Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 35
 - Vaxtalaust á Kringlukasti *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú128 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 7.995,- Þú sparar 7.000,- DSC-P73 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-P43 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 2.499 krónur í 12 mánuði* eða 29.988 krónur LAUGARDAGUR 19. júní 2004 23 Fjölmargir Íslendingar hafa unun af knattspyrnu og fylgjast grannt með gangi mála á Evrópumótinu í Portúgal. Könnun sem Sjónvarpið kynnti við upp- haf mótsins sýnir að búast megi við að um helmingur þjóðarinnar fylgist með keppninni að einhverju eða öllu leyti og enn fleiri eru hlynntir því að fréttatími Sjónvarpsins víki fyrir beinum útsend- ingum frá boltanum. Víst er að hópurinn sem fylgist með fótboltanum er hávær og fyrirferðarmik- ill en minna fer fyrir þeim sem ekki horfa á og leiðist eða jafnvel hundleið- ist knattspyrna. Sá hópur er fjölmennur en á í vök að verjast á vinnustöðum sín- um þar sem úrslit gærdagsins og leikirn- ir fram undan eru aðalumræðuefnið. Karl á fertugsaldri sagðist í samtali við Fréttablaðið eiga í vök í verjast á sín- um vinnustað, hann væri atyrtur af sam- starfsmönnum fyrir það eitt að hafa ekki áhuga á knattspyrnu. Sagði hann það sín mestu mistök að hafa ekki gætt þess að taka sér sumarleyfi meðan á keppn- inni stendur til að losna undan kvabb- inu sem hann líkti við einelti. Starfsmannastjóri í fjölmennu fjár- málafyrirtæki sagði að ekki hefði orðið vart óútskýrðra forfalla starfsmanna síð- ustu daga þó verið gæti að einstaka menn hefðu stungið sér út fyrir fjögur til að fylgjast með leikjunum. Hann sagði að sjónvarpstæki væru víða um hús og að flest þeirra hefðu verið stillt af erlendum fjármálastöðvum og yfir á RÚV þegar klukkan sló fjögur. Engar athugasemdir væru gerðar við slíkt enda stutt eftir af vinnudeginum og flestir bara með annað augað á sjón- arpsskjánum en hitt, sem betur fer, á tölvuskjánum. Starfsmannastjórinn lýsti ánægju sinn með þá staðreynd að leikir næstu viku, og raunar eftirleiðis, hæfust allir klukkan 18.45 þegar hefðbundnum vinnudegi er lokið. Þeir kráareigendur sem rætt var við kváðust ánægðir með aðsóknina það sem af væri en líkt og fram kom í blað- inu áður en mótið hófst voru menn heldur á því að rólegt yrði á börunum framan af en fjölga myndi þegar leikar tækju að æsast. Þeir sögðu allt hafa farið vel fram þó auðvitað væri stundum tekist á við barborðið, líkt og á vellinum sjálfum. Ólík sýn á liðsuppstillingar og leikskipu- lag væri þá umræðuefnið og hitnaði sumum í hamsi í slíku spjalli. Einn barþjónninn sagði að menn hefðu yfirleitt tekið óförum sinna manna í keppninni af sæmilegri yfirvegun. Á því væri reyndar sú undantekning að einum stuðningsmananna enska liðsins mislík- aði tapið gegn Frökkum svo ofboðslega að hann felldi tár og sagði sumarið ónýtt. Hinn sami tók þó gleði sína á ný eftir góðan sigur enskra gegn Svisslend- ingum og jafntefli Frakka og Króata og lýsti því yfir að þetta væri kannski ekki svo slæmt eftir allt saman. ■ HORFT Á LEIK ÞÝSKALANDS OG HOLLANDS Á GLAUMBAR Þjóðverjar voru yfir þegar hér var komið sögu og spekúlantarnir veltu fyrir sér hvort þjálfari Hollendinga myndi ekki gera breytingar á liði sínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI stjörnu stimpill frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu og þykja með þeim bestu um gjörvalla Evrópu. Helmingi ódýrari en Wembley Stjórnvöld í Portúgal hafa bent á að þótt mörgum finnist miklu fé eytt í vellina sjö er samanlagður kostnaður þeirra rúmlega helm- ingi minni en eytt er í Wembley, hinn nýja þjóðarleikvang Englend- inga. Gamli Wembley var rifinn fyrir nokkru og er smíði á þeim nýja þegar hafin. Áætluð verklok eru á þarnæsta ári en kostnaður- inn er um 757 milljónir punda. Wembley kemur vissulega til með að verða mun stærra mann- virki en portúgölsku vellirnir. Hann mun taka um 90 þúsund manns í sæti og þar verða tvö þús- und klósett, sem er mun meira en gengur og gerist á öðrum knatt- spyrnuvöllum. Ósanngjarn samanburður „Vellirnir í Portúgal eru ekki lé- legir en það er ósanngjarnt að bera þá saman við Wembley,“ sagði Simon Inglis, sem hefur skrifað fjölda bóka um knatt- spyrnuvelli víða um heim. Inglis segir að tölurnar gefi ekki rétta mynd þar sem allur kostnaður sé reiknaður inn í kostnaðaráætlun á nýja Wembley, þar á meðal lög- fræðikostnaður og kaupin á landi undir völlinn. „Fasteignaverð í Lundúnum er til að mynda mjög hátt og landið undir Wembley kostar eitt og sér um hundrað milljónir punda,“ útskýrir Inglis. „Völlurinn verður líka afar vel bú- inn svo það er ekki hægt að bera þá saman. Það er raunhæfara að bera portúgölsku vellina saman við það sem gerist hjá ensku úr- valsdeildarliðunum.“ Verkfræðingurinn Alan Crane hefur einnig bent á að í kostnaðar- áætlun Wembley sé gert ráð fyrir breytingum á samgöngum, þar á meðal lestarkerfi. Crane bendir einnig á að Wembley sé mun stærri völlur og því sé ekki hægt að bera vellina saman. „Það er miklu ódýrara að byggja 50 þúsund manna völl en 100 þús- und manna völl. Kostnaðurinn eykst til muna við hvert sæti sem bætist við,“ segir Crane og bætir við að það þurfi að taka ýmsa þætti með í reikninginn. „Það þarf að tæma völlinn á ákveðnum tíma. Að koma 100 þúsund manns út á tíu mínútum kostar sitt. Þar að auki er vinnuafl á Englandi mun dýrara en í Portúgal,“ segir Crane. 31 milljarður á sex árum Portúgalska ríkisstjórnin viður- kennnir fúslega að hafa eytt miklu fé í að gera Evrópumótið eftirminnilegt. Ríkisstjórnin gerir þó ráð fyrir að umsnúningur verði á efnahagslífi þjóðarinnar þar sem tekjur af keppninni sjálfri sem og sá fjöldi fólks sem sækir hana kemur til með að skila um 260 milljónum evra eða 22 millj- örðum króna aftur í þjóðarbúið. Þar að auki telur ríkisstjórnin að hann muni skila um 360 milljón- um evra eða rúmum 31 milljarði króna í þjóðarbúið á næstu sex árum. Það er dágóð upphæð fyrir hina rúmlega tíu milljón manna þjóð sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðamönnum. kristjan@frettabladid.is Af gleði og ógleði Íslendinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.