Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 32
Æ visaga hinnar sérvitrudrottningar Svía, Krist-ínar, hefur fengið af- bragðsdóma gagnrýnenda, enda ákaflega skemmtilega skrifuð bók og læsileg. Höfundurinn Ver- onica Buckley er fædd á Nýja- Sjálandi en býr í París. Þetta er fyrsta bók hennar en ber ekki með sér vott af byrjendabrag. Í bókinni er meðal annars sagt frá samskiptum Kristínar við heim- spekinginn Descartes en hann lést úr vosbúð við hirð hennar. Þegar Kristín fæddist árið 1626 var talið að hún væri drengur og vonbrigðin voru ægileg fyrir for- eldra hennar en þrjú börn þeirra höfðu dáið kornung. Móðir Krist- ínar leit hana aldrei réttum augum en faðir hennar dó þegar hún var sex ára. Kristín varð þá erfingi krúnunnar og var krýnd við hátíð- lega athöfn 23 ára gömul. Hún sökkti sér snemma niður í bækur, var greind og hafði gott minni. Hún var sérvitur og dyntótt og harðneitaði að ganga í hjónaband, ráðgjöfum sínum til mikillar hrell- ingar. Um tíma gekk hún í karl- mannsfötum og sögur komust á kreik um að hún væri lesbísk. Á fund drottningar Kristín var 22 ára gömul þegar hún komst í bréfasamband við hugsuðinn, stærðfræðinginn og rökhyggjumanninn René Descartes. „Ég hugsa, þess vegna er ég,“ sagði Descartes eitt sinn. Hann bjó í litlu þorpi í Hollandi þar sem hann vann í friði fjarri skarkala heimsins. Kristín vildi kynna sér kenningar hans betur og bauð honum til Svíþjóðar. Descartes varð ekki um sel. Hann skrifaði franska sendiherranum og sagði að sig langaði ekki mikið í þá ferð, Stokkhólmur væri of langt í burtu, þar væri of kalt og ferðin yrði ekki auðveld og svo væri hann alltaf að verða latari. Hann virtist líta svo á að heim- sókn til drottningar hefði engan tilgang og sagðist í bréfinu hafa komist að raun um að mjög fáir skildu hugmyndir hans til fulls, hversu lærðir sem þeir annars væru. Kristín var vön að fá sínu fram og sendi hóp manna til að sækja Descartes Ferðin til Svíþjóðar tók sex vikur. Kristín varð fyrir mikl- um vonbrigðum þegar hún sá mann sem hún hafði talið mikil- menni. Hann var lágvaxinn og feitur, sem var ekki það sem hún hafði ímyndað sér. Descartes hreifst af þekkingu og gáfum Kristínar og var snortinn vegna örlætis sem hún sýndi honum. En þegar Kristín var búin að fanga Descartes vissi hún ekkert hvað hún ætti að gera við hann. Hún átti erfitt með að einbeita sér að ákveðnu málefni lengi og nú hafði hún misst áhuga á heimspeki og var farin að sökkva sér niður í grísku. Hún stakk upp á því að Descartes notaði nokkrar vikur í að ferðast um Svíþjóð. Hugmynd- in hugnaðist Descartes ekki. Kristín stakk þá upp á því að hann semdi texta við ballettverk sem frumflytja átti á 23. afmælisdag hennar. Descartes var tregur til en tók þetta að sér með þeim ár- angri að drottning bað hann skömmu síðar að semja leikverk. Kvenhetjan átti að vera íslensk prinsessa og við sögu áttu að koma ástmaður hennar og grimmur harðstjóri. Descartes byrjaði á verkinu en lauk ekki við það. Drottning drepur heimspeking Janúar 1650 var ískaldur mánuður í Svíþjóð. Descartes hafði í um fjóra áratugi haft þann sið að eyða morgnum sínum í rúminu, vel dúð- aður, í vel kyntu herbergi þar sem hann las og skrifaði. Nú hafði Kristín ákveðið að kominn væri tími til að læra heimspeki. Hún þurfti ekki nema um fimm tíma svefn á sólarhring og kvaddi heimspekinginn á sinn fund þrisv- ar í viku klukkan fimm á morgn- ana. Heimspekitímarnir fóru fram í bókasafni drottningar, sem var ókynt. Í lok mánaðarins var Descartes kominn með inflúensu sem varð að lungnabólgu. Hann sagðist vera sáttur við að draga sig í hlé frá þessum heimi, eins og sannur heimspekingur og sannur kaþólikki. Hann lést 11. mars. Kristín, sem hafði óviljandi ýtt honum út í dauðann, var harmi slegin – í stutta stund. Hún ákvað að láta greftra hann í Riddar- holm-kirkju við hlið allra kon- unga Svíþjóðar. Legsteinn hans átti að vera úr marmara með fallegri grafskrift. Meðan Kristín gældi við þessar hugmyndir sínar var Descartes grafinn í kirkju- garði í Stokkhólmi í reit sem ætl- aður var þeim óskírðu og gröf hans merkt með tréplanka. Krist- ín gleymdi Descartes fljótlega og ekkert varð úr hugmyndum henn- ar um stórbrotna útför heimspek- ingsins. Árið 1667 var lík Descartes grafið upp og flutt til Frakklands. Á leiðinni voru líkræningjar ansi athafnasamir og stálu beinum úr kistunni. Sama dag og komið var með líkamsleifarnar til Parísar (eða það sem eftir var af þeim) bannaði kaþólska kirkjan útgáfu á verkum heimspekingsins. Það átti ekki við Kristínu að vera drottning. Henni leiddist hlutverkið og afsalaði sér ríkinu, 27 ára gömul. Seinna á ævinni sá hún mjög eftir ákvörðun sinni. Hún gerðist kaþólsk og hélt til Rómar þar sem hún kynntist kardínálanum Azzolino sem hún elskaði af ákefð það sem hún átti eftir ólifað. Hún lést 62 ára gömul og Azzolino lést fimmtíu dögum seinna. kolla@frettabladid.is Levy fær Oranginn Small Island eftir Andreu Levy hlaut í síðustu viku bresku Orange-verðlaunin, en þau eru veitt fyrir bestu skáldsöguna sem skrifuð er af konu á ensku. Úrslitin komu mjög á óvart en fyrir fram hafði verið veðjað á skáldsögu Margaretar Atwood, Oryx and Crake, og The Colour eftir Rose Tremain. Small Island er gamansaga um innflytjendur í Bretlandi á sjötta áratugnum. Verðlaunin eru 30.000 pund. BÓKASKÁPURINN Alþjóðlegur Booker Fyrir tveimur árum komst sá orðrómur á kreik að breyta ætti bresku Booker-verðlaununum og hleypa bandarískum rithöfundum að þeim. Þetta olli nokkrum deilum í breskum bókmenntaheimi. Nú hefur niðurstaða fengist í þetta um- deilda mál því framvegis verða veitt alþjóðleg Booker-verðlaun, auk að- alverðlaunanna til bresks rithöfund- ar. Þeir rithöfundar sem gefið hafa út verk á ensku eða verið þýddir á ensku eru gjaldgengir til alþjóðlegu Booker-verðlaunanna og verðlauna- féð er 60.000 pund. Sérstök dóm- nefnd sér um tilnefningar og velur síðan vinningshafa. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á næsta ári. Formaður dómnefndar er gagnrýn- andinn og bókmenntaprófessorinn John Carey. Argentínskur prestur hneykslar Umtalaðasta bókin í Argentínu þessa daga er játningabók rómversk-kaþólsks prests. Jose Mariani er 77 ára og hefur verið prestur í 53 ár. Í bókinni segir prest- urinn frá kynferðissamböndum sínum við konur. Kirkjuyfirvöld hafa reiðst prest- inum og talsmaður erkibiskups hefur sagt að svo opinská skrif lýsi vanþroska og bókin hefði ekki átt að koma út. Fyrsta prentun var 3.000 eintök og þau seldust upp á nokkrum dögum. Til þess talar maður að leyna hugsun sinni. Halldór Laxness 20 19. júní 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown GENGIÐ UM ÓBYGGÐIR Jón Gauti Jónsson HÁLENDISHANDBÓKIN 2004 Páll Ásgeir Ásgeirsson BETTÝ Arnaldur Indriðason ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA Barbara Berger ÍSLENSK SPENDÝR Páll Hersteinsson UM HJARTAÐ LIGGUR LEIÐ Jack Kornfield STÓRA GARÐABÓKIN Forlagið GÖNGULEIÐIR Í REYKJAVÍK Reykjavíkurborg SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR LJÓÐASAFN TÓMASAR GUÐM. Tómas Guðmundsson SÁLMABÓK Ýmsir höfundar PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSL. KV. Ýmsir höfundar HOBBITINN J.R.R. Tolkien UNGLINGURINN Í SKÓGINUM Halldór Laxness ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON - Stórbók. Þórbergur Þórðarson DON KÍKÓTI I&II Cervantes BETTÝ Arnaldur Indriðason STEINN STEINARR - Ljóðasafn. Steinn Steinarr STÚLKA MEÐ PERLUEYRNAL. Tracy Chevalier SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold ALKEMISTINN Paulo Coelho ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson GRAFARÖGN Arnaldur Indriðason MÝRIN Arnaldur Indriðason ELLING - PARADÍS Í SJÓNMÁLI Ingvar Ambjörnsen ANNA, HANNA OG JÓHANNA Marianne Fredriksson RÖDDIN Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 02.06. - 08.06.2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 BARNIÐ OG TÍMINN EFTIR IAN MCEWAN Það er enginn vafi á því að Ian McEwan er einn besti skáldsagna- höfundur heims. Hann fékk á sínum tíma Whitbread-verðlaunin fyrir þessa bók, sem nú er komin út í ís- lenskri þýðingu. Barnabókahöfund- urinn Stephen Lewis fer með þriggja ára dóttur sinni í stórmarkaðinn og þar er henni rænt. Áhrifamikil bók og endirinn er einstaklega fallegur. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] [ BÓK VIKUNNAR ] West sendir frá sér skáldsögu Á þessum degi árið 1934 kom út hin kraftmikla og fyndna skáldsaga Nathanael West, Cool Million, siðferðileg háðsádeila um mann sem auðgast í kreppunni miklu. West var bandarískur gyðingur og naut ekki mikill- ar velgengni í lifanda lífi. Hann lést í bílslysi árið 1940 ásamt eiginkonu sinni, 37 ára gamall. Eftir dauða hans óx áhugi á verkum hans, sem njóta mikillar hylli í dag og þá sérstaklega skáldsagan The Day of the Locust. Árið 1649 kom Descartes til Svíþjóðar og það var síðasta ferð hans í þessum heimi: Drottningin og heimspekingurinn RENÉ DESCARTES Þessi mikli heimspekingur lést úr vosbúð við hirð Svíadrottningar. ÆVISAGA KRISTÍNAR DROTTNINGAR Um ævi hinnar sérvitru Svíadrottningar er fjallað í nýrri bók sem er ansi skemmtileg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.