Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 8
8 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR BELGÍA, AO Dómstóll í Belgíu sak- felldi í gær Marc Dutroux fyrir morð og nauðgun á börnum í einu umtalaðasta sakamáli í sögu landsins. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Dutroux hefði rænt og haldið sex ungum stúlkum í gíslinu, pyntað þær og orðið tveimur þeirra að bana. Alls voru ákæruatriðin í mál- inu gegn Dutroux 243 talsins, en auk hans voru þrír vitorðsmenn ákærðir. Mál Dutroux hefur tröllriðið belgísku samfélagi undanfarinn áratug og sýndu sjónvarpsstöðvar beint frá úrskurði kviðdómsins í gær. Belgískt réttarkerfi hefur legið undir miklu ámæli á meðan á málarekstrinum hefur staðið en Dutroux framdi glæpi sína á með- an hann var á reynslulausn eftir að hafa verið dæmdur fyrir að nauðga ungum stúlkum í byrjun 9. áratugarins. Dutroux á yfir höfði sér lífstíð- arfangelsi en hlutdeildarmenn hans allt að þrjátíu ára fangelsi. Ættingjar fórnarlambanna sögðust fyrir dómsuppkvaðninguna vonast eftir málagjöldum. „Þetta mun ekki lina sorg mína, en ég veit þó að barnabarns míns hefur verið hefnt,“ sagði Jeanine Lejeune en átta ára dótturdóttir hennar var meðal fórnarlamba Dutroux. ■ Hátt eftirlitsgjald veldur óánægju Fasteignasalar eru óánægðir með hátt eftirlitsgjald sem þeim verður gert að greiða með gildis- töku nýrra laga um fasteignasölur. Formaður Félags fasteignasala segir of mikið gert úr valdsviði nýrrar eftirlitsnefndar, en fagnar tilkomu laganna. VIÐSKIPTI „Auðvitað erum við byrj- aðir að undirbúa á fullu nýtt um- hverfi eftir að lögin taka gildi,“ sagði Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, spurð- ur um undirbúning stjórnar félags- ins á gildistöku nýrra laga um fast- eignasölur sem taka gildi 1. október. Björn kvaðst ekki vilja tjá sig við fjölmiðla um í hverju undirbúning- urinn væri fólginn. Með nýju lögunum verður komið á skylduaðild fasteignasala að FF. Björn Þorri sagði að gróflega áætl- að mætti gera ráð fyrir að um 110 fasteignasölur og útibú væru í land- inu. Þá kvaðst hann giska á að 30–40 fasteignasölur væru í félaginu. Um 150 löggiltir fasteignasalar væru í landinu, en 75 fasteigna- salar væru í félaginu. Um nýja eftirlitsnefnd með víð- tæka heimild til að fylgjast með störfum fasteignasala sagði Björn Þorri mikilvægt að í hana veldust góðir og framsýnir menn. Of mikið hefði verið gert úr valdsviði nefnd- arinnar í fjölmiðlum. „Það hefur verið fullyrt að þessi nefnd geti vaðið inn án samþykkis. Það stenst ekki,“ sagði hann. Rekstur nefndarinnar verður fjármagnaður með árlegu eftirlits- gjaldi sem nemur 100 þúsund krón- um á hvern fasteignasala. „Það þykir mörgum hátt, enda er það hátt,“ sagði Björn Þorri. „Eitt af því sem stendur í mönnum þegar sett er af stað ný stofnun er hver eigi að borga kostnaðinn. Niðurstað- an varð sú að greinin skyldi borga það sjálf. Ég er ekki að segja að sátt hafi verið um það. Krafan frá mörg- um félagsmönnum var sú að ríkið borgaði þetta eftirlit. Mönnum finnst líka að það sé svolítið verið að skjóta rjúpu með fallbyssu hvað þetta eftirlit varðar, því nefndin á meðal annars að hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum, sem er í rauninni ekki hennar hlutverk. Hún ætti fyrst og fremst að horfa til þeirra þátta sem lúta að faglegum atriðum í fasteignaviðskiptum, því almennt skattaeftirlit hlýtur að hafa eftirlit með bókhaldi og öðru þess háttar,“ sagði Björn Þorri, sem sagði fasteignasala í það heila ánægða með nýju lögin, sem þeir byndu miklar vonir við, svo og það reglu- virki sem þau hefðu í för með sér. jss@frettabladid.is Með þriggja mánaða gamalt ökuskírteini: Tekinn á 175 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsa- vík stöðvaði ungan ökumann á 175 kílómetra hraða í fyrradag skammt fyrir utan bæinn. Að sögn lögreglunnar var ökumaðurinn aðeins búinn að vera með skírteinið í þrjá mán- uði. Hann var sviptur ökuleyfi á staðnum og þarf hann því að fara ferða sinna á tveimur jafn- fljótum næstu þrjá mánuði. Lögreglan á Húsavík stöðvaði fyrr á árinu ökumann á 152 kíló- metra á kafla þar sem hámarks- hraði var 50 kílómetrar á klukkustund. ■ FORSETAFRAMBJÓÐANDI Á VÍKINGAHÁTÍÐ Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi og Natalía Wium, eiginkona hans, voru við opnun Víkingahátíðar í Hafnarfirði í fyrra- dag. Ítarlegt viðtal er við Ástþór í Frétta- blaðinu í dag á síðu 24 og 25. SVONA ERUM VIÐ Heimild: Hagstofa Íslands. Ár 1980 1985 1990 1995 2000 5 5 0 .1 13 6 9 0 .0 14 6 2 3 .3 5 3 6 07 .5 12 72 8 .4 10 2001 81 1 .4 5 5 MARC DUTROUX Sakfelldur fyrir morð og nauðgun á börnum. Umtalaðasta sakamáli Belgíu að ljúka: Dutroux sakfelldur fyrir morð og nauðgun DÆMDUR FYRIR FJÖLDAMORÐ Sylvestre Gacumbitsi hlýðir á dómsuppkvaðninguna. Fjöldamorðin í Rúanda: Í 30 ára fangelsi TANSANÍA, AP Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í málefnum Rúanda hefur dæmt fyrrverandi bæjarstjóra í 30 ára fangelsi fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum sem framin voru í landinu árið 1994. Hinn 57 ára Sylvestre Gacumbitsi var dæmdur fyrir að fyrirskipa morð á tútsum, sem eru minnihlutahópur í Rúanda, í nágrenni bæjarins Rusumo þar sem Gacumbitsi var bæjarstjóri. Rúmlega hálf milljón tútsa var myrt í fjöldamorðunum árið 1994 sem framin voru að undirlagi öfgastjórnar hútúa. ■ M YN D A P FASTEIGNASALAR Fasteignasalar fagna almennt nýjum lögum um fasteignasölur, að sögn formanns félags þeirra. Lögin taka gildi 1. október næstkomandi. MAGN ÚTFLUTTRA SJÁVARAFURÐA Í TONNUM ■ NORÐURLÖND REYKINGALÖGIN HUNSUÐ Í Nor- egi tóku fyrir skömmu í gildi lög sem banna reykingar m.a. á öll- um skemmtistöðum og börum landsins. Í Ósló reykja blaða- menn og stjórnmálamenn enn á bar í Tostrupkjallaranum nálægt Stórþinginu og hefur vinnueftir- litið nýlega heimsótt bygginguna án þess að beita sér í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.