Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 12
19. júní 2004 LAUGARDAGUR12 Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2003 liggur nú fyrir. Í honum kemur skýrt fram að stað- an í fjármálum bæjarins er ekki í góðu horfi og ýmis hættumerki í fjármálum Kópavogsbæjar. Heildarskuldir Kópavogs námu árið 2001 um 9,6 milljörð- um. Árið 2002 námu heildarskuld- ir um 11,7 milljörðum og árið 2003 eru heildarskuldir Kópavogs komnar upp í 12,1 milljarð. Þessi skuldaaukning hefur átt sér stað undir stjórn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks, sem báðir sögðu fyrir síðustu kosningar að skuldir ættu ekki að aukast. Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði meira að segja að borga niður skuldir. Heildar- skuldir á hvern íbúa bæjarins hafa einnig aukist jafnt og þétt frá árinu 2000 og eru nú komnar upp í 480 þúsund kr. á hvern íbúa bæjarins (m.a.s. án lífeyrisskuld- bindinga). Þar sem reynslan sýnir að rekstrarafkoma bæjarins hef- ur undantekningarlítið verið of- metin undanfarin ár eru miklar líkur á að skuldir muni halda áfram að aukast á þessu ári. Þessu hefur Samfylkingin oft varað við og viljað vinna hlutina á annan hátt. Upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tekjuafgangi upp á tæplega 1.200 milljónir. Þegar hún var endurskoðuð var þessari tölu breytt í 602 milljónir en endanleg niðurstaða sýnir að tekjuafgang- urinn er svo til enginn. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu, m.a. sú að ekki fluttu nógu margir íbúar í bæinn á síðastliðnu ári. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir því að rúmlega 756 íbúar myndu flytja í bæinn en við endurskoðun var þeirri tölu breytt í 1.008. Síðan kemur í ljós að ekki flutti nema 341 íbúi í bæ- inn. Það er með ólíkindum að á síðari hluta ársins þegar verið er að endurskoða áætlunina kemur í ljós að mun færri hafa flust í bæ- inn en gert hafi verið ráð fyrir og þá er í áætluninni aukið í stað þess að minnka fjölgun íbúa. Þetta var bara gert til þess að hægt væri að „loka“ áætluninni – svo allar tölur myndu stemma. Auð- vitað hefði átt að bregðast við raunveruleikanum og grípa til að- gerða þanning að áætlanir stæð- ust. Misræmið á milli fjárhags- áætlunar og raunverulegrar stöðu er þó ekki nema að litlum hluta hægt að skýra með væntingum um íbúafjölgun – því ýmislegt annað kemur til – vanáætlun í líf- eyrisskuldbindingum en þær aukast um 209 miljónir; nauðsyn- legt er að afskrifa óinnheimtar kröfur, yfirkeyrslur í mörgum málaflokkum og ýmislegt annað. Endurskoðendur og skoðunar- menn reikninga bæjarins ljá allir máls á því að ýmis áhætta sé í rekstri bæjarins. M.a. vaxta- og gengisáhætta langtímaskulda og ýmsar vísbendingar um að vextir fari hækkandi. Ef áætlanir um íbúafjölgun standast ekki mun ekki vera hægt að standa undir framkvæmdakostnaði. Vanda verður áætlanagerð, m.a. hvað varðar lífeyrisskuldbindingar, og halda vel um taumana í rekstrin- um. Það er mikill munur á upphaf- legri fjárhagsáætlun svo og end- urskoðaðri fjárhagsáætlun og svo útkomunnar í ársreikningum. Það hefur einnig gerst undanfarin ár. Það má því með sanni segja að vanda þurfi mun betur gerð fjár- hagsáætlana. Þetta hefur Sam- fylkingin oft bent á undanfarin ár. Fyrri umræða um ársreikning- ana hefur farið fram og þar töluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks m.a. um það að nú væru erfiðir tímar hjá sveitarfélaginu og að hugsanlega hafi sveitarfélagið farið of geyst í uppbyggingu nýrra hverfa. Fulltrúi Sjálfstæð- isflokks talaði einnig um að nú séu ný hverfi að fara að byggjast upp (Lundarhverfið, Bryggju- hverfið og Kópavogstúnið) og þá lagist þetta allt, þá flytji allt fólk- ið í bæinn. Mér er spurn: Hvers vegna skyldi það gerast eitthvað hraðar nú en verið hefur? Hægt hefur mjög á fólksfjölgun til höf- uðborgarsvæðisins undanfarin ár og þetta er það eina sem ráða- menn í Kópavogi ætla að gera til þess að laga fjárhagsstöðu Kópa- vogsbæjar - að bíða eftir að fólkið flytji í bæinn - og eins og einn full- trúi þeirra sagði á fundinum, von- andi verður þetta betra á næsta ári! ■ MAÐUR VIKUNNAR Mörgum brá við að lesa í Fréttablaðinu síðastasunnudag að Reykjavíkurlistinn væri að verða lítil klíka, ekki síst vegna þess að orðin voru höfð eft- ir Helga Hjörvari, alþingismanni, varaborgarfull- trúa, einum af upphafsmönnum Reykjavíkurlistans. Í viðtalinu kallar Helgi eftir hugmyndalegri endur- nýjun og segir pólitíska forystu skorta hjá Reykja- víkurlistanum. Viðtalið við Helga vakti nokkra reiði sums staðar, en það eru þó skiptar skoðanir. Til eru þeir sem telja að Helgi hafi þarna komið fram með réttmætar ábending- ar um hluti sem betur mættu fara. Aðrir skilja „upphlaup hans“ svo að Helga hafi verið farið að þyrsta í fjöl- miðlaumfjöllun og gagnrýni hans fyrst og fremst sett fram með það fyrir augum að upphefja sjálf- an sig á kostn- að félaganna. Helgi hefur allt frá því hann dúkkaði fyrst upp í pólitík verið umdeildur, en nær allir, jafnt samherjar sem aðrir, eru sammála um að hann sé eld- klár og harðdugleg- ur. Þá vekur sérstaka athygli atorka Helga í ljósi fötlunar sem hann á við að etja, en hann er 75 pró- sent öryrki vegna arfgengs augnsjúkdóms. Helgi lætur sjónleysi ekkert aftra sér, heldur setur sig inn í mál og þylur úr kolli sér svo öflug- ar og rökfastar ræður að undan svíður hjá mörgum. Raunar hefur heyrst haft eftir ráðherrum að Helgi sé með dónalegri og ósvífnari mönnum sem tekið hafa sæti á Alþingi. Á þeim bæjum fer mjög í taugarnar á mönnum skortur Helga á „tilhlýði- legri virðingu“ fyrir emb- ættum æðstu ráðamanna. Ráða- menn eru líka sagðir ergja sig á því þegar Helgi hefur orð á hlutum í þinginu sem aðrir hefðu þagað um, hlutum á borð við leit forsætisráð- herrans að forseta þjóðarinnar í kókdósum og víðar. En það eru ekki bara pólitískir andstæðingar sem hafa varann á í kringum Helga því jafnvel samherj- ar hans vita ekki alltaf hvar þeir hafa hann. Helgi er sagður vera ólíkindatól sem aldrei sé að vita upp á hverju tekur. Rætt er um að hann hafi nýtt sér til framdráttar hluti sem komið hafa fram í tveggja manna tali og brugðist þannig trausti samflokks- fólks. Helgi þykir líka stundum koma fyrir sem dá- lítið hrokafullur og viss um eigið ágæti. Sökum þess- ara lasta er hann dálítið einn á báti í pólitík, enda kom í ljós að bakland hans var ekki mikið þegar hann varð undir í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Helga skaut upp á stjörnuhimininn árið 1998, tapaði svo illa í prófkjöri fjórum árum síðar og var rutt dálítið út af borðinu. Hann tók tapinu stórmannlega og brást vel við, en mætti svo hálfu ári síðar í prófkjör Samfylkingar- innar og gekk ágætlega, lenti í fjórða sæti. Ári eftir slæmt tap var Helgi því orðinn alþingismaður og fyrsti varaborgarfulltrúi Reykjavíkur. Helgi er 37 ára gamall, kvæntur og á tvær dætur, aðra á þrett- ánda aldursári og hina árs- gamla. Hann stundaði framhaldsskólanám við Menntaskólann í Hamrahlíð á árunum 1983-1986 og vakti þá þegar athygli fyrir vasklega framkomu í Morfís, ræðu- keppni framhalds- skólanna. Núna er þó stundum talað um að fullmikill „morfísbragur“ sé stundum á mál- flutningi Helga í ræðustól Alþing- is, þegar hann á köflum þykir taka of djúpt í árinni miðað við tilefni. Helgi lagði svo stund á heim- spekinám við Há- skóla Íslands árin 1992-1994, eftir að hafa tekið sér dálítið hlé frá námi. Á heimsíðu Helga (helgi.is) kemur fram að hann er fæddur í Skólavörðuholtinu í Reykja- vík, en alinn upp í Kaup- mannahöfn fyrstu árin. Hann hefur komið nokkuð víða við á starfsferli sín- um, unnið við fjölmiðla, bókaútgáfu, fyrir hags- munasamtök fatlaðra og sem stjórnmálamaður. Raunar er talað um að Helgi hafi nokkuð mörg járn í eldinum í einu og að aldrei sé að vita hvar hann dúkki upp næst. Um þessar mundir er hann, auk þess að vera alþingismaður og varaborgarfulltrúi, stjórnarfor- maður hússjóðs Öryrkjabandalagsins og stjórnar- maður í Landsvirkjun, Reykjavíkurhöfn, Tækni- garði og Fasteignastofu Reykjavíkur. Til marks um kraftinn í Helga má líka nefna að í fyrra tók hann sig til og hljóp heilt maraþonhlaup, en áður var ekki vitað til þess að hann hefði stundað slíkar íþróttir. Þá er haft eftir þeim sem til þekkja að allt frá ung- lingsaldri hafi Helgi Hjörvar leynt og ljóst stefnt að því að verða forsætisráðherra. Hvort honum tekst sú fyrirætlan er önnur saga. Sumir segja að aldrei sé að vita hvað jafn einbeittum manni og Helga tekst að gera, meðan aðrir telja hann ekki njóta þess stuðnings hjá samflokksfólki sínu sem þarf til að ná æðstu metorðum. ■ Umdeildur alþingismaður HELGI HJÖRVAR ALÞINGISMAÐUR M yn d: In gó lfu r M ar ge irs so n DAGUR B. EGGERTSSON SKOÐUN DAGSINS JAFNRÉTTISBARÁTTAN Aukinn kraftur í jafnréttisumræðunni Það þarf nýtt blóð í jafnréttisbar- áttuna. Nýjar raddir og aukinn kraft. Sú þróun er þegar hafin. Þegar skyggnst er yfir sviðið á kvenréttindadeginum 19. júní verður að minnsta kosti ekki betur séð en að jafnréttisum- ræðan sé að glæðast og ganga í endurnýjun lífdaga. Á vettvangi jafnréttisráðs hefur karlanefnd opnað nýjar víddir. Bríet, félag ungra feminista, skapaði ungum og kraftmiklum röddum vettvang og hið nýstofnaða Feministafélag hefur verið spriklandi af lífi. Síðast en ekki síst hefur Háskóli Íslands brotið blað með því að fela jafnréttisnefnd skólans að sinna stefnumótun í málefnum útlend- inga, fatlaðra og samkynhneiðra samhliða hefðbundnari áherslum í jafnréttismálum. Frumkvæði Háskólans er lofs- vert. Margt bendir til þess að mikilvægustu verkefni næstu ára á jafnréttissviðinu séu meðal ann- ars þau sem tengjast aðstæðum þeirra sem talist geta til jaðar- hópa í samfélaginu. Þetta má rök- styðja með vísan til ótal rann- sókna. Konur sem standa höllust- um fæti eru oftar en ekki þær sem jafnframt tilheyra jaðarhóp- um í samfélaginu. Staða þeirra er þar með eitt brýnasta verkefnið á jafnréttissviðinu. Nauðsyn samspils jafnréttis og mannréttinda styðst þó við enn frekari rök. Vandamál og verkefni á hinu breiða sviði mannréttinda eru náskyld jafnréttisbaráttu und- angenginna áratuga. Lausnirnar ekki síður. Augljóst er að mann- réttindabaráttan á breiðum grunni getur lært margt úr sögu jafnrétt- isbaráttunnar. Það þarf ekki að koma á óvart heldur undirstrikar að jafnréttisbarátta er mannrétt- indabarátta. Kjarninn í henni er barátta gegn mismunun. Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar hefur staðið fyrir umræðu um dýpkun jafnréttishugtaksins þar sem í forgrunni hefur verið hvort skynsamlegt sé að ábyrgð á stefnumótun í málefnum útlend- inga, fatlaðra og samkynhneigðra eigi að bætast við verkefni nefnd- arinnar. Unnin hefur verið rann- sókn á viðhorfum grasrótarsam- taka til spurningarinnar og haldn- ar tvær ráðstefnur með þátttöku erlendra sérfræðinga. Undirtekir hafa verið jákvæðar. Umræðan innan Reykjavíkur- borgar endurspeglar þá skoðun að árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi hafi haldist í hendur við að jafnréttismálum hafi verið ætlað- ur verðugur staður í stjórnkerf- inu. Í samanburðinum blasir við hversu munaðarlaus hin breiða mannréttindabarátta er. Enginn dagur er líklega betri til að hefja umræðu um hvort efla eigi Jafn- réttisstofu og víkka verksvið hennar ekki síður en jafnréttis- nefnda sveitarstjórna. Jafnrétti eru mannréttindi. Gleðilegan 19. júní. ■ Hættumerki í fjármálum Kópavogs KÓPAVOGUR Greinarhöfundur telur að vanda þurfi betur fjárhagsáætlun bæjarins. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR VARABÆJARFULLTRÚI SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN SKULDIR KÓPAVOGSBÆJAR Konur sem standa höllustum fæti eru oftar en ekki þær sem jafn- framt tilheyra jaðarhópum í samfélaginu. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.