Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 45
21FÖSTUDAGUR 18. júní 2004 Vitundarvakningu í áfengismálum Það er vart finnandi þá fjöl- skyldu á Íslandi sem ekki hefur, á einn hátt eða annan, kynnst böl- inu sem alkahólismi er. Óháð aldri, starfi og stétt finnur Bakkus sér fórnarlömb og gerir að þjónum sínum og þrælum. Vandamálið er stórt og það er sannarlega til staðar, engum blöðum er um það að fletta. Ís- lensk stjórnvöld hafa vissulega látið til sín taka, lagt forsvars- mönnum baráttunnar gegn bölinu lið, en betur má þó ef duga skal. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað, þjóðarátak sem á sér upphaf en ekki endi, langtíma- átak og stöðuga uppfræðslu sem hafist gæti á fyrstu stigum grunnskólanna og fylgt unga fólkinu áfram skólakerfið. Vinnustaðir ættu að fá sinn skerf af fræðslunni sem og félagsmið- stöðvar fólks á öllum aldri. Ýmsir angar og kimar barátt- unnar eru þegar virkir og er þar unnið gott starf, þó er eins og áherslur á ólík meðferðarúrræði verði til þess að erfitt er að finna samhljóminn sem til þarf. Átakið þarf að vera samstillt og allir sem að málinu koma ættu að vera samstíga. Tel ég að þjóðhöfðingi landsins sé vel til þess fallinn að stýra hópum saman og halda verndarhendi sinni yfir verkefn- inu í heild. Ég er stuðningsmaður Bald- urs Ágústssonar og tel hann vel til þess fallinn að leggja veiga- mikla hönd á bagga. Ástæðan er einföld, Baldur hefur starfað með fólki úr öllum krókum og kimum þjóðfélagsins, hann hefur komið víða við á ævi sinni; verið launþegi, atvinnuveitandi og kynnst samferðamönnum sínum vel í gegnum tíðina. Baldur hefur heitið því að verði hann kjörinn forseti lýð- veldisins þá muni hann styðja heilshugar baráttuna gegn vímu- efnabölinu og þeim leiða fylgi- fiski sem glæpirnir eru. Ég trúi heilshugar að Baldur muni gera allt það sem í hans valdi stendur, sem þjóðhöfðingi Íslendinga, til þess að vinna þessu meini bót. Höfundur er nemi í heimspeki við Háskóla Íslands.                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ Baldur hefur heitið því að verði hann kjörinn forseti lýðveldisins þá muni hann styðja heilshugar baráttuna gegn vímuefna- bölinu og þeim leiða fylgifiski sem glæpirnir eru. Ég trúi heilshugar að Baldur muni gera allt það sem í hans valdi stendur, sem þjóðhöfð- ingi Íslendinga, til þess að vinna þessu meini bót. BÓAS HALLGRÍMSSON UMRÆÐAN FORSETA- KOSNINGARNAR ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.