Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 1
● stolt yfir því að fá að vera ísland Brynhildur Guðjónsdóttir: ▲ SÍÐA 38 Frá Edith Piaf til fjallkonunnar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FÖSTUDAGUR ÞUNGAROKKSVEISLA Fimm þungarokkshljómsveitir spila á Björtum dögum í Hafnarfirði. Changer Dys, I Adapt, Munnríður og Fighting Shit spila í Gamla bókasafninu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FÍNT VEÐUR UM HELGINA, hægur vindur og þurrt, en það má reikna með einhverri vætu í dag. Sjá nánar á bls. 6. 18. júní 2004 – 164. tölublað – 4. árgangur VÍST VORU TENGSL Bandaríkja- forseti segir að tengsl hafi verið á milli Íraks- stjórnar og al-Kaída. Hann gerir lítið úr því að munur sé á því sem hann hefur sagt og því sem rannsóknarnefnd sagði um að engar sannanir væru fyrir samstarfi Íraka og al-Kaída. Sjá síðu 2 FARIÐ YFIR FALL Rektor Tækniháskóla Íslands hefur skipað nefnd til að fara yfir mikið fall meðal lokaársnema í tveimur áföngum hjá sama kennara. Lektorinn segir rektor grípa til ólöglegra aðgerða. Sjá síðu 4 ÓÁNÆGÐIR FASTEIGNASALAR Fasteignasalar eru óánægðir með hversu hátt eftirlitsgjald þeir verða að greiða eftir gildistöku nýrra laga um starfsemi sína. Þeir eru líka sumir ósáttir við hvernig eftir- litinu skuli háttað. Sjá síðu 8 BLÓÐUGAR ÁRÁSIR Rúmlega fjörutíu manns létu lífið í tveimur sprengjuárásum í Írak. Flestir þeir sem féllu voru menn að leita sér vinnu á ráðningarstöð fyrir öryggis- sveitir landsins. Sjá síðu 2 1 8 . J Ú N Í T I L 2 4 . J Ú N Í 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu N R. 24 . 2004 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Hvíta drottningin Guðríður Lilja Grétarsdóttir: Grænt er tískuliturinn Í hárgreiðslu hjá ungfrú Ísland Heimafæðingar Mannanöfn Stjörnuspáin Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag birta ● heimafæðingar ● mannanöfn 36%50% Kvikmyndir 32 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Heiðar Ingi Þorsteinsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Minningar og myndir ● heimili ● tíska ● matur Evrópukeppnin í Portúgal: ▲ SÍÐUR 26-27 Frakkar heppnir gegn Króötum ● rooney með tvö mörk gegn sviss SLÖKKVILIÐ Mikinn reyk lagði frá verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði í rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru á svæðinu þar sem skemmtanahald stóð yfir vestan- megin við verslunarmiðstöðina. Talið er að krakkar hafi kveikt í steinull og tjörupappa þar sem klæðningin á húsinu var brotin en málið er í rannsókn hjá lög- reglu. Jón Helgi Guðmundsson, stöðvarstjóri slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins, segir slökkvi- starf hafa tekið um 40 mínútur. „Mikið rauk úr þar sem logaði í tjörupappa og ull en þetta var staðbundið og fljótlegt að komast fyrir þetta.“ Skemmdir urðu ekki miklar. Loka þurfti versluninni 10-11 í Firðinum vegna brunans en hún var opnuð á ný skömmu síðar og segir Jón Helgi að lítill reykur hafi borist inn í húsið. Lögreglan girti svæði aftan við versluna- miðstöðina af en það hafði ekki áhrif á skemmtanahaldið. ■ VIÐSKIPTI KB banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinn- ar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kom- inn í hóp fjörutíu öflugustu fyrir- tækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. „Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum,“ sagði Sig- urður Einarsson, forstjóri KB banka, í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35–45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. „Þetta hefur auðvitað áhrif á auð- seljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið,“ segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hef- ur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB banka er að verða leiðandi banki á Norðurlönd- um og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á ís- lenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Lands- símans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkun- ar rýmkast því verulega við skráninguna á úrvalslistann. borgar@frettabladid.is Slökkviliðið blandar sér í skemmtanahald Hafnfirðinga: Kveikt í verslunar- miðstöðinni Firðinum KB banki kominn á sænska úrvalslistann KB banki kominn í hóp 40 stærstu á sænskum markaði. Mjög stór áfangi í útrásarstefnu bankans. Eykur áhuga fjárfesta á bankanum, segir forstjóri KB. Vill ekki sjá maga: Smekkleysi eða tíska JERÚSALEM, AP Talsmaður ísraelska þingsins getur ekki tekið augun af konum með bert í milli. Hann hefur óskað eftir því að þær konur sem aðstoða í þinginu hylji sig betur. Það geta frjálslynd öfl þing- salanna ekki sætt sig við og óttast að um enn eina tilraun bók- stafstrúaðra gyðinga til að hafa áhrif á lífsstíl þeirra sé að ræða. Í Ísrael kjósa karlar óform- legri klæðnað en konur eru oftast í dragt. Það nær ekki til kvenna í aðstoðarstörfum sem klæða sig því sem þær lystir. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Hvíta drottningin Sextíu þúsund í miðbænum: Stórhert öryggisgæsla REYKJAVÍK Um 60 þúsund manns tóku þátt í þjóðhátíðarhaldi í miðb Reykjavíkur i gær. Sjald- an eða aldrei hafa fleiri verið í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt lögreglunni. Viðbúnaður lögreglunnar var mikill í borginni vegna þjóðhátíðardagsins og var hún sýnileg í mannmergðinni. Lög- reglan þurfti aðeins að sinna fimmtán verkefnum milli klukkan þrjú og sjö sem hún þakkar hertri gæslu. Af verk- efnunum fimmtán var helst um ólöglegar bifreiðarstöður og ölvun að ræða. Hátíðardagskrá hófst klukkan tíu en öllum kirkju- klukkum í Reykjavík var hringt fimm mínútum áður. Að sögn lögreglunnar var mannfjöldinn mestur í miðbænum upp úr hádegi. Aftur fjölgaði í bænum undir kvöld þegar tónleikar hófust í Lækjargötu. Hátíðarhöld fóru vel fram um allt land. Sjá síðu 12 MIKILL VIÐBÚNAÐUR Slökkvilið höfuðborgarsvæðsins brást skjótt við er fréttir af eldsvoðanum bárust og tók aðeins um 40 mínútur að ráða niðurlögum eldsins. MANNHAF Í LÆKJARGÖTU Á 60 ÁRA AFMÆLI LÝÐVELDISINS Sjaldan hafa fleiri komið saman í miðbæ Reykjavíkur en í gær þegar haldið var upp á 60 ára afmæli lýðveldisins. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og fóru hátíðarhöldin mjög vel fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.