Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 20
44% nýskráðra fólksbíla í Evrópu á síðasta ári voru dísilknúnir. Núverandi þungaskatts- kerfi á Íslandi útilokar litla og sparneytna dísilbíla á Íslandi. Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Nýir tímar fyrir tjónaþola: Það skiptir engu máli hvernig bíl þú ert á! - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SÓLTÚN 3 - SÍMI 562 1075 DAEWOO lyftarar Rafmagnslyftarar frá 1,3t - 3,0t Dísellyftarar frá 1,5t - 15t. Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 585 2500 - mest lesna blað landsins Á MÁNUDÖGUM fasteignaauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Mikið var lagt í hönnun Mitsubishi Colt og það skilar sér í glæsilegu útiliti. Mitsubishi Colt reynsluekinn í Barcelona: Hönnun sem hittir í mark „Lísa er 25–30 ára kona, útivinn- andi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl,“ segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsu- bishi þegar hann fer yfir aðal- markhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað – það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynn- ingunni. Hinn hefðbundni bíla- blaðamaður er greinilega karl- maður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virki- lega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi – finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um mark- aðsfræði, sem eru síst örugg vís- indi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil aug- lýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynslu- aka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næst- söluhæsti flokkur bíla í Evrópu. Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til – óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika – erum við kon- ur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægi- leg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum – jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismun- andi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynslu- akstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með „allshift“ kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír – hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill – enginn smábíla- fílingur þannig – en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelona- borgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísil- bíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raun- hæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera sam- keppnishæft við aðalkeppni- nautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsu- bishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.