Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 54
18. júní 2004 FÖSTUDAGUR30 Eyjólfur Þorleifsson saxófónleik- ari verður með tónleika í Hafnar- borg í kvöld þar sem hann flytur frumsamda djasstónlist ásamt átta manna hljómsveit sinni. „Þetta er ekki þung djasstón- list,“ segir Eyjólfur. „Þvert á móti er henni ætlað að vera skemmti- leg og auðveld áheyrnar.“ Eyjólfur hefur samið tónlist frá unga aldri, en ekki gert mikið af því að koma henni á framfæri. Hann var í hljóm- sveitinni Jagúar þar til fyrir um það bil tveimur árum, þegar hann hætti vegna anna við tón- listarnám og fleira. Djassinn á hug hans allan. „Ég hef samt áður haldið tón- leika með eigin tónlist, en fyrir þessa tónleika hef ég valið efni með það í huga að það myndi eina heild. Svo stefni ég á að taka þetta upp og gefa út á plötu, sem ætti að koma út áður en langt líður.“ Eyjólfur hefur fengið í lið með sér valinkunna djassara sem spila á tónleikunum í kvöld og munu væntanlega leika inn á diskinn þegar að því kemur. Tómas R. Einarsson spilar á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxó- fón og fleiri blásturshljóðfæri og svo Árni Scheving á víbrafón. Með hljómsveitinni syngur síð- an Hildur Guðný Þórhallsdóttir, en Bragi Valdimar Skúlason hefur gert texta við nokkur laga Eyjólfs. Fréttablaðið hélt því fram á þriðjudaginn að tónleikarnir ættu að vera þá um kvöldið, en það leið- réttist hér með og er beðist vel- virðingar á mistökunum. Þeir verða í kvöld í menningarmiðstöð- inni Hafnarborg og eru haldnir í tengslum við menningarhátíðina Bjarta daga í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan níu og aðgangseyrir er þúsund krónur. ■ Djassinn dunar í Hafnarfirði DJASSHLJÓMSVEIT EYJÓLFS ÞORLEIFSSONAR Flytur frumsaminn djass ásamt átta manna hljómsveit í Hafnarborg í kvöld. KRINGLUKAST 20% AFSLÁTTUR af undirfatnaði 40% AFSLÁTTUR af völdum sloppum og náttfatnaði Kringlunni 8-12 sími 553-3600 „Þó Guðmundur sé gamall Gaflari erum við, sem Reykvík- ingar, stoltir að fá að vera með,“ segir hinn ástsæli söngvari Geir Ólafsson sem ætlar að troða upp með félögunum sínum í hljóm- sveitinni Furstunum á menning- arhátíðinni Bjartir dagar í Hafn- arfirði annað kvöld. „Furstarnir fagna 10 ára starfsafmæli sínu á þessu ári og eru því í góðum gír,“ segir Geir sem er unglingurinn í hópnum og bætir því að það hafi „verið mjög öflugt að fá að starfa með þessum fagmönnum sem hafa verið að spila í 50 til 60 ár.“ Þetta eru held- ur engir aukvisar sem Geir hefur haft sér til halds og trausts en hann hefur á ferli sínum unnið mikið með Guðmundi Steingríms- syni, Árna Scheving, Þorleifi Gíslasyni, Jóni Páli Bjarnasyni og fjölmörgum öðrum sem vita hvað þeir syngja þegar það kemur að góðri tónlist og skemmtun. „Tónlistin hefur verið í há- vegum höfð á Björtum dögum og við gefum því ekkert eftir og munum spila lög úr ýmsum áttum með áherslu á suðrænan djass. Svo tökum við Guðmundur sóló eins og venjulega en ætlum að leggja mun meiri metnað í það en við höfum gert áður.“ Geir segir að tónleikarnir í Hafnarfirði annað kvöld séu liður í því sem er framundan hjá Furst- unum sem muni koma víða við á afmælisárinu. „Það er full ástæða til að hrósa Hafnarfirði fyrir þessa hátíð og það má bæta því við að það hefur alltaf verið gríð- arlegt stuð að spila fyrir Hafn- firðinga.“ Guðmundur tekur und- ir með Geir og bætir því við að hann vonist til þess að þeir fái fleiri tækifæri til að troða upp í Firðinum. „Það myndast alltaf gríðarlega góð stemning í Hafnarfirði og mér finnst ég alltaf vera kominn til Las Vegas þegar ég syng fyrir Hafnfirðinga og það er því alveg á hreinu að við sem heild munum leggja okkur 100% fram við að skemmta áhorfendum. Tónleikarnir hefjast í Hafnar- borg klukkan 20 en auk Geirs og Guðmundar munu Árni Scheving, Carl Möller, Jón Páll Bjarnason og Ólafur Jónsson láta til sín taka. ■ ■ TÓNLIST ■ TÓNLEIKAR GEIR ÓLAFSSON OG GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Geir er nýkominn heim frá Róm þar sem hann sleikti sólina og hlóð batteríin. „Fólki er því óhætt að fara að gifta sig aftur þar sem ég er kominn aftur til landsins,“ segir brúðkaups- söngvarinn eftirsótti sem ætlar að breyta Hafnarfirði í Las Vegas annað kvöld. Enginn munur á Hafnarfirði og Las Vegas FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Skólahljómsveit vesturbæjar og miðbæjar er á leið til Gautaborgar þar sem hún tekur þátt í árlegu lúðrasveitamóti. Að sögn Lárusar H. Grímssonar, tónskálds og hljóm- sveitarstjóra, fara um 33 krakkar í ferðina. Alls mun hljómsveitin spila fjór- um sinnum í Gautaborg. Auk þess að spila á mótinu, þar sem frum- samin blásarasveitatónlist verður á dagskránni, mun sveitin spila í mið- bænum. Þar verða á dagskrá syrpa úr Grease-söngleiknum auk latínó- og gamalla Motown-laga. „Þetta verður örugglega rosa- lega gaman og frábært fyrir krakkana,“ segir Lárus. „Eftir að við keppum í Gautaborg förum við út á eyju fyrir utan borgina sem heitir Tjorn og verðum þar í þrjá daga. Jónsmessuhátíðin, sem er þeirra 17. júní, verður haldin föstu- dagskvöldið 25. júní og þar eiga krakkarnir að spila. Þá fara Svíarn- ir gjarnan niður á strönd og kveikja varðeld,“ segir hann. ■ Grease-syrpa í Gautaborg TÓNLIST SKÓLAHLJÓMSVEIT ■ vesturbæjar og miðbæjar er á leið til Gautaborgar á lúðrasveitamót. Á ÆFINGU Krakkarnir í Skólahljómsveit vesturbæjar og miðbæjar hafa æft stíft undanfarið fyrir lúðrasveitamótið. M YN D /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.