Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 2
2 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR 41 lést í tveim sprengjuárásum á íraskar öryggissveitir: Mikið mannfall í Bagdad ÍRAK, AP Ekkert lát virðist ætla að verða á sprengjuárásum í Írak í aðdraganda valdaafsals her- námsstjórnarinnar í hendur íra- skrar bráðabirgðastjórnar. Í gær lét 41 Íraki lífið í tveimur árásum á íraskar öryggissveitir. Flestir þeirra sem létust voru staddir í og við ráðningar- stöð írösku öryggissveitanna í Bagdad. Þar létust 35 og á ann- að hundrað manns særðust þegar öflug sprenging reif bíla í sundur og þeytti líkamshlutum langar leiðir. Fjöldi fátækra og atvinnulausra Íraka hafði farið að ráðningarstöðinni í von um að verða sér úti um vinnu en varð þess í stað fyrir barðinu á ódæðinu. Innanríkisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar, Falah Hassan al-Naqib, sagðist telja að um verk Abu Musab al- Zarqawi væri að ræða en hann er talinn tengjast al-Kaída. Sprengingin við ráðningar- stöðina var ekki eina árásin á íraskar öryggissveitir í gær. Sex þeirra létu lífið í sprengjuárás í Balad, norður af Bagdad. ■ Bush ítrekar tengsl al-Kaída og Íraks Bandaríkjaforseti hafnar þeim fullyrðingum rannsóknarnefndar að lítil sem engin samskipti hafi verið milli Íraka og al-Kaída. Bush hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni fyrir að afvegaleiða bandarísku þjóðina. WASHINGTON George W. Bush Bandaríkjaforseti dró í gær í efa fullyrðingar nefndar, sem rann- sakar hryðjuverkaárásirnar 11. september, um að ekki væri að sjá að nein tengsl hefðu verið á milli íraskra stjórnvalda og al-Kaída. „Það var sam- band milli Íraks og al-Kaída,“ sagði Bush að loknum fundi með ráðherrum sínum. „Þessi ríkisstjórn sagði aldrei að árásirnar 11. sept- ember hefðu ver- ið samvinnuverk Saddams og al- Kaída,“ sagði hann. „Við sögð- um að það hefðu verið samskipti milli Saddams Hussein og al- Kaída. Til dæmis hittu fulltrúar írösku leyniþjónustunnar bin Laden, leiðtoga al-Kaída, í Súdan,“ bætti Bush við. Um fundinn í Súdan sagði rannsóknarnefndin að hann hefði átt sér stað en ekkert komið út úr honum. Osama bin Laden hefði farið fram á stuðning Íraka en þeir ekki svarað honum. Þá héldu hvort tveggja Dick Cheney vara- forseti og Colin Powell utanríkis- ráðherra því fram að leiðtogi árásarmannana 11. september hefði hitt íraskan leyniþjónustu- mann skömmu fyrir árásirnar. Mjög hefur verið dregið í efa að sá fundur hafi átt sér stað en nið- urstaðan var eftir sem áður sú að meirihluti Bandaríkjamanna trúði því að Írakar hefðu átt þátt í árás- unum 11. september. Samkvæmt skoðanakönnun í apríl síðastliðnum töldu 49 pró- sent Bandaríkjamanna enn að sannað hafi verið að Írakar hefðu stutt al-Kaída, 36 prósent töldu að svo væri ekki. Skýrsla rannsóknarnefndar- innar hefur vakið hörð viðbrögð. Leiðarahöfundur New York Times segir að Bush verði að biðja bandarísku þjóðina afsökunar á því að hafa blekkt hana. Þar segir að það óheiðarlegasta sem Bush gerði í að sannfæra Bandaríkja- menn um þörfina fyrir innrás í Írak hafi verið að tengja hana bar- áttunni gegn hryðjuverkum þegar flestir sérfræðingar töldu engin tengsl milli Íraka og al-Kaída. Leiðarahöfundur Washington Post telur viðbrögð við skýrslunni of hörð en atyrðir Cheney þó fyrir að halda á lofti hugmyndum um stuðning Íraka við al-Kaída löngu eftir að allir aðrir í stjórninni hafi séð að sér. brynjolfur@frettabladid.is Víkingahátíð í Hafnarfirði: Víkingar rændir LÖGREGLUMÁL Danskir víkingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið þegar þeir urðu fyrir strand- höggi í Hafnarfirði. Bíræfinn þjófur hafði af þeim stafræna myndavél, farsíma og vodka- flösku, en varð það á að skilja sinn eigin síma eftir á vettvangi glæpsins. Átti lögreglan í Hafnar- firði auðvelt með að leita þjófinn uppi þegar ljóst var hver eigandi símans var. Allt þýfið kom í leit- irnar og var flaskan óupptekin. Að sögn lögreglu tóku víkingarnir flöskunni fagnandi. ■ ■ BANDARÍKIN KIRKJA ÍHUGAR GJALDÞROT Kaþólsk kirkjudeild í Tucson í Arizona íhugar nú að fara fram á gjaldþrot. Forystumenn sóknarinn- ar segja það gert vegna þess að bótakröfur þeirra sem hafa höfðað mál á sóknina vegna kynferðis- brota klerka hljóði upp á hærri fjárhæð en eigur kirkjunnar. EINN Á MÓTI Bankamála- nefnd öldunga- deildarinnar samþykkti skipun Alan Greenspan sem seðla- bankastjóra til næstu fimm ára með öllum atkvæðum gegn einu. Jim Bunning kaus hann ekki og sagði Greenspan hafa lækkað vexti of seint 1992 og 2000. Viðbúið er að hann verði sá eini af hundrað öldungadeildar- þingmönnum til að greiða at- kvæði gegn staðfestingu Green- spans. ,,49 pró- sent Banda- ríkjamanna telja enn að sannað hafi verið að Írakar hafi stutt al-Kaída. „Ég hef alltaf staðið í þeirri barnslegu trú að 17. júní sé haldinn hátíðlegur mín vegna.“ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri varð 56 ára í gær. SPURNING DAGSINS Hrafn, skyggði afmæli lýðveldisins á afmæli þitt? DONALD RUMSFELD Genfarsáttmálinn kveður á um að opinbert skuli vera hvaða fanga herir hafi í haldi. Donald Rumsfeld: Lét herinn leyna fanga BANDARÍKIN Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, fyrirskipaði bandarískum herforingjum í Írak að láta halda fanga leynilega meðan hann var yfirheyrður. Með því átti að koma í veg fyrir að Alþjóða rauði kross- inn fylgdist með meðferð hans og upplýsti um staðsetningu hans. Írakinn var sagður skipuleggj- andi hryðjuverka. George Tenet, þáverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fór fram á það við Rumsfeld að ekkert yrði látið uppi um að maðurinn væri í haldi Bandaríkjanna. Þetta er eini maðurinn sem Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa haldið leynilega en því hefur verið haldið fram að fleiri sé haldið með þessum hætti. ■ Á VETTVANGI ÁRÁSARINNAR Fjöldi manns tók þátt í að hlúa að særðum og bera lík á brott. VÍST VORU TENGSL Bush neitaði því að stjórn sín hefði nokkurn tíma haldið því fram að Írakar hefðu komið að árásunum 11. september. Cheney og Powell ýjuðu þó báðir að því. Kæra Umhverfisstofnun: Varpstofnar í hættu NÁTTÚRUVERND Ábúendur í Dyr- hólahverfi hafa kært ákvörðun Umhverfisstofnunar um að hafa Dyrhólaey opna fyrir umferð gangandi fólks og bifreiða á miðj- um varptíma. Dyrhólaey var frið- lýst árið 1978 að frumkvæði bænda og síðan þá var eyjan nær alltaf lokuð 1. maí til 25. júní ár hvert til að vernda æðarvarp og annað fuglalíf í eynni. Fyrir tveimur árum hóf Umhverfis- stofnun að opna staðinn á miðjum varptíma með þeim afleiðingum að æðarvarp þar hefur hrunið nið- ur. Ábúendur telja að opnun Dyr- hólaeyjar á varptíma þriðja árið í röð muni skerða varpstofna enn frekar og draga úr gildi Dyrhóla- eyjar sem ferðamannastaðs. ■ ÁREKSTUR Fólksbíll og jeppi rákust saman á gatnamótum Háaleitis- brautar og Miklubrautar klukkan korter yfir þrjú í gær. Jeppinn valt og endaði á hvolfi ofan á umferðareyju. Farþegar bílanna voru fjórir en að sögn lögreglu voru meiðsl þeirra talin minniháttar. Bílarnir eru hins vegar mikið skemmdir og þurfti kranabíl til að flytja þá af vettvangi. Öll umferð um þessi fjölförnu gatnamót stöðvaðist um tíma. Tildrög slyssins eru óljós en lög- reglan í Reykjavík segir vafa leika á stöðu umferðarljósa á þeim tíma sem slysið varð. Málið er í rannsókn. ■ BETUR FÓR EN Á HORFÐIST Jeppi og fólksbíll rákust saman á gatna- mótum og valt jeppinn við það. ■ ÖXNADALSHEIÐI ÓVENJU MIKILL HRAÐAKSTUR Lögreglan á Siglufirði og Akur- eyri stöðvuðu á fimmta tug bíla fyrir hraðakstur á Öxnadals- heiði í fyrrakvöld. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri var mikil umferð á heiðinni, en um þess- ar mundir standa svonefndir Bíladagar á Akureyri og voru margir á ferðinni í tengslum við þá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar: Sluppu með lítil meiðsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.