Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 45
33LAUGARDAGUR 19. júní 2004 ■ TÓNLIST MTV sjónvarpar dansveislu á NASA Fyrir stuttu var haldin keppni á MTV-sjónvarpsstöðinni í Bret- landi þar sem ungt fólk gat unnið ferð til Íslands. Viðburðurinn er einn liður af mörgum í markaðs- setningu á Right Guard Extreme sem er nýtt svitasprey frá Gillette og nú er komið að því að sigurveg- ararnir leggi land undir fót. Af þessu tilefni verður haldin dansveisla á NASA í kvöld sem MTV og útgáfufyrirtækið Hed Kandi standa að ásamt Gillette. Fjöldi breskra fjölmiðlamanna er mættur hingað til lands til að fjalla um atburðinn en MTV áætl- ar að búa til klukkutíma þátt um Íslandsförina þar sem aðaláhersl- an verður lögð á fagnaðinn á NASA. Heitustu plötusnúðar Lundúnaborgar, þeir Mark Doyle og John Jones og raddsnillingur- inn Peyton, halda uppi brjálaðri stemningu þar langt fram á nótt en útgáfufyrirtækið Hed Kandi ætlar sér að taka upp dansveisl- una og gefa út geisladiskinn Hed Kandi Live from Reykjavik. Plötusnúðateymi útgáfufyrirtæk- isins leggja það í vana sinn að spila á Hed Kandi tónleikum víða um heim og hafa meðal annars komið við á Ibiza, í Amsterdam, Ástralíu og Bandaríkjunum. Nú hefur Ísland bæst við í hópinn og fyrir skemmtanaglaða Íslendinga er gott að vita að opnað verður á NASA klukkan tíu í kvöld. ■ MARK DOYLE Verður meðal þeirra plötusnúða sem þeyta skífum á NASA í kvöld en hann er einn sá heitasti í Bretlandi um þessar mundir. BALL ■ Skemmtanaglaðir Íslendingar mæta breskum verðlaunahöfum og sjónvarps- liði MTV á NASA í kvöld en þar ætla heit- ustu plötusnúðar Breta að halda uppi stemningunni langt fram á nótt. HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Hellur steinar N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 3 7 / si a. is Reykjavík: Malarhöf›a 10 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina þér að kostnaðarlausu eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8-18 og 10-14 laugardaga. Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarkitektunum Birni Jóhannssyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins og heimkeyrslunnar þér að kostnaðarlausu. Ráðgjöf landslagsarkitekta 540 6800 HEILSAR AÐDÁENDUM Hasarmyndaleikarinn Jackie Chan heilsar aðdáendum sínum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Umhverfis heiminn á 80 dögum, í Los Angeles á dögunum. Madonna verður Esther Poppdrottningin Madonna hefur ákveðið að aftengja sig frá þeirri lostafullu ímynd sem hún hefur verið þekkt fyrir til þessa vegna trúar sinnar. Samhliða þessu ætlar hún að taka upp nafnið Esther eftir drottningu úr gamla testamentinu. Í viðtali við ABC News til- kynnti hún að hún ætlaði sér að skipta um nafn vegna trúar- bragða sinna, Kabbalah, sem sækja rætur sínar í gyðingdóm. Madonna heitir réttu nafni Madonna Louise Veronica Ciccone, og var skýrð eftir móður sinni sem dó þegar hún var 5 ára gömul. Madonna var alin upp á kaþólsku heimili en hefur skipt um trúarbrögð. „Ég vildi tengja mig öðru nafni,“ sagði hún í viðtalinu. „Þetta er á engan hátt afneitun á persónu móður minnar. Mig lang- aði til þess að tengjast orku nýs nafns. Ég eyddi áratug í það að af- klæða mig og láta taka af mér myndir. Ég blótaði í sjónvarpinu og svoleiðis. Ég sé ekkert eftir því... það fara allir úr fötunum þessa dagana. En hvað svo?“ Söngkonan virðist einnig vera handviss um að Kabbalah sé ekki tískufyrirbrigði. „Ég verð svolítið pirruð þegar fólk heldur að þetta séu einhverjir siðir fræga fólks- ins sem ég ákvað að fylgja. Þetta er mjög alvarlegt fyrir mér,“ sagði hún. ■ MADONNA Esther... drottning poppsins?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.