Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 12
Benjamin „Bugsy“ Siegel var myrtur fyrir 57 árum en hann var brautryðjandi í skipulagðri glæp- astarfsemi á vesturströnd Banda- ríkjanna. Hann var skotinn á heimili ástkonu sinnar, Virginiu Hill, í Beverly Hills í Kaliforníu. Hann hafði verið á tali við sam- starfsmann sinn, Allen Smiley, þegar skotið var á hann í gegnum glugga. Þrjú skot hæfðu Siegel í höfuðið og hann lést samstundis. Bugsy ólst upp í fátækt í Brooklyn og náði að koma undir sig fótunum sem afbrotaungling- ur og ásamt félaga sínum Meyer Lansky, tókst honum að koma á laggirnar glæpaneti sem byggði á bruggi og fjárhættuspilum um alla New York borg. Bugsy hellti sér út í glamúrlíf- ið í Hollywood og kynntist stærstu nöfnum þess tíma svo sem Cary Grant, Clark Gable og Jean Harlow. Árið 1945 fékk Bugsy nýja hug- mynd. Í fjögurra klukkutíma akst- ursfæri frá Los Angeles var dauf- legur eyðimerkurbær Las Vegas en í honum var leyfilegt að stunda fjárhættuspil. Bugsy ákvað að byggja Flamingo-hótelið í miðri eyðimörkinni en framkvæmdirn- ar voru fjármagnaðar af glæpa- samtökunum í New York. Þetta markaði upphaf Las Vegas eins og við þekkjum hana í dag. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1837 Viktoría drottning tekur við bresku krúnunni eftir að frændi hennar og konungurinn Vil- hjálmur IV fellur frá. 1893 Lizzie Borden er sýknuð af því að hafa myrt föður sinn og stjúp- móður með exi. 1948 Dálkahöfundurinn Ed Sullivan frá New York byrjar feril sinn sem spjallþáttastjórnandi í sjónvarpi með þættinum Toast of the Town á CBS. 1959 Fyrrverandi þungavigtarhnefa- leikameistarinn Floyd Patterson endurheimtir titilinn með því að rota Svíann Ingemar Johanson. 1963 Sovétmenn og Bandaríkjamenn komast að samkomulagi um að leggja sérstaka neyðarsímalínu, svokallaða „hotline“, á milli leið- toga sinna þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. BUGSY Var skotinn þremur skotum í höfuðið er hann dvaldist hjá ástkonu sinni í Beverly Hills. Þrennt er á dagskrá Hrafnkels Kristjánssonar íþróttafrétta- manns hjá RÚV, í vikunni; Knatt- spyrna, golf og fjölskyldan. „Ég er að vinna nú um helgina og verð því í fríi á morgun og á þriðjudag,“ segir Hrafnkell, sem hyggst nota þá daga til golfiðk- unar en hann þykir lunkinn kylfingur og er með 9 í forgjöf. „Ég spila helst í mínum heima- bæ, Hafnarfirði, en fer svo sem hingað og þangað,“ segir hann aðspurður um hvar hann leiki helst golf. „Svo fer ég að vinna á mið- vikudaginn og þá verður knatt- spyrnan í aðalhlutverki. Fjórir leikir eru í Landsbankadeildinni þá um kvöldið og ég mun lýsa einum þeirra í útvarpi. Í kjölfar- ið fylgja svo lýsingar á leikjum EM í Portúgal í sjónvarpi. Það snýst allt um fótbolta í vinnunni þessa dagana,“ segir Hrafnkell, sem virðist ekki gráta það neitt ofboðslega. Hann er enda knattspyrnu- maður sjálfur og lék meðal ann- ars með FH. Nú hefur hann hins vegar fært sig niður um deildir og leikur með Deiglunni í þriðju deild. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn eftir viku og eitt- hvað þurfum við að búa okkur undir hann. Ætli við spriklum ekki tvisvar sinnum nú í vikunni, það er voðalega rólegt yfir þessu í þriðju deildinni,“ segir hann. Þrátt fyrir að hafa gaman af fótboltanum finnst Hrafnkeli ágætt að fá frí um næstu helgi. „Ég mun njóta þess undir lok vikunnar að fá helgarfrí og gera þá eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.“ ■ Knattspyrna, golf og fjölskyldan HRAFNKELL KRISTJÁNSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Knattspyrnan er fyrirferðarmikil í vinnunni hjá honum næstu daga. 12 20. júní 2004 SUNNUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT NICOLE KIDMAN Þessi fjölhæfa leikkona er 37 ára í dag. 21. JÚNÍ Hvað ertu búin að bera út lengi? Síðan í fyrrahaust. Hvað ertu með í vasan- um? Veski, síma og vasahníf. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að ferðast. Hvert er þitt mottó? Að vera hress. [ BLAÐBERI VIKUNNAR ] PÉTUR KARL HEMMINGSEN Ragnheiður Guðmundsdóttir, lést 4. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Svavar Guðbjartsson, frá Lambavatni, lést 15. júní. Sigurlaug Siggeirsdóttir, Seli, Stokkseyri, lést 16. júní. Þorsteinn Árnason, Yrsufelli 8, lést 17. júní. Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, áður til heimilis í Dynskógum 20, lést 17. júní. Friðrik Lindberg Márusson lést 17. júní. „Þetta er partur af því að koma af stað hreyfingu gegn fordómum og stuðla að friði manna á milli,“ seg- ir séra Gunnar Sigurjónsson en hann vann óvenjulegt „prests- verk“ á föstudaginn þegar hann lyfti samtals 510 kg og hlaut titil- inn sterkasti prestur heims. „Upphafsmaðurinn er bosníski presturinn Ante Ledic sem opin- berlega hefur lýst því yfir að vera heimsins sterkasti prestur. Mark- mið mitt var að slá hann út og vekja um leið athygli á merkilegu starfi hans,“ segir séra Gunnar en presturinn Ante Ledic hefur unn- ið ómetanlegt unglingastarf með- al stríðshrjáðra í Bosníu. „Hann telur að börn og ung- lingar í stríðshrjáðum löndum séu í mikilli hættu hvað varðar fíkni- efnaneyslu, vændi og annan ólifn- að og hefur staðið fyrir alls kyns íþróttamótum fyrir krakkana. Þau taka hann sér til fyrirmyndar því honum er mikið í mun að eyða for- dómum milli múslima og krist- inna á sínu starfssvæði. Hann er talin vera ógn við öfgasinnaða múslima og þeir hafa reynt að drepa hann nokkrum sinnum. Síð- asta morðtilraunin var þegar hann var að koma úr messu á jóla- dag. Þá svaraði Ante Ledic umsát- ursmönnum og sagðist skilja að þeir vildu drepa sig en bað um að það reyndu það frekar á skrifstof- unni sinni eða heima hjá honum svo aðrir yrðu ekki fyrir árásinni. Þetta er alvörumaður sem heims- byggðin mætti taka sér til fyrir- myndar en um leið vonast ég til að uppátækið sé hvatning fyrir eldri karlmenn til að lyfta sér til ánægju, kapps og heilsubótar.“ Alþjóðlegir dómarar voru á svæðinu til að athuga hvort allt færi rétt fram hjá Gunnari en á föstudaginn lyfti hann 130 kílóum í bekkpressu, 150 í hnébeygju og 230 kílóum í réttstöðulyftu. „Þetta fór fram úr björtustu vonum og ég get ekki annað en verið ánægður,“ segir Gunnar sem hefur æft kraftlyftingar með þjálfaranum Kjartani Má Hall- kelssyni í Nautilus síðustu sjö árin og kemst nú vonandi í heims- metabók Guinness fyrir afrekið. „Félagar mínir í Bandaríkjunum ætla að reyna að finna prest til að slá metið mitt þar og ef þeir finna engan segjast þeir ætla að vígja sterabolta í prestsstarfið. Aðalat- riðið er að sjálfsögðu ekki að ég sé sterkasti prestur í heimi heldur að vakin sé athygli á því að við um- göngumst hvort annað af kærleika, tillitssemi og umburðarlyndi.“ tora@frettabladid.is HEIMSMET GUNNAR SIGURJÓNSSON ■ Presturinn í Digraneskirkju er sterkasti prestur í heimi. Hann hvetur karlmenn til að lyfta sér til ánægju, kapps og heilsubótar og vill með afrekinu vekja athygli á heimsfriði. VIKAN SEM VERÐUR HRAFNKELL KRISTJÁNSSON ■ íþróttafréttamaður hjá RÚV hefur í nógu að snúast í vikunni þar sem fótbolti og golf koma við sögu ásamt fjölskyldunni. 20. JÚNÍ 1947 BUGSY SIEGEL ■ glæpaforingi var drepinn í Beverly Hills fyrir 57 árum. Hann lagði meðal annars grunninn að Las Vegas eins og við þekkj- um borgina í dag með byggingu Flamingo-hótelsins. GUNNAR SIGURJÓNSSON Er sterkasti prestur heims og tekur við titlinum af Ante Ledic sem hefur unnið öflugt starf meðal stríðshrjáðra í Bosníu. Pétur Karl er blaðberi vikunnar hjá Frétta- blaðinu. Hann hefur það mottó að vera hress og er bæði duglegur og kvartanalaus í blaðburðinum. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræð- ingur er 51 árs. Nanna Guðbergs- dóttir, kaffihúsa- eigandi og fyrrver- andi fyrirsæta, er 30 ára. Már Guðmunds- son, yfirmaður hjá Alþjóðagreiðslu- bankanum í Sviss, verður fimmtugur mánudaginn 21. júní. Hann tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Þróttar í Laugardal í dag, sunnudag, á milli klukkan 17-20. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R G ÍS LA SO N Heimsins sterkasti prestur Glæpamaðurinn Bugsy drepinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.