Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR FYLKIR Í BELGÍU Fylkir mætir belgíska liðinu Gent klukkan 13 í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í fótbolta. Seinni leikur liðanna fer fram í Árbænum á laugardaginn. Í Landsbankadeild kvenna tekur Þór/KA/KS á móti ÍBV klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20. júní 2004 – 166. tölublað – 4. árgangur Götutískan ber þess merki að þjóðerniskennd er Íslendingum í blóð borin. Bolir með mynd af skjaldarmerkinu, rollum og forsæt- isráðherranum eru í tísku. HÆGAR NORÐLÆGAR ÁTTIR Áfram bjartviðri víða um land, sérstaklega vestan til. Þurrt að mestu. Sjá síðu 6. KONA FANNST LÁTIN Vegfarandi fann lík eldri konu í fjörunni í Fossvogi og lét lögreglu vita. Ekki er talið að um glæp sé að ræða. Lögregla var við störf á vett- vangi í um einn og hálfan tíma og var svæðið í kring ekki girt af heldur vaktað af lögreglumönnum á meðan rannsókn stóð yfir í fjörunni. LÍTILL ÁHUGI Lítill almennur áhugi virðist vera á forsetakosningunum sem fram fara um næstu helgi. Stjórnmálafræð- ingur segir mest spennandi að fylgjast með því hversu margir skila auðu. Sjá síðu 2 FJÁRLÖG Í VINNSLU Vinna við fjárlög næsta árs er í fullum gangi en engar ákvarðanir hafa verið teknar um sparnað Landspítala - háskólasjúkrahúss. Sjá síðu 2 MEST ANDSTAÐA HJÁ BRETUM OG DÖNUM Leiðtogar Evrópusam- bandsins eru ánægðir með stjórnarskrána. Ríkin þurfa að samþykkja hana og er talið að andstaðan verði mest í Bretlandi og Danmörku. Sjá síðu 4 BANDARÍKJAMENN VERÐI UM KYRRT Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að hryðjuverkamenn hafi unnið sigur ef bandarískir þegnar sem starfa í Sádi-Ar- abíu muni yfirgefa landið. Sjá síðu 2 SÍÐA 16 og 17 ▲ ▲ LÍKFUNDUR Eldri kona fannst látin í fjörunni í Fossvogi um klukkan þrjú eftir hádegi í gærdag. Þeg- ar blaðið fór í prentun í gær- kvöld hafði ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. Vegfarandi fann lík konunnar í fjörunni og lét lögreglu vita. Ekki er talið að konan hafi látist vegna glæpsamlegs athæfis. Menn frá rannsóknarlögregl- unni voru við störf á staðnum í um einn og hálfan klukkutíma og á meðan vöktuðu lögreglumenn svæðið til að koma í veg fyrir umgang fólks. Miðað við að svæðið í kringum fundarstað líksins var ekki afgirt með borð- um bendir allt til að ekki hafi verið framinn glæpur. Líklegt er talið að ekki hafi liðið mjög lang- ur tími frá því að konan lést og þar til hún fannst. Mikið af fólki var á ferð skammt frá fjörunni enda er Foss- vogurinn vinsælt útivistarsvæði. Margir vegfarendur stöðvuðu til að fylgjast með en lögreglan bað þá vinsamlega að halda ferð sinni áfram. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hjóna- bandsmiðlanir um allan heim mala gull á að kynna austur- evrópskar og asískar konur fyrir vestrænum karlmönnum. Baldur Ágústsson forseta- frambjóðandi segir að hefja verði embætti forseta til virðingar á ný. Hann hefði skrifað undir fjölmiðlalögin en setur spurningamerki við inngönguna í Nató. Samningur: Titanic fær vernd BANDARÍKIN, AP Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa undirritað sátt- mála um að verja flak farþega- skipsins Titanic fyrir þjófnaði og skemmdum. Samkvæmt honum verður sett reglugerð sem tak- markar rétt manna til að kafa nið- ur að flakinu. Að auki verður það lýst alþjóðlegur minningarreitur og þar með verður lagt bann við því að munir verði teknir úr skip- inu þar sem það liggur á hafsbotni 360 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands. Um 1.500 manns létust þegar Titanic sökk árið 1912, flak þess fannst ekki fyrr en fyrir átján árum. ■ Kona fannst látin í fjörunni í Fossvogi Vegfarandi fann lík konunnar og lét lögreglu vita. Ekki er talið að um glæp hafi verið að ræða. SÍÐUR 18 & 19 Vill hefja forsetaemb- ættið til virðingar ▲ SÍÐA 16 „GEIMFLAUG EITT“ SpaceShipOne situr á flugbrautinni og bíð- ur fyrsta geimskotsins á mánudag. Söguleg stund í Kaliforníu: Fyrsta einka- geimflaugin KALIFORNÍA SpaceShipOne, sem er fyrsta eins manns einkageimfarið, fer í loftið á mánudag yfir Mojave- eyðimörk Kaliforníu. Geimflaugin mun lyftast upp í skýin með hjálp flugvélarinnar White Knight og þaðan verður henni skotið 100 km upp í geiminn. Í reynsluflugi í maí náði Space- ShipOne upp í 64 km hæð, en svo hátt hefur engin einkaflaug komist áður. Burt Rutan, sem smíðaði geimflaugina, vonast eftir Ansari X-verðlaununum fyrir að búa til fyrstu óopinberu geimflaugina sem nær út í geiminn. Þá mun flug- maðurinn verða fyrsti óbreytti borgarinn til að fljúga út fyrir gufuhvolf jarðar. ■ Mala gull á hjónabands- miðlun Forsetinn og sviðakjammar á bringunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.