Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 14
FÉLAGSMÁL Líf átta geðfatlaðra ein- staklinga hefur tekið nýja stefnu eftir að þeir fluttu inn í þjónustu- íbúðir sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík starf- rækir á Sléttuvegi. Flestir þeirra höfðu dvalið á Kleppi í 20-30 ár en skyndilega eignuðust þeir eigin heimili, með eigin húsmunum. Þarna búa sjö karlar og ein kona á aldrinum 31-67 ára. Þetta er fyrsta heimili sinnar tegundar á landinu. „Ég hef fylgst með þessu fólki öðlast aukin lífsgæði,“ sagði Guð- rún Einarsdóttir, sem hefur verið forstöðumaður á Sléttuveginum frá því að þjónustuíbúðirnar voru fyrst teknar í notkun í apríl 2001. „Þessir einstaklingar hafa það betra fjárhagslega og félagslega. Þeir eru betur klæddir en þeir voru, því þeir hafa nú meiri fjárráð. Öryggi þeirra hefur vaxið við að vera heima hjá sér og hafa sína hluti í kringum sig. Þeir eru hamingjusamari nú en áður. Þeir tala um það hvað þeir séu ánægðir. Mér finnst umhverfið, húsnæðið og lífið um kring hjálpa þeim á við lyfin, sem eru auðvitað nauðsynleg áfram. En að þeim skuli treyst og hjálpað úti í lífinu gerir kraftaverk.“ Rýmri fjárráð skýrast þannig að meðan íbúarnir á Sléttuvegi voru á stofnunum höfðu þeir einungis 18 þúsund krónur í vasapening. Þeir reyktu allir fyrir um 15 þúsund á mánuði og þá voru einungis 3 þús- und eftir til ráðstöfunar, að sögn Guðrúnar. Nú fá þeir bætur og húsaleigubætur, þannig að þeir hafa um 110 þúsund á mánuði. Þeir greiða í heimilissjóð, sem er fyrir húsaleigu og mat. „Tveir íbúanna eru í verndaðri vinnu, en aðrir gera sér það til dægrastyttingar að fara í Vin á Hverfisgötu, sem er athvarf er Rauði krossinn rekur,“ sagði Guð- rún. „Þar er unnið mjög gott starf. Sumir fara í sund einu sinni í viku. Svo fara þeir stundum í bíó á veg- um Geðhjálpar. Við höfum farið út að borða og það gekk mjög vel.“ Að finna hlutverk Guðrún, sem og aðrir starfs- menn á Sléttuveginum, hefur í nógu að snúast. Meðal annars þarf að finna sumum íbúunum hlutverk í lífinu svo þeir verði sáttir við sína stöðu. Þar þarf til dæmis að koma til starf með stuðningi. „Hér eru vaktir allan sólarhring- inn,“ sagði Guðrún. „En ég er farin að huga að því langtímamarkmiði að þeim verði hætt. Mér sýnist þróunin sú að það gæti verið hægt. Svo er það markmið uppi á borð- inu að hver og einn eignist þvotta- vél og þurrkara í sinni íbúð, þannig að við getum unnið meira með íbú- unum inni á þeirra eigin heimili. Þá er æskilegasta fyrirkomulagið með þeim hætti að hver og einn eldi inni hjá sér og starfsmaður borði inni hjá þeim og með þeim. Jafnvel að þeir geti sjálfir lært að setja mat í örbylgjuofn og verða meira sjálf- bjarga. Enn sem komið er borða all- ir sameiginlega.“ Guðrún sagði áberandi hve mjög sú tilhneiging hefði aukist hjá íbú- unum að verða sjálfstæðari. Þeir vildu gjarnan kaupa kaffi, brauð og kók og hafa inni hjá sér, í sínum eig- in skápum. Við komuna hefði fólkið verið dálítið fast í þeim hugsunar- hætti að það væri inni á stofnun. Það hefði talað um „deildina.“ Einn hefði verið hræddur um að vera lengi frá í senn, því hann hefði ótt- ast að einhver annar yrði kominn í íbúðina hans þegar hann kæmi heim, svipað og gerðist með til- færslur milli sjúkrastofa á spítalan- um. „En nú hefur þessi maður róast mjög og margt breyst mikið hjá honum,“ sagði Guðrún. „Hann á allt sem er inni hjá honum og stjórnar þessu sjálfur. En það tekur tíma að byggja þessa tilfinningu upp.“ Nú dreymir íbúana á Sléttuveg- inum um að fara í hópferð til London í haust. Í fyrra fóru þrír þeirra til Kaupmannahafnar í fylgd tveggja starfsmanna og tókst vel. Enn bíða um 80 manns sem lokið hafa meðferð á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir búsetu- úrræðum. Það mál er í höndum félagsmálaráðherra, Árna Magnús- sonar, sem hyggst hrinda af stað átaki í búsetumálum þessa fólks, sem þarf að dvelja á stofnunum vegna skorts á úrræðum. jss@frettabladid.is 14 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR FÆDDIST Í FLUGVÉL Richard Branson, forstjóri Virgin-flugfélags- ins, hitti í gær mæðgurnar Abimbolu Eduwa og Virginiu en litla stúlkan kom í heiminn um borð í flugvél frá Virgin sem var á leið frá Lagos til London í mars síðastliðnum. Tveir ánægðir íbúar á Sléttuveginum: Þetta er alveg lúxusíbúð FÉLAGSMÁL „Þetta er alveg lúxus- íbúð og hér er voðalega gott að vera,“ sögðu þeir félagarnir Jó- hann Gröndal og Guðmundur K. Jónsson, sem báðir búa í þjón- ustuíbúðum á Sléttuveginum. Þeir deila góðri íbúð, hafa sitt hvort svefnherbergið og sameig- inlega stofu. Matsalur er sameig- inlegum með öðrum íbúum húss- ins. Það segja þeir Jóhann og Guðmundur að sé gott mál, því þar hittist menn og spjalli saman, sem þeir myndu annars kannski ekki gera. Þeir tveir dvöldu báðir á Kleppi áður en þeir flutti á Sléttuveginn, þar sem þeir hafa búið í tvö til þrjú ár, að eigin sögn. Jóhann hefur komið sér upp dágóðu safni af geisladiskum og litlu bókasafni. „Ég er alæta á tónlist,“ sagði hann. „Ég hlusta bæði á kántrí og klassík og allt sem ég næ í.“ Hann kvaðst vera nýkominn frá Færeyjum, þar sem hann hefði tekið þátt í samnorrænu móti. „Ég var þar í sex daga og það var mjög gaman. Þar var fólk frá öllum Norðurlöndunum.“ Þeir félagar vinna báðir hálfan daginn, Jóhann í Bergiðjunni og Guðmundur í Ásgarði. Hvoru tveggja eru verndaðir vinnustaðir. „Ég sé um kaffið á mínum stað,“ sagði Guðmundur. „Þetta er stór vinnustaður og þar eru aðallega trésmíðar.“ Þar með máttu þeir félagar ekki vera að því að sinna blaða- manni mikið lengur, því í eldhús- inu hjá þeim beið hrúga af hrein- um þvotti sem þurfti að ganga frá. ■ NÍU MANNA BÍLL Guðmundur K. Jónsson, íbúi á Sléttuveginum, gerði sér lítið fyrir og keypti sér níu manna splunkunýjan bíl frá Heklu fyrir fáeinum dögum. Bílinn borgaði hann út í hönd. Hann býður félögum sínum gjarnan í bíltúr um borgina til að skoða sig um og fá sér ís. Hann fær þá starfsmann til að keyra fyrir sig, því sjálfur ekur hann ekki. Í sumar fer hópurinn í sumarbústað, auðvitað á bílnum góða, sem nýtist vel til skoð- unarferða um nágrennið. Guðmundur var meira en fús til að sýna ljósmyndaranum bílinn enda að vonum hreykinn af gripnum. Traust og hjálp gera kraftaverk Líf átta geðfatlaðra einstaklinga hefur tekið nýja stefnu eftir að þeir fluttu inn í þjónustuíbúðir á Sléttuvegi. Þrátt fyrir mikil veikindi eru þeir öruggari, hamingjusamari og vilja vera sem mest sjálfbjarga. Enn bíða um 80 geðfatlaðir einstaklingar inni á stofnunum. FORSTÖÐU- MAÐURINN Guðrún Einarsdóttir. SKÓLPIÐ LENGRA ÚT Í FJÖRÐ Sanddæluskip aðstoðar við lagningu skólpleiðslunnar. Skólp í Fjarðabyggð: Út fyrir stór- streymisfjöru AUSTURLAND Ekki snúast allar fram- kvæmdir í Fjarðabyggð um álver. Daglegur rekstur sveitarfélagsins hefur heldur aukist við þær fram- kvæmdir, en daglegt líf gengur sinn gang og kappkostað er þessa dag- ana að nota veðurblíðuna til að framkvæma verk sem hafa beðið. Það á til dæmis við um lagn- ingu skólpleiðslu út fyrir stór- streymisfjöru og er rörið sem sést á þessi mynd um 200 metra langt og 50 cm. í þvermál. Því var kom- ið fyrir neðan við Bakkahverfið þar sem lengi hefur staðið til að gera bragarbót á frárennslismál- um. Skólprörið sem stóð út úr bakkanum neðan við íbúabyggð- ina gekk almennt undir nafninu „fallbyssan“ og var mörgum mik- ill þyrnir í augum. Nutu menn aðstoðar sanddælu- skips sem er á Norðfirði og verð- ur uppgröftur úr höfninni notaður til að þekja rörið. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA M YN D /A P ÞVOTTURINN Jóhann, önnum kafinn við að ganga frá hreina þvottinum. Í EIGIN ÍBÚÐ Jóhann Gröndal og Guðmundur K. Jóns- son, tveir íbúar á Sléttuveginum, í vistlegri íbúð sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.