Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 4
4 19. júní 2004 LAUGARDAGUR Rúmar 200 þúsund á hverja fjölskyldu Stuðningur við íslenska bændur kostaði rúma fimmtán milljarða króna á síðasta ári. Það samsvarar því að hvert og eitt mannsbarn hafi þurft að greiða rúmlega 52.000 krónum hærri matarreikning en ella þyrfti. NEYTENDUR Kostnaðurinn af stuðn- ingi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars veg- ar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra mat- vælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna, nær 210 þús- und krónum á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnun- arinnar, OECD. Þetta er tals- vert hærri upp- hæð en miðað er við í skýrslu for- sætisráðherra um muninn á mat- vælaverði á Íslandi annars vegar og í ríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Þar var miðað við töl- ur frá árinu 2001 sem eru tæpum þremur milljörðum króna lægri en tölur síðustu tveggja ára. Mun- urinn skýrist að hluta af gengis- falli krónunnar 2001 sem þýddi að erlendar vörur urðu dýrari fyrir Íslendinga. Þar með mældist verðstuðningur við bændur minni en ella. Naumur meirihluti stuðnings- ins við bændur kemur úr ríkis- sjóði, átta milljarðar króna. Þar af eru 1.300 milljónir til komnar vegna skólahalds og rannsóknar- styrkja auk annarra almennra styrkja en tæpir sjö milljarðar eru beinir styrkir til bænda. Auk þessa þurfa neytendur að greiða hærra matvælaverð úti í búð vegna þess að háir tollar koma að mestu í veg fyrir innflutning land- búnaðarafurða frá útlöndum sem myndi auka samkeppni og lækka matvælaverð. Þessar takmarkan- ir kostuðu neytendur sjö milljarða króna sem komu fram í því að matvælaverð var hærra en ella sem því nemur. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir forsætis- ráðherra kom fram að matvæla- verð væri 50 prósentum hærra hér en í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Þar komu fram ýmsar ástæður fyrir þessu en helsta leiðin til að lækka matvæla- verð hérlendis var að mati skýrsluhöfunda það að opna fyrir innflutning matvæla eftir því sem heilbrigðissjónarmið og sóttvarn- ir leyfðu. brynjolfur@frettabladid.is VLADIMÍR PÚTÍN Orð sín lét Pútín falla á öryggisráðstefnu í Kasakstan. Rússlandsforseti: Vöruðu við árásum Íraka KASAKSTAN, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði Rússa hafa varað Bandaríkjastjórn við því áður en ráðist var inn í Írak að Írakar hygðu á hryðjuverkaárásir gegn Bandaríkjunum. Pútín kvaðst ekki geta sagt til um hversu miklu viðvaranir Rússa hefðu ráðið um ákvörðun Bandaríkjastjórnar að ráðast inn í Írak, upplýsingarnar breyttu þó engu um andstöðu Rússa við inn- rásinni. Hann sagði Íraka hafa skipulagt árásir á bandarískan her og aðra hagsmuni hvorttveggja innan og utan Bandaríkjanna. ■ Kjell Magne Bondevik: Uppstokkun í stjórninni NOREGUR Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hefur stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Hann vék tveimur ráðherrum úr embætti, færði aðra milli ráðu- neyta og gerði breytingar á ráðu- neytum. Breytingarnar eru þær fyrstu að ráði sem Bondevik gerir á ráð- herraskipan í þriggja ára stjórn- artíð sinni. Hann yngdi nokkuð upp í ráðherrahópnum en eftir breytingarnar er yngsti ráðherr- ann aðeins 31 árs, það er Knut Ar- ild Hareide umhverfisráðherra. Þegar hann kynnti breyting- arnar sagði Bondevik stjórnina vel til þess fallna að fá endurnýj- að umboð í þingkosningum á næsta ári. ■ VALT Í HVALFJARÐARGÖNGUNUM Hvalfjarðargöngum var lokað í um tvær klukkustundir fyrir há- degi í gær eftir að fellihýsi valt. Engin slys urðu á fólki en nokkurn tíma tók að greiða leið- ina. Bíllinn sem dró fellihýsið skemmdist nokkuð mikið. ÓK Á 175 KÍLÓMETRA HRAÐA Ungur ökumaður enn með bráða- birgðaökuleyfi var sviptur því á staðnum þegar hann var tekinn á 175 kílómetra hraða á Norðaust- urvegi um Tjörnes. Annar öku- maður með bráðabirgðaökuleyfi var tekinn fyrir ölvunarakstur á Húsavík í fyrrinótt. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Þetta er talsvert hærri upp- hæð en miðað er við í skýrslu forsætis- ráðherra. Tókstu þátt í þjóðhátíðarhaldi 17. júní? Spurning dagsins í dag: Á ríkið að hætta að styrkja landbúnað? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 53% 47% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Er með alvarlega höfuðáverka: Féll úr bíl á ferð LÖGREGLA Ungur maður slasaðist alvarlega eftir að hann féll úr bíl á ferð á Blómsturvallavegi, skammt norðan við Akureyri, klukkan rúmlega tvö í fyrrinótt. Að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum er maðurinn með alvarlega höfuðáverka, hann fór í aðgerð í gærmorgun og er á gjörgæsludeild. Maðurinn var farþegi í bílnum og tilkynntu þeir sem voru með honum í bílnum um slysið. Maður- inn missti meðvitund við fallið en rankaði við sér þegar lögreglan kom á staðinn. Í fyrstu var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en var síðan fluttur snemma í gærmorgun með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Lögreglan á Akureyri rann- sakar málið. Talið er að bíllinn hafi verið á um fjörutíu kílómetra hraða þegar maðurinn féll út. ■ Netsalan Knarrarvogur 4 - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00 Til afgreiðslu! Dodge Ram 2500 Quad Cap Laramie 4x4 FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR FÆR Síðustu eintökin eru komin!!! LÖGREGLA Tveir Hvítrússar semhafa beðið um hæli hér á landi og höfðu uppi alvarlegar hótanir í garð starfsmanna félagsþjónust- unnar í Reykjanesbæ hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni þar í bæ. Seinni partinn í gær fengust ekki upplýsingar um hvernig rannsókn málsins stæði. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hótuðu þeir starfsfólkinu lík- amsmeiðingum og jafnvel lífláti. Þá hafi þeir að auki hótað hungur- verkfalli og sjálfsmorðum. Menn- irnir komu hingað til lands með Norrænu og gáfu sig fram við lög- regluna á Akureyri. Þeir voru fluttir til Reykjanesbæjar þar sem félagsþjónustan hefur samn- ing við Útlendingastofnum um umsjá hælisleitenda. Mennirnir segjast vera Hvítrússar en þeir komu hingað til lands á litháensk- um vegabréfum. Verið er að fá uppruna mannanna staðfestan svo mál þeirra geti fengið með- ferð hjá Útlendingastofnun. ■ Reykjanesbær: Hælisleitendur yfirheyrðir NORRÆNA Mennirnir komu til Seyðisfjarðar með Norrænu. Deutsche Bank: Aðili að Kauphöllinni VIÐSKIPTI Deutsche Bank hefur ákveðið að gerast aðili að Kauphöll Íslands og verður því annar erlendi aðilinn sem kemur að Kauphöllinni með þessum hætti. Aðild bankans að Kauphöllinni kemur í kjölfar þátttöku hans í útgáfu nýrra íbúða- lána sem Íbúðalánasjóður mun gefa út frá 1. júlí. Greiningardeild KB banka segir að þetta séu jákvæðar fréttir, sér- staklega fyrir skuldabréfamarkað- inn, og megi segja að um ákveðna traustsyfirlýsingu sé að ræða. „Þátttaka Deutsche Bank mun virka hvetjandi fyrir aðra erlenda aðila til að verða þátttakendur á innlendum skuldabréfamarkaði,“ segir í hálf- fimmfréttum KB banka. ■ KOSTNAÐUR Á HVERT MANNSBARN Ár Kostnaður 2001 45.834 2002 53.480 2003 52.091 KEYPT Í MATINN Matvælaverð er hærra hér en í nágrannaríkjunum. Ástæðan er að hluta til sú að tollar koma í veg fyrir erlenda samkeppni. PALESTÍNA, AP Palestínustjórn hefur hafið viðræður við herskáar hreyfingar Palestínumanna um það hvernig stjórn á Gaza-svæð- inu skuli háttað þegar Ísraelar eru horfnir þaðan á brott. Ahmed Qureia, forsætisráð- herra Palestínu, sagði fulltrúa hreyfinganna byrjaða á því að semja skjal sem kveður á um stjórnarhætti. Hugmyndin er sú að Palestínustjórn og samtök á borð við Hamas og Íslamskt Jihad stjórni Gaza-svæðinu í samein- ingu. Samtökin tvö hafa hingað til neitað samstarfi við Palestínu- stjórn sem varð til í kjölfar friðar- samninga við Ísraela. Endanleg útkoma liggur þó ekki fyrir fyrr en rætt hefur verið við Egypta, sem hafa heitið því að að- stoða við að tryggja frið og öryggi á Gaza eftir brotthvarf Ísraela. Qureia ræddi í gær við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, um hvernig málum skyldi háttað. Ísra- elar hafa neitað að ræða beint við Palestínumenn og hafa Egyptar haft milligöngu. Egyptar vilja fyrirheit Ísraela um að hætta árás- um á Gaza vel fyrir brotthvarf svo hægt sé að byggja upp öryggis- kerfi þar. Þeir vilja einnig að Jass- er Arafat samþykki uppstokkun á öryggissveitum en hann hefur dregið fæturna í þeim málum. ■ ÁTÖK VIÐ MÓTMÆLI Harka færðist í leikinn þegar ísraelskum og palestínskum friðarsinnum lenti saman við ísraelska hermenn. Palestínustjórn í viðræðum við Hamas og Íslamskt Jihad: Semja um stjórn Gaza-svæðisins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.