Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 39
Það yrði orðum aukið að kalla nýjustu breiðskífu Beastie Boys meistaraverk, en það má nú samt svo sannarlega hafa gam- an af henni. Tónlistin undir rappið er frekar berstrípuð. Yfirleitt mjög einfaldar melódíur með hörðum töktum sem hljóma eins og þeir hafi verið gerðir á mjög gamla trommuheila. Gítararnir eru nánast horfnir, sömplin mjög gróflega klippt og ekkert gert til þess að reyna fela lúbb- urnar. Þannig væri alveg hægt að ljúga að manni að þessi plata hefði verið gerð um svipað leyti og fyrstu tvær breiðskífur Beastie. Minnir mjög á þá tón- list sem kom frá strætum New York á break-tímabilinu, um upphaf níunda áratugarins. Þetta er því blygðunarlaust afturhvarf í gamla starfshætti. Þessi gamli hljómur er yfir allri plötunni, þannig að fyrir vikið virkar hún góð sem heild. Textarnir taka þó á atburðum líðandi stundar. Þannig takast textar laganna „Right, Right, Now, Now“, „It Takes Time to Build“ og besta lag plötunnar „Open Letter to NYC“ á lífinu í Bandaríkjunum eftir atburði 11. september 2001. Beastie Boys eru greinilega ekki bara að berjast fyrir réttindunum til þess að halda partí lengur. Með aldrinum eru þeir líka orðnir svo svakalega pólitískt réttþenkjandi að þeir blóta varla á allri plötunni, benda nánast aldrei ásakandi fingrum sínum í áttina að öðrum og boða frekar sam- vinnu en að búa til óvini. Hér er friðarboðskapurinn hátt á lofti. Beastie Boys fá svo stórt prik fyrir það að prenta alla texta sína í plötuumslagið, þó að þeir séu nú ekkert tímamótaverk gefur það aukið gildi að lesa textana með um leið og maður hlustar. Þetta er þó frekar erfið plata þegar allt kemur til alls, og krefjandi. Birgir Örn Steinarsson FIMMTUDAGUR 17. júní 2004 30 31 Beastie Boys breika Róbert Aron Magnússon, doktor í rappfræðum „Ég hef hlustað mikið á nýjan disk með Promoe úr sænsku hiphopsveitinni Loop Troop. Þetta er önnur sólóplatan hans og hún er undir áhrifum frá reggae. Hún heitir The Long Distance Runner, hann fór til Jamaíka til þess að taka upp þessa plötu og þetta bland- ast svona skemmtilega saman. Þetta er allt á ensku, og hann er mjög vanmetin rappari að mínu mati.“ Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? Ólafur Páll Gunnarsson, Rás 2 „Ég hef mest verið að hlusta á Unearthed kassann með Johnny Cash. Fimm diska safn með öllum upptökunum sem Cash gerði með Rick Rubin upptökustjóra. Aðalfjársjóðurinn er útgáfa af laginu Heart of Gold eftir Neil Young sem Johnny Cash flytur ásamt Red Hot Chili Peppers. Þetta er æðislegur pakki, vel uppsettur og góður.“ Sigvaldi Kaldalóns, FM957 „Síðasta plata sem ég setti í var frumraun Joss Stone. Hún er al- gjört æði. Þetta er mjög fönkí og flott plata. Svo hef ég verið að renna FM Djamm í 15 ár í gegn, hún er alveg frábær. Minnir mig mjög mikið á grunnskólaárin mín.“[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN BEASTIE BOYS: TO THE 5 BOROUGHS Mike Pollock: World Citizen „Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu.“ FB Sufjan Stevens: Seven Swans „Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gin geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers ann- ars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá.“ BÖS Morrissey: You Are the Quarry „Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú, hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tón- listarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það.“ BÖS Earth Affair: Chapter One „Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyrun er hún fyrirtaks gripur.“ FB Gomez: Split the Difference „Ég þori að fullyrða að þeir sem hafa heillast af fyrri plötum Gomez, sérstaklega þeirri fyrstu, eiga eftir að falla kylliflatir fyrir þessari, enda hljómar hún eiginlega nákvæmlega eins. Ég hins vegar fékk þessa sömu tilfinningu og þegar maður sér sæmilegt upphitunarband fyrir stórsveit sem maður er búinn að bíða spenntur eftir að sjá í áraraðir. Kannski er það bara málið, þetta er „bara sæmileg“ tónlist og ekkert meira en það? Ekki áhugavert né eftirminnilegt.“ BÖS Snow Patrol: Final Straw „Þetta er plata sem heillar við fyrstu hlustun, en svo rennur ljóminn örlítið af henni við ítrekaða hlustun, því miður, og vil ég kenna einsleitum lagasmíðum um. Þetta verður að teljast mjög góð frumraun og Snow Patrol sýnir alla burði í það að vera hið athyglisverðasta band.“ BÖS Faultline: Your Love Means Everything „Önnur plata Faultline er ekki bara fín, heldur mjög fín. Kjörin plata til þess að setja á fóninn rétt áður en maður leggst upp í rúm svo tónlistin geti leitt mann í draumaheiminn með bros á vör.“ BÖS Avril Lavigne: Under My Skin „Á annarri plötu sinni tekur Avril enga sénsa. Lög á borð við My Happy Ending, Nobody’s Home og Forgotten eru nægilega góð til þess að tryggja áframhaldandi vinsældir hennar. Að mínu mati gefur platan þó of svipaða mynd af hæfileikum stúlkunnar til þess að vera áhugaverð. Hefði viljað heyra hana prófa sig eitthvað lengra áfram. En henni liggur nú svo sem ekkert á, er bara 19 ára og á eflaust eftir að svamla um á megin- straumnum um ókomin ár.“ BÖS Daysleeper: Daysleeper „Það sem vantar hjá Daysleeper er að hljómsveitin finni sinn eigin hljóm og hætti að flakka á milli ólíkra stíla. Það fer samt ekki á milli mála að sveit- in getur samið góð lög og Sverrir á fína spretti sem söngvari þó að stundum virki hann dálítið vælu- gjarn. Vonandi er Daysleeper á réttri leið en næsta plata mun skera úr um hvort eitthvað meira verði úr. Hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar en þarf fyrst að finna fjölina sína betur.“ FB Killswitch Engage: The End of Heartache „Mér nánast sveið undan gæsahúðinni sem ég fékk af lögum eins og titillaginu þar sem samein- ing melódíu og eiturþétts spilerís er svo vel útfærð að maður stendur orðlaus yfir herlegheitunum. Ég fullyrði að Killswitch Engage er eitt skæðasta rokk- band heims í dag og ef þessi plata verður toppuð í ár, þá verða rokkarar ekki á flæðiskeri staddir. Þessi plata er fullkomin.“ SJ Rúnar Júlíusson: Trúbrotin 13 „Trúbrotin 13 er lagasarpur héðan og þaðan ásamt nokkrum frumsömdum lögum Rúnars. Eins og titillinn bendir til finnur Rúnar trú sinni farveg á plötunni og rifjar upp nokkra sálma sem eru í uppáhaldi. Ó þá náð að eiga Jesúm og Ástarfaðir himinhæða eru sér- staklega minnisstæð, virkilega falleg lög bæði tvö sem njóta sín vel í flutningi Rúnars. Rúnar Júlíusson á hrós skilið á mörgum vígstöðvum og er þessi plata engin undantekning. Einlægnin skín í gegn.“ SJ The Walkmen: Bows and Arrows „Miðið á boga Göngumannanna er skakkt og odd- ur örvanna óbrýndur. Þetta eru auðheyranlega menn sem geta, en það er eins og þá vanti frum- legri hugsun til þess að gera plötuna athyglisverða. Núna hjómar hún bara eins og ágætis ruslrokk- plata frá New York hljómsveit. Með smá frumleg- heitum hefði þessi plata geta orðið frábær. Of mikið rúnk, en engin fullnæging.“ BÖS The Divine Comedy: Absent Friends „Þetta er ein af þessum plötum þar sem allt er fáránlega vandað og vel gert. Útsetningar stórfeng- legar og dramatískar. Það virðist bara ekki skipta neinu máli því lögin hreyfa ekkert við manni. Að hlusta á Hannon á persónulegu nótunum væri kannski svipað eins og að hlusta á Sinfóníusveit Íslands reyna sitt allra besta við að flytja lög The Clash eða Sex Pistols á jafn einlægan hátt og höf- undarnir. Það bara gengur ekki upp. Maður bland- ar ekki saman olíu og vatni. Þessi á ekki eftir að rata aftur í spilarann minn.“ BÖS PLATA VIKUNNAR Sufjan Stevens leikur fallega tónlist, órafmagnað að mestu í ætt við Smog og Bonnie Prince Billy. [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Ég býst við því að flestir aðdáend- ur Blur sakni veru gítarleikarans Grahams Coxon í sveitinni. Hann heltist úr lestinni við tökur síðustu plötu, Think Tank, vegna innri djöfla og fékk í kjölfarið reisupassann. Ég býst líka við því að flestir vorkenni honum í kjölfarið. Þó svo að aldrei hafi verið gefið upp ná- kvæmlega hvað gerðist þá dró ég a.m.k. þá ályktun að það hafi verið full harkaleg viðbrögð hjá Damon að sparka kauða eftir allt það sem hann hafði gefið af sér til sveitar- innar í gegnum árin. Damon sá að sér og bauð honum aftur í sveitina en Graham afþakkaði og sagðist ekki hafa minnstu löngun til þess að starfa með fyrrverandi félög- um sínum lengur. Eftir að hafa hlustað á nýju sólóplötu Grahams, sem er sú fimmta í röðinni, er ég á því að þetta hafi bara verið fyrir bestu. Graham nýtur sín miklu betur einn, og Blur fær fyrir vikið aukið frelsi til þess að kanna ókunnug lönd. Happiness in Magazines er óvenju poppuð miðað við fyrri verk. Hún er þannig líka meira að mínu skapi og Coxon er meistari í lagasmíðum. Hér toppar hann sjálfan sig með hinu Calexico-lega lagi „Are You Ready?“, Coffee and TV-lega laginu „Bittersweet Bundle of Misery“ og hinu angur- væra lokalagi „Ribbons and Lea- ves“. Graham er svo sem ekkert gæddur neinum látúnsbarka né vindsængurlungum en brothætt rödd hans gefur lögunum fallega mannlegt yfirbragð. Ég held barasta að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af gleraugnagláminum honum Graham. Að minnsta kosti gefa lokaorð plötunnar það í skyn að hann hafi það bara fínt. Þar syng- ur hann af einlægni við fallegt og einfalt píanóstef og gítarspil; „Life, I Love You“. Fallegur endir á góðri plötu. Birgir Örn Steinarsson [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN GRAHAM COXON: HAPPINESS IN MAGAZINES Graham líður vel

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.