Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 46
Napóleon beið ósigur við Waterloo fyrir 189 árum. Hann tapaði barátt- unni við hertogann af Wellington. Þessi ósigur markaði endalok Napóleonstyrjaldanna. Napóleon, sem fæddist á eynni Korsíku, var einn mesti herkænskusnillingur sögunnar. Hann reis til metorða í Frönsku byltingunni undir lok 18. aldar. Árið 1799 var Frakkland í stríði gegn megninu af Evrópu og Napóleon sneri heim eftir herferð sína í Egyptalandi. Ástæða heim- ferðarinnar var að reyna að bjarga frönsku stjórnvöldunum frá hruni. Eftir að verða valinn konsúll í febr- úar 1800 endurskipulagði hann heri sína og sigraði Austurríkismenn. Árið 1802 lauk hann við Napóle- onslagabálkinn, sem leiddi af sér nýtt lögskipulag, og tveimur árum seinna var hann krýndur keisari í Notre Dame dómkirkjunni. Í byrjun ársins 1812 fór Napóleon í fyrsta sinn að tapa átökum. Hann missti Spán í hendur hertogans af Wellington og tapaði stórum bardaga árið 1814. Hann flúði til Frakklands árið 1815 og setti saman nýtt herlið. Þegar andstæðingar hans nálguðust víglínurnar í Frakklandi beitti hann nýja hernum og réðst inn í Belgíu, en áætlun hans var að sigra óvinaherina hvern og ein áður en þeir næðu að sameinast. 18. júní árið 1815 leiddi hann 72 þúsund hermenn sína gegn hertog- anum af Wellington en hafði sent 33 þúsund hermenn gegn Prússum. Napóleon tapaði þeim bardaga en hann beið fram yfir miðjan dag að fyrirskipa árás. Seinkun bardagans var hermönnum hertogans til góða og þeir sigruðu her Napóleons við Waterloo þennan dag. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1778 Bretar yfirgefa Fíladelfíu í Banda- ríkjunum eftir níu mánaða her- setu. 1937 Rithöfundurinn Gail Godwin fæðist. 1940 Hitler og Mussolini hitt- ast í München. 1965 SAC B-52 eru notaðar í fyrsta sinn í Suður-Víetnam. 1979 Carter og Bré- sjnev skrifa undir SALT-II- sáttmálann. 1983 Fyrsta banda- ríska konan fer út í geim. NAPÓLEON Var herkænskusnillingur sem átti á tímabili í stríði við mestalla Evrópu. Napóleon bíður ósigur „Femin-tímaritið mun koma út einu sinni í mánuði og því verður dreift frítt til landsmanna með Frétta- blaðinu,“ segir Íris Gunnarsdóttir. Íris stendur að útgáfu blaðsins ásamt Soffíu Steingrímsdóttur og segir Soffía að blaðið komi til með að endurspegla vefinn femin.is. „Við munum fjalla um þau málefni sem eru inni á vefnum og flétta þau saman við viðtöl og annað slíkt.“ Hugmyndin að blaðinu er ekki ný af nálinni því þær stöllur hafa gengið með hana í maganum und- anfarin tvö ár. „Okkur þótti 19. júní tilvalinn dagur til að gefa út fyrsta tímaritið enda kvenréttindadagur- inn,“ segir Íris. Í fyrsta tölublaðinu verður kast- ljósinu beint að sjálfstæðum konum. „Við hvetjum konur til að fjárfesta í sjálfum sér og reynum að fjalla á uppbyggjandi hátt um daglegt líf konunnar,“ segir Soffía. Viðtal verður við Kristínu hjá No name en Soffía segir hana hafa rekið sig á margt í fyrirtækja- rekstri í karlaheimi. „Eins verður Páll Magnússon með frábærar upp- skriftir og Ásdís Halla Bragadóttir segir frá þeim bókum sem hafa haft áhrif á hana.“ Íris segir femin.is henta vel með útgáfu sem þessari. „Þetta vinnur skemmtilega saman. Við getum nýtt og kallað eftir efni á báðum miðlun- um og það kemur mjög vel út. Eins nær netið aðeins til ákveðins hóps en nú langar okkur að ná til enn fleiri.“ Fyrsta tölublaðið kemur út með Fréttablaðinu á morgun og verður dreift í 50 þúsund eintökum. ■ Femin ræðst í útgáfu FEMIN-KONUR Soffía og Íris standa að útgáfunni en fyrsta tölublaðið kemur út á morgun. 22 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR ■ AFMÆLI ISABELLA ROSSELLINI Leikkonan og fyrirsætan er 52 ára í dag. Fullt nafn hennar er Isabella Fiorella Elettra Giovanna Rossellini. Leikkonan er þekkt fyrir fegurð sína og útgeislun. Hún er dóttir þeirra Ingrid Bergman og Roberto Rossellini. 18. JÚNÍ Kristbjörg Kjeld leikkona er 69 ára. Júlíus Vífill Ingvarsson, óperusöngvari og lögfræðingur, er 53 ára. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri er 60 ára. Viðar Eggertsson, leikari og leikstjóri, er 50 ára. Auðun Helgason knattspyrnumaður er 30 ára í dag. ■ ANDLÁT Ingibjörg Árnadóttir, Espigerði 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 15. júní. Kristján Björn Samúelsson, Eyjabakka 22, lést miðvikudaginn 16. júní. Klara Georgsdóttir, Klapparstíg 11, Reykjavík, lést mánudaginn 7. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Kristinn Jónsson, frá Akureyri, lést föstu- daginn 4. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Guðlaug Jónsdóttir Persechino er látin. ■ JARÐARFARIR 13.30 Vilberg Skarphéðinsson, Jötun- sölum 2, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Gunnlaugur Viðar Guðmundsson, Þórunnarstræti 134, Akureyri, verð- ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Ingibjörg Sturludóttir, áður til heimilis á Réttarholtsvegi 39, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 14.00 Halldór Kristjánsson frá Skerð- ingsstöðum, Reykhólasveit, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju. 14.00 Sigríður Jóna Ingólfsdóttir frá Borðeyri, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði. 15.00 Svafa Hildur Halldórsdóttir, Sörlaskjóli 7, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. 15.00 Einar Sveinbjarnarson, Ysta- Skála, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju, Vestur-Eyjafjöllum. Leikkonan Tinna Gunnlaugsdótt- ir er fimmtug í dag. Hún ætlar að eyða afmælisdeginum á Ítalíu en þar er fimmtán ára dóttir henn- ar, Ellen Erla, í kórferðalagi með Stúlknakór Reykjavíkur og kór Grensáskirkju. Kórarnir ætla að syngja í Flórens og í gamalli kirkju í borginni Massa, sem er á Norðvestur-Ítalíu. Tinna var stödd í sól og blíðu í Marine de Massa, sem er strand- bær út frá Massa, þegar Frétta- blaðið náði tali af henni. „Við erum 120 manna hópur í þessari ferð og þetta er ægilega gaman,“ segir Tinna. „Á afmælisdaginn ætla ég að hlusta á litlu stúlkurn- ar syngja í kirkju, svo það verð- ur góður afmælisdagur.“ Auk þess að hlusta á fagran stúlkna- söng hefur Tinna brugðið sér í hálfgert leikstjórahlutverk í ferðinni, því hún tekur þátt í að festa hana á filmu. Í kvöld ætlar Tinna síðan að fara út að borða með bestu vin- konu sinni, Kristínu Hauksdótt- ur, og á matseðlinum verður gómsætur ítalskur matur. Að sögn Tinnu hefði lítið þýtt að halda upp á afmælið heima á Ís- landi. „Það eru allir svo mikið að vinna. Egill og Stuðmenn eru í Þýskalandi með tónleika í Berlín og Wortsburg. Maður má ekkert vera að því að verða fimmtugur.“ Tíminn mun leiða í ljós hvort Tinna heldur stóra veislu síðar meir. „Í bili læt ég þetta duga og er ákaflega sátt við það,“ segir hún. „Ég er hér í himnaríkis- veðri á ströndinni á Ítalíu og yfir þessu öllu er kórstjórinn Margrét Þórðardóttir. Hún er al- veg frábærlega skemmtileg og það er gaman að vera í kompaníi með henni.“ Tinna segist ekki stefna á fleiri ferðalög í sumar. Hún þarf að sinna ýmsum verkefnum í vinnunni og ætlar að klára þau áður en hún hugsar sér til hreyfings á nýjan leik. freyr@frettabladid.is TÍMARIT FEMIN-TÍMARITIÐ ■ kemur út á morgun. Blaðið mun end- urspegla efnistök femin.is en viðtöl og annar fróðleikur verður í bland. 18. JÚNÍ 1815 NAPÓLEON ■ bíður ósigur við Waterloo gegn hertoganum af Wellington. PAUL MCCARTNEY Bítillinn er 62 ára í dag. Hlustar á dóttur sína syngja AFMÆLI TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR ■ er fimmtug í dag. Hún ætlar að eyða afmælisdeginum á Ítalíu þar sem hún er í kórferð með dóttur sinni. Alvarlegur línudans „Fólk sem fellur einu sinni fyrir línudansinum getur ekki hætt,“ segir Sigríður Arna Arnþórsdóttir, en hún æfir með línudansklúbbnum Línudansaranum. Hún segir þessa sérstöku danstegund njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi. „Það er kannski vegna þess að í línudans- inum er svo skemmtilegur félags- skapur. Sporin eru ekki bundin við aldur og í línudansinum dansa smá- krakkar með unglingum, fullorðn- um og gamalmönnum.“ Sigríður byrjaði í línudansinum fyrir þremur árum. „Mig langaði alltaf að prófa línudans, ekki síst vegna þess að mér finnst kántrí- tónlist skemmtileg, en við höfum líka komist að því að sígild íslensk lög henta vel til línudans. Við æfum einu sinni í viku yfir vetrartímann og ég fer alltaf sæl og glöð heim eftir æfingar.“ En er línudans hallærislegur? „Þeir sem hafa ekki prófað að dansa hann getur fundist það en við sem stundum línudans njótum þess að vera saman og hlæjum mikið en tökum dansinn alvarlega.“ Þeir sem vilja kynnast línudans- inum býðst kjörið tækifæri um verslunarmannahelgina. „Þá verð- um við með æfingamót að Brautar- tungu í Lundarreykjadal í Borgar- firði. Þarna verður danskennsla fyrir byrjendur en þarna geta líka vanir dansarar komið til að dansa og auk dansins verður ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir börnin.”■ TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Tinna er stödd í vikuferð á Ítalíu þar sem hún hefur það náðugt í sólinni. LÍNUDANS Þeir sem vilja vita meira um Línudansarann og það sem er á döfinni geta kynnt sér málið heimasíðunni islandia.is/elsas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.