Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 37
11FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2004 Kol eða gas: Gasið blæs á kolin Kolin hafa verið brennd, ösk- unni safnað saman og gas- grillið tekið við. Þó svífur enn aska yfir eldi þeirra sérvitr- inga og útilegufólks sem enn notast við kolagrillin sem hafa óneitanlega þann kost að gefa matnum alvörugrill- bragð. Hér er þeim stillt upp saman og bornir saman kost- ir og gallar þeirra beggja. Spurningin er hvort er betra kol eða gas, þó svo gasgrill- framleiðendur hafi reynt að mætast á miðri leið og fram- leitt sérstök kol sem sett eru á grillið til að framkalla kola- bragðið góða. Kolagrill Kolagrill hitnar meira og það gefur betra bragð af matnum. Það fer minna fyrir þeim og auðvelt að taka þau með sér í ferðalög. Á hinn bóginn tekur þau langan tíma að hitna og því fylgja meiri óhreinindi því alltaf þarf að losa sig við notuð kol. Það er erfitt að stýra hitanum og það þarf að fylgjast vel með þeim. Kolagrillið tapar smám saman hita eftir því sem kol- in brenna og nauðynlegt að bæta við nýjum ef á að halda hitanum lengi gangandi. Það tekur langan tíma að kólna al- veg svo ekki er hægt að ganga frá brenndum kolum strax eftir notkun. En hins vegar er mikil stemning við að grilla með kolum og það gefur manni tilfinningu fyrir að verið sé að elda yfir opn- um eldi. Gasgrill Gasgrill eru mun þægi- legri í notkun. Auðvelt er að kveikja upp í þeim og þau hitna samstundis og gott er að stjórna hitanum. Lítið mál er að þrífa þau auk þess sem þau eru ætíð tilbúin til notk- unar svo lengi sem gasið dug- ar en þegar það klárast er hægt að hringja í Ísaga og fá heimsendan nýjan gaskút. Hins vegar gefa þau matnum ekki þetta sérstaka bragð sem kolin gefa af sér og þau eru ekki svo langt frá því að vera eins og gaseldavél sem er notuð utandyra. Gæta þarf öryggis við gasgrill og er mikilvægt að kveikja aldrei á grillinu þegar það er lokað. ■ Að grilla kjúkling: Gott að stinga í kjúklinginn Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að grilla kjúkling svo vel sé. Oft er erfitt að átta sig á hvenær kjúklingurinn er nægilega grill- aður og því er hann gjarnan tek- inn af grillinu og skorið í hann upp við beinið til að kíkja. Aftur á móti getur sú aðferð verið leið- inleg því oft hefur fók sest til borðs og er tilbúið að borða þeg- ar í ljós kemur að kjúklingurinn er ekki til. Fyrst er mikilvægt að hafa í huga við meðferð á kjúklingi að gæta skal fyllsta hreinlætis og blóðvökvi úr kjötinu má alls ekki komast í snertingu við önnur fersk matvæli. Ágætt er að skera kjúklinginn í tvennt áður en hann er settur á grillið en ef hann er grillaður í heilu lagi er gott að snúa honum reglulega. Best er að byrja á því að brúna hann á grillinu og snúa vel á meðan og færa hann svo ofar í grillið, loka því og láta kjúkling- inn eldast þar í hálftíma eða svo. Til að vera viss um að hann sé til er gott að stinga í hann kjötmæli sem segir til um hitastigið á kjöt- inu. Á kjötmælinum er að finna merkingar sem segja til um hversu hátt hitastigið á að vera á kjúklingnum þegar hann er til- búinn og er þetta ágæt aðferð og áreiðanleg sem tekur af allan vafa. Til eru margar gerðir af kjötmælum og gott er að fá mæli sem þarf ekki að vera í kjötinu á meðan það er eldað. Ef kjötmælir er ekki við hendina er hægt að að taka kjúklinginn af grillinu og setja hann á hvítan disk, stinga svo í hann með gafli og skoða vök- vann sem lekur út. Ef hann er glær er kjúklingurinn tilbúinn en ef hann er rauður eða bleikur á hann að vera lengur á grillinu. Mjög mikilvægt er að kjúklingurinn sé búinn að hitna og eldast alveg að beini til að drepa allar óæskilegar bakter- íur. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.