Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 33
7FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2004 [ GÓÐ RÁÐ VIÐ GRILLUN KJÖTS ] Allt kjöt hentar vel í grill en nautakjöt hentar mjög vel. Mikilvægt er að kjötið sé vel hangið fyrir grillun. Gott er að pensla kjötið með olíu. Hægt er að setja allt kjöt beint á grillið. Kynda verður grillið mjög vel - grindur verða að vera um 250-300 gráðu heitar. Grillið kjötið einu sinni á hvorri hlið. Látið grillið ganga í nokkra stund eftir grillun til að brenna leifar af grilli. Pússið grindurnar með vírbursta og berið olíu á grillið eftir grillun. Grillið kjöt minna en meira. Kaldar sósur eru mjög vinsælt meðlæti. RÁÐ FENGIN FRÁ KJÖTIÐNAÐARMANNI HJÁ KJÖTVERSLUNINNI GALLERÝ KJÖTI. Kyndið grillið mjög vel og skellið kjötinu á grillið. Þá ristast kjöt- ið vel og myndast flottar grillrendur. Grillið einu sinni á hvorri hlið og slökkvið síðan á öðrum brennaranum. Lækkið hita á hin- um brennaranum svo hiti inni í grillinu verði um 90-100 gráður. Færið kjötið yfir á þann hluta grillsins þar sem slökkt er á brenn- ara. Lokið grillinu og bakið kjötið þar inni í rólegheitum. Með þessari aðferð er grillinu breytt í eins konar bakarofn og gott grillbragð kemur af kjötinu. Góð grillaðferð Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini hálft stykki Camembert-ostur hálft búnt af fersku basil einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil smá hvítlaukur salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlauk- inn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. Laxréttur með chili 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði ein teskeið maukaður chilli eða ferskur ein teskeið maukaður engifer eða ferskur ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) einn desilítri olía, ekki of bragðmikil salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið sam- an í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kórí- ander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða nokkrir heilir sveppir nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Potta- göldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolí- unni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olí- unni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykk- ar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15- 20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.