Fréttablaðið - 19.06.2004, Page 1

Fréttablaðið - 19.06.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR MÁLUM BÆINN BLEIKAN Jafn- réttishátíð kvenna verður haldin hátíðleg í dag þegar 99 ár eru liðin frá því að kon- ur fengu kosningarétt. Kjörorð dagsins er „málum bæinn bleikan“. Á dagskránni er meðal annars kvennamessa við þvotta- laugarnar í Laugardal klukkan 20.30. Í dag fer Kvennahlaup ÍSÍ einnig fram í 15. sinn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FREKAR SKÝJAÐ á landinu í dag en á morgun verður víða sólskin. Dálítil súld með ströndum á stöku stað. Sjá síðu 6 19. júní 2004 – 165. tölublað – 4. árgangur ● skákfélag kvenna stofnað í dag Ragnheiður K. Pálsdóttir: ▲ SÍÐA 14 Ný bóla að skákin sé karlaíþrótt ● unnu búlgara 2-0 EM í fótbolta: ▲ SÍÐA 25 Danir sýndu góð tilþrif ● hressa upp á ímyndina Leifur Leifsson: ▲ SÍÐA 31 Hressir öryrkjar í sundlaugarpartí BÝÐUR AÐSTOÐ Framkvæmdastjóri NATO vonar að íslensk og bandarísk stjórn- völd komist að samkomulagi um framtíð varnarliðsins og býðst til að koma að við- ræðum. Sjá síðu 2 FUNDU TUGI HASSPÍPA Unglingar og leiðbeinendur hjá Vinnuskólanum fundu nokkra tugi af hasspípum við Rauða- vatn. Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunn- ar segir neyslustaði sem þessa ekki vera óþekkt fyrirbæri. Sjá síðu 2 SAMIÐ UM STJÓRN GAZA Palest- ínustjórn hefur hafið viðræður við herskáar hreyfingar Palestínumanna um það hvernig stjórn á Gaza-svæðinu skuli háttað eftir að Ísraelar fara þaðan. Sjá síðu 4 MÆLT MEÐ SKERÐINGU Ofmat á þorskstofninum við Ísland og umframafli miðað við leyfðan heildarafla hefur gert að verkum að raunafli er um 20 prósent meiri en aflareglur frá árinu 1996 gera ráð fyrir. Sjá síðu 6 ● bílar Gísli Ágúst Halldórsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Gefur í Bensinn FORSET Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum stað- festingar sé hann ekki að gera for- setaembættið pólitískara en áður. „Saga forsetaembættisins sýn- ir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öll- um í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara,“ segir Ólafur Ragnar. „Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka.“ Ólafur Ragnar segir að forset- inn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamál- inu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: „Það er ekki hægt að stunda saman- burðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og að- stæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans.“ Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. „Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar.“ kolla@frettabladid.is Sjá nánar síðu 16 og 17 Tilbúinn að axla ábyrgð á kostnað vinsælda Ólafur Ragnar Grímsson segir ekki hægt að bera fjölmiðlalögin saman við Kárahnjúka- eða öryrkjamál. Forsetinn megi ekki láta undan þrýstingi einstakra forystumanna stjórnmálaflokka. Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 40 Sjónvarp 48 19. júní er sérstakur hátíðis- dagur íslenskra kvenna. Dætur Íslands gera sér margt til gagns og gamans í dag. Krónur og aurar SÍÐUR 22 OG 23 ▲ LANDBÚNAÐUR Íslenskir bændur fá þrefalt hærra verð fyrir afurðir sínar en þeir fengju fyrir þær á heimsmarkaði, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD. Ástæðurn- ar eru að stærstum hluta ríkis- styrkir og tollahindranir sem leiða til hærra matvælaverðs en ella. Á síðasta ári kostaði búverndin íslenskan almenning rúma fimmt- án milljarða króna eða sem nemur rúmum 200 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það er um 25 þúsund krónum hærri fjárhæð á hverja fjölskyldu en sem nam stuðningi við land- búnað tveimur árum fyrr. Í skýrslu OECD segir að þrátt fyrir að nokkur árangur hafi náðst í að draga úr stuðningi við land- búnað þurfi meira til. Sjá síðu 4 SAMKOMULAG Í BRUSSEL Samkomulag um fyrstu stjórnarskrá Evr- ópusambandsins náðist á fundi leiðtoga sambandis í Brussel í gær. Á myndinni má sjá Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, stilla sér upp fyrirmyndatöku. Málum bæinn bleikan! SÍÐUR 18 OG 19 ▲ KAST KRINGLU laugardag og sunnudag Nýtt kortatímabil M YN D /A P 19. júní: Evrópukeppnin: Ríkisstyrkir og innflutningsvernd skila bændum fimmtán milljörðum: Dýrari stuðningur við bændur Kostnaður Portúgala vegna EM er gríðarlegur. Fylgismenn keppninnar eru bjartsýnir á að hún færi þjóðar- búinu miklar tekjur en andsnúnir telja of mikið í lagt. Fundur ESB í Brussel: Guðlaus stjórnarskrá BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópusam- bandsins hafa lagt til hliðar deilu- mál um atkvæðavægi og hvort vert sé að minnast á Guð í fyrstu stjórnarskrá sambandsins, sem samþykkt var munnlega í gær. Styr hefur staðið um atkvæða- vægi landanna og samkvæmt samkomulaginu þarf samþykki minnst 15 ríkja eða 65% íbúanna 455 milljóna. Fimm þjóðanna eða 35% íbúanna geta hindrað fram- gang mála. Stjórnarskrárdrögin sem sam- þykkt voru á gær verða formlega staðfest á nýjum leiðtogafundi, sem ráðgert er að halda fljótlega. Sambandsríkin hafa síðan tvö ár til að innleiða nýju stjórnarskrána og eru ríkisstjórnir nokkurra landa, þar á meðal Bretlands, farnar að skipuleggja þjóðar- atkvæðagreiðslu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.