Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 6
6 19. júní 2004 LAUGARDAGUR SIGLING Hafsteinn Jóhannsson kafari frá Akranesi hélt af stað ásamt fimm öðrum í hringsigl- ingu um Íslands á Eldingu í fyrr- inótt. Hafsteinn, sem hefur siglt um allan heim, segist ætla að hætta siglingunum og hugsanlega sé þetta hans síðasta ferð. Byggðasafnið á Akranesi fær seglskútuna víðförlu þegar Haf- steinn hættir. Hafsteinn segir stefnt að því að hringsiglingin taki um einn og hálfan mánuð, þetta sé skemmti- ferð og þau muni stoppa í sem flestum höfnum á leiðinni. Frægasta sigling Hafsteins var þegar hann sigldi einn síns liðs umhverfis hnöttinn en þá sigldi hann viðstöðulaust í 241 dag, alls 25 þúsund sjómílur. Afrekið hefur enginn Norður- landabúi leikið eftir enn sem komið er. Á ferð sinni lifði Haf- steinn á þurrmat og dósamat en hann hafði matarbirgðir fyrir sex hundruð daga. ■ Vilja skerða heildarafla um þrjú prósent Nefnd um langtímanýtingu fiskistofna telur að skerða verði heildarafla um þrjú prósent í afla- reglum og koma í veg fyrir að raunafli fari fram úr leyfðum heildarafla. Tillögurnar hafa þegar verið teknar í framkvæmd að hluta til. SJÁVARÚTVEGUR Ofmat á þorsk- stofninum við Ísland og umframafli miðað við leyfðan heildarafla hefur gert að verkum að raunafli er um 20 prósent meiri en aflareglur frá árinu 1996 gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um langtímanýt- ingu fiskistofna. Friðrik Már Baldursson, for- maður nefndarinnar, segir að síð- astliðna tvo áratugi hafi gætt til- hneigingar til ofmats upp á tíu prósent að jafnaði, við mat á stærð þorskstofnins. Heildarafli af veiðistofni sé því ekki 25 pró- sent eins og gert var ráð fyrir heldur 27,5 prósent. Þegar við bætist umframafli miðað við leyfðan heildarafla hafi raunafli verið tæplega þrjátíu prósent. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að brýnt sé að leið- rétta þessar skekkjur þannig að raunverulegur afli verði í sam- ræmi við nýtingarstefnu. Telur nefndin að regla sem miðar við 22 prósent heildarafla af veiðistofni, eins og tillögur um aflareglur frá 1994 gerðu ráð fyrir, sé fýsileg hvað varðar afkomu, stöðugleika og vöxt þorskstofnins. Ef sjávar- útvegsráðherra myndi taka þessa reglu óbreytta upp myndi það hafa talsverða skerðingu í för með sér, eða allt að því tíu prósent niðurskurð á heildarafla þorsks. Nefndin telur þó hugsanlegt að bíða með að koma 22 prósent regl- unni í framkvæmd þar til ekki þurfi að draga úr veiðum, þó henni sé komið á Þá þarf fyrst og fremst að taka á ofmati þorsk- stofnsins og draga úr framúr- keyrslu. Friðrik Már telur að það þurfi ekki endilega að bíða lengi eftir að svo yrði. „Ef ofmatið er lagfært og þorskstofninn myndi mælast tíu prósent meiri á næsta ári miðað við árið áður, væri hægt að innleiða 22 prósent regluna án þess að draga úr veiðum.“ Sóknardagakerfinu er að mestu kennt um umframafla mið- að við leyfileg mörk og bæði Frið- rik og Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra telja að með afnámi sóknardagakerfisins sé búið að stuðla að því að raunafli og nytja- stefna fari saman. Það sé því þeg- ar búið að innleiða tillögur nefnd- arinnar að hluta til. Árni hefur ekki tekið afstöðu til álits nefnd- arinnar að öðru leyti enn sem komið er. bergsteinn@frettabladid.is Götusmiðjan: Opið hús fyr- ir sveitunga HEILBRIGÐISMÁL Í tilefni flutninga og sex ára afmælis Götusmiðj- unnar verður opið hús fyrir alla sveitunga og fagfólk í geiranum við formlega opnun á Akurhóli, fyrrum Gunnarsholti, Rangár- þingi Ytra við Hellu í dag kl.14. Götusmiðjan hefur rekið sér- hæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára síðan 1998. Markmiðið er að aðstoða ungt fólk, sem hefur leiðst út úr hinum hefðbundna samfélags- ramma og inn í heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig og koma lífi sínu í jákvæðan farveg. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,47 0,15% Sterlingspund 132,9 0,57% Dönsk króna 11,74 -0,08% Evra 87,24 -0,09% Gengisvísitala krónu 122,59 0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 326 Velta 4.541 milljónir ICEX-15 2.857 0,92% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 606.502 Landsbanki Íslands hf. 182.684 Bakkavör Group hf. 176.270 Mesta hækkun Bakkavör Group hf. 5,31% Össur hf 3,03% Hlutabréfsj. Búnaðarbankans 2,97% Mesta lækkun Actavis Group hf. -0,73% SÍF hf. -0,69% Vátryggingafélag Íslands -0,65% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.420,8 0,4% Nasdaq* 1.991,3 0,4% FTSE 4.505,8 0,3% DAX 3.999,8 0,4% NK50 1.379,0 -0,1% S&P* 1.136,0 0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvers vegna var ítalski fótboltamað-urinn Francesco Totti dæmdur í þriggja leikja bann? 2Hver hefur verið útnefndur borgar-listamaður Reykjavíkur árið 2004? 3Hvers vegna sagðist Bill Clinton hafahaldið fram hjá konu sinni? Svörin eru á bls. 34 Hugsanlega síðasta ferð Hafsteins: Hringsigling um Ísland HAFSTEINN JÓHANNSSON Hafsteinn segist ætla að taka góðan tíma í hringsiglinguna, þetta sé skemmtiferð og stoppað verði í sem flestum höfnum. FRÁ FUNDI SJÁVARÚTVEGSRÁÐGERRA Frá vinstri: Friðrik Már Baldursson, Tryggvi Þór Herbertsson, Árni Mathiesen og Vilhjálmur Egilsson. ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Árekst- ur varð á þjóðveginum skammt norðan við Baulu í Borgarfirði. Engin slys urðu á fólki en tveir bílanna þriggja voru óökufærir eftir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.