Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 49
hug að sprengja Kárahnjúka í loft upp og það er dæmi um hversu róttækt fólk getur orðið í hugsun. Ég vil hvorki meiða fólk né eyði- leggja verðmæti. Ég hef t.d. bara notað tómatsósuna á sjálfan mig og ekki skemmt neitt með henni. Það kom ekki einu sinni blettur í stólinn sem ég sat á í réttarsaln- um. Ég geri þetta auðvitað ein- ungis til að ögra og kalla fram um- ræður.“ Forsetaembættið lykill að heimsfriði En hversu mikilvæg er kosn- ingabaráttan og forsetaembætt- ið í viðleitni Ástþórs til að koma á friði í heiminum? „Ég vil meina að embætti forseta Ís- lands sé í raun lykillinn að skrá- argatinu og að mínu mati er það eina embættið í heiminum sem er rétti lykillinn. Ástæður þess eru þær að Íslendingar hafa aldrei rekið eigin her, Íslending- ar gerðu friðarsamning árið 1000 þegar þeir meðtóku kristn- ina og sýndu öðrum trúarbrögð- um umburðarlyndi og Íslending- ar hafa leyst sín varnarmál með samningum við aðrar þjóðir. Þessir þættir eru mikilvægt for- dæmi fyrir heimsbyggðina í friðarmálum og jafnast á við jólaguðspjallið.“ En er ekki hægt að koma boð- skapnum áleiðis í gegnum frjáls samtök, þarf forsetaembættið til? „Sjálfstæð samtök hafa ekki sama aðgang og forsetaembætt- ið að t.d. öðrum þjóðhöfðingjum og eru því í lakari stöðu til að efna til ráðstefna, umræðna og viðræðna. Af sömu sökum hef ég ekki leitað eftir stuðningi til að komast á þing, eins og margir hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki. Með því væri ég að eyrnamerkja málstaðinn póli- tískum flokki. Það má ekki ger- ast. Þetta þarf að vera þverpóli- tískt mál og njóta stuðnings allra stjórnmálafylkinga og vera í raun þjóðarátak. Eina embættið á landinu sem getur leitt slíkt átak er forsetaembættið.“ Ástþór hefur ekki tengst stjórn- málaflokkum en starfaði lítillega með Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, á ung- lingsárunum. Hann segir að stefnumálin hverju sinni hafi ráðið því hvað hann hefur kosið í þing- kosningum. Þjóðin áttar sig fyrr eða síðar Margir hafa furðað sig á um- svifum Ástþórs og skilja lítt í á hverju hann lifir. Sjálfur upplýsir hann að dagleg störf hans felist í ráðgjöf vegna netsins. „Ég vinn með ráðgjafarfyrirtæki í London og er með skrifstofu þar í borg. Störf mín felast í að veita ráðgjöf um fjáröflun og viðskipti með kreditkortum á netinu. Meðal við- skiptavina eru knattspyrnulið á borð við Manchester United og Wolves og líknarfélagið Age Concern. Mitt hlutverk snýr að gerð öryggiskerfa fyrir netið. Ég hef mikla reynslu af sjálfvirkum viðskiptum þar sem fólk er að kaupa eitthvað í gegnum tölvur.“ Talsvert var fjallað um kostn- að Ástþórs af framboðinu árið 1996 og ýmsar kenningar á lofti í þeim efnum. Sjálfur rifjar Ástþór upp að ein sagan hafi verið á þá leið að hann sinnti vopnasmygli og fjármagnaði kosningabaráttu sína þannig. „Hið sanna er hins vegar að ég seldi flugvél á þess- um tíma og notaði andvirði þeirra viðskipta í framboðið. Nú ákvað ég að fjármagna kosningabarátt- una með happdrætti. Dómsmála- ráðuneytið dró hins vegar úr hófi fram að veita mér leyfi til happ- drættisins og það varð til þess að engin fjáröflun hefur orðið af viti og þess vegna eyðum við engum peningum. Hin eiginlega kosningabarátta fer fram á síðunni forsetakosn- ingar.is, þar er ég náttúrlega á heimavelli því ég vinn jú sem net- ráðgjafi.“ Þó að úrslit kosninganna árið 1996 og niðurstöður skoðana- kannana að undanförnu séu Ást- þóri ekki í hag er hann bjartsýnn á eigin gengi í framtíðinni. „Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær ég verð forseti, fyrr eða síðar áttar þjóðin sig á að það sem ég er að bjóða henni er mjög væn- legt. Ég verð í framboði þar til ég er annað hvort orðinn forseti eða dauður.“ bjorn@frettabladid.is FÖSTUDAGUR 18. júní 2004 EINBEITTUR Ástþór Magnússon ræðir við blaðamann um framboð sitt til embættis forseta Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.