Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 40
19. júní 2004 LAUGARDAGUR28 ■ LEIKSÝNINGHVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Laugardagur JÚNÍ VIÐEY Lífsfagnaðarmessa sunnudaginn kl 14:00. Ferðir með Viðeyjarferjunni kl. 13:00 og 13:30. SUMARDAGSKRÁ VIÐEYJAR: Þriðjudagskvöld: Sögugöngur, jarðfræðigöngur, Serragöngur, fuglaganga, mara- þonganga og sigling. Sunnudagar: Fjölskyldudagar með siglingu úr Reykjavíkurhöfn, leiðsögn, helgi- stund og kaffiveitingum. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Breska sópransöngkonan Juliet Booth ásamt hinum heimsþekkta org- elleikara Christopher Herrick frá Englandi koma fram á fyrstu hádegis- tónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju. Góðir gestir stíga á svið í Þjóð- leikhúsinu í kvöld þegar Leik- deild ungmennafélagsins Efl- ingar í Þingeyjarsveit kemur og flytur leiksýninguna Landsmót- ið. Sýningin var valin áhuga- verðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. „Þetta gerist fyrir norðan á landsmóti ungmennafélaganna einhvern tímann á sjöunda ára- tugnum,“ segir Jón Benónýsson, formaður leikdeildarinnar. „Menn eru tímanlega byrjað- ir að búa sig undir að taka á móti þessu sunnanliði, en þar fyrir sunnan hafa orðið miklar breyt- ingar. Bítladæmið er komið á fulla ferð og þetta er allt annar heimur í rauninni sem kemur þangað norður. Það verða átök á milli norðanmanna og sunnan- manna, milli gömlu sveita- rómantíkurinnar og þessarar nýju menningar að sunnan. Inn í þessi átök fléttast síðan íþrótta- keppni og ástamálin og ýmislegt fleira. Norðanmenn eru ákveðn- ir að halda í sitt, sveitamenning- una og allt þetta gamla og gróna. En það raskast dálítið allt sam- an. Gamli góði ungmennafélags- andinn lætur svolítið á sjá.“ Höfundar eru Jóhannes Sig- urjónsson og Hörður Þór Benón- ýsson. Jóhannes er ritstjóri hér- aðsfréttablaðsins Skarpur á Húsavík, en Hörður Þór er múr- ari og bóndi í Reykjadalnum. Hörður Þór er enn fremur bróðir Jóns, formanns leikhóps- ins, og þriðji bróðirinn er síðan Arnór Benónýsson, sem leik- stýrir verkinu. Leikdeild ungmennafélagsins Eflingar hefur undanfarin tíu ár verið í fremstu röð áhugaleik- félaga. Þetta er í annað sinn sýn- ing hans er valin áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins af dóm- nefnd Þjóðleikhússins, og tvisvar að auki hefur sýning hópsins hafnað í öðru sæti. ■ „Við fjögur höfum látið okkur dreyma um það í mörg mörg ár að flytja þetta verk,“ segir Snorri Sig- fús Birgisson píanóleikari. Í kvöld ætlar hann, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og slagverksleikurunum Pétri Grét- arssyni og Steef van Oosterhout, að flytja verkið „Music for a Sum- mer Evening“ eftir bandaríska tónskáldið George Crumb. „Það kostar töluverðar tilfær- ingar að flytja þetta verk, enda hefur það aldrei verið flutt hér á landi áður.“ Verkið tekur um það bil 45 mín- útur í flutningi og verður spilað tvisvar á Kjarvalsstöðum í kvöld. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30, en þeir síðari klukkan 22. „George Crumb er eitt af allra virtustu og vinsælustu tónskáld- um Bandaríkjanna. Hann samdi þetta verk árið 1974, þannig að það er þrítugt um þessar mundir. Hljóðheimurinn er mjög skáldleg- ur og innblásinn, en jafnframt mjög nákvæmlega og nostursam- lega útfærður. Þetta er dálítið krefjandi fyrir hljóðfæraleikar- ana, bæði á hefðbundinn hátt en svo líka er það heilmikil vinna fólgin í því að ná fram öllum réttu hljóðunum. Við þurfum að kalla fram alls konar óvenjuleg hljóð bæði úr flyglunum og slagverks- hljóðfærunum.“ ■ Átök á landsmóti HUNDRAÐ METRA SPRETTUR Áhugaleiksýning ársins gerist á Landsmóti ungmennafélaganna á sjöunda áratugnum, þegar bítlaæðið raskar ró sveitamenningarinnar. Sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. ■ TÓNLEIKAR Norræn tónlist verður í hávegum höfð á tónlistarhátíð í Norræna hús- inu nú um helgina. Tónlistarhópur- inn Camerarctica flytur fjölbreytta efnisskrá með gömlum jafnt sem nýjum verkum frá Norðurlöndun- um. „Þessi tónlist er lítið spiluð og fer kannski í skuggann af öðrum tónskáldum,“ segir Ármann Helga- son. „En við erum hluti af Norður- löndunum og eigum að halda þessa tónlist í heiðri.“ Á morgun verður Camerarctica síðan með barnatónleika í Norræna húsinu þar sem flutt verða norræn sönglög og svo tónlistarævintýrið „Það sem Vestanvindurinn sá“ eftir Árna Harðarson. Sögu- maður er Harpa Árnardóttir. Börnin fá að syngja með og hreyfa sig. Einnig koma fram tveir ungir hljóðfæraleikarar, þau Ingvar Haukur Jóhannsson, níu ára, sem leikur bæði á fiðlu og kor- nett, og Gunnhildur Halla Ármannsdóttir, sjö ára, sem leikur á blokkflautu. ■ ■ TÓNLEIKAR FJÓRIR TÓNLISTARMENN Þau ætla að flytja frægt verk eftir George Crumb á Kjarvalsstöðum í kvöld.  16.00 Tríó sænska trommuleikar- ans Erik Qvick leikur á þriðju sumartónleikum veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Með Erik leika þeir Ásgeir Ás- geirsson á gítar og Thomas Markusson á kontrabassa. Kalla fram óvenjuleg hljóð HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Flytja norræn verk TÓNLISTARHÓPURINN CAMERARCTICA Býður upp á norræna tónlistarhátíð í Norræna húsinu nú um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.