið yngsti leik- maðurinn í sögu úrslitakeppni Evrópumótsins ef hann skorar gegn Sviss á morgun en hann vildi lítið gera úr því. „Það væri auð- vitað gaman að eiga það í minn- ingunni að hafa verið yngsti leik- maðurinn til að skora í þessu móti en það mikilvægasta er að vinna leikinn, hver skorar mörkin er al- gjört aukaatriði,“ sagði Rooney, sem hefur staðið undir vænting- um og gott betur það sem af er þessu móti. ■ Brotalamir í undirbúningi Englendinga: James vissi ekki um aukaspyrnur Zidane EM Í FÓTBOLTA Sérfræðingar enska knattspyrnusambandsins settu saman myndbandsspólu fyrir David James, markvörð liðsins, til þess að hann vissi hvernig hann ætti að bregðast við sóknar- tilburðum franska liðsins í leik liðanna á sunnudaginn. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að engin aukaspyrna frá Zinedine Zidane var á spólunni og því kom spyrna hans eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir James. James viðurkenndi á blaða- mannafundi í gær að hann hefði horft á spólu með franska liðinu en snilld Zidane í aukaspyrnu- fræðum hefði komið honum í opna skjöldu. Sérfræðingar enska sam- bandsins verja sig með því að þeir hafi tekið upp sjö síðustu leiki franska liðsins og þar hafi Zidane ekki sýnt aukaspyrnusnilli sína. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Zidane skorar beint úr aukaspyrnu á EM því hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn Spáni í átta liða úrslit- um keppninnar fyrir fjórum árum beint úr einni slíkri. ■ Jean Tigana um Zinedine Zidane: Besti leikmaður í heimi EM Í FÓTBOLTA Jean Tigana, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, er ekki í vafa um að frammistaða Zinedine Zidane á lokamínútum leiksins gegn Englendingum hafi sýnt svo ekki verður um villst að hann er besti leikmaður í heimi í dag. Tig- ana, sem þykir vera líklegur til að taka við af Jacques Santini eftir keppnina, sagðist í það minnsta vera viss um það. „Ég veit að Zida- ne er bestur í heimi. Hann spilar hjá Real Madrid þar sem félagar hans segja að hann sé besti maður liðsins. Frammistaða hans á lokakaflanum gegn Englandi var slík að aðeins afburðamenn gátu dregið hana upp úr hattinum,“ sagði Tigana, sem vildi ekki ræða um möguleikana á því að hann yrði næsti þjálfari Frakka en Santini mun taka við Tottenham eftir að mótinu lýkur. ■ Campbell ekki sáttur við Vieira: Ætla að ræða við hann EM Í FÓTBOLTA Sol Campbell, varn- armaður Arsenal og enska landsliðsins, er öskuvondur út í samherja sinn Patrick Vieira eftir að Frakkinn ásakaði leik- menn Englands um að spila grófan leik og kallaði þá meðal annars „svindlara“ sem létu sig falla í jörðina við minnsta til- efni. Ummælin lét Viera falla eftir leik þjóðanna á sunnudag. „Ég mun spyrja hann að þessu og fá á hreint hvað hann á við,“ sagði Campbell í gær. „Ég talaði við hann þegar við vorum á leið til búningsklefanna eftir leikinn og þá sagði hann ekki orð,“ bætti Campbell við og stóð greinilega ekki á sama um þessar ásakanir samherja síns í garð enska liðs- ins. Bixente Lizarazu, varnarmað- ur franska liðsins, er einnig undr- andi á ummælum Vieira og segir ensku leikmennina einfaldlega hafa varist vel. „Mér fannst ekk- ert að því hvernig þeir léku. Jú, þeir léku harðar en við erum van- ir en dómarinn áminnti nokkra leikmenn og fannst mér það rétt í öllum tilvikunum. Englendingar gerðu ekkert rangt, þeir tækluðu einfaldlega vel,“ segir Lizarazu. ■ ER HANN BARA KERLING? Patrick Viera ræðir við þjálfara sinn, Jacques Santini, á æfingu í gær. ZINEDINE ZIDANE Besti leikmaður heims að mati Jean Tigana. DAVID JAMES Varnarlaus gegn aukaspyrnu Zinedine Zidane á sunnudaginn WAYNE ROONEY Sést hér fagna marki Englendinga gegn Frökkum ásamt markaskoraranum Frank Lampard.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.