Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 16
16 20. júní 2004 SUNNUDAGUR Þegar flett er upp orðinu „marri- age agency“ á mest notuðu leit- arvélum veraldarvefsins kemur upp ótæmandi listi yfir hjóna- bandsmiðlanir eða fleiri milljón- ir. Við nánari athugun á niður- stöðunum kemur í ljós að lang- flestar vefsíðurnar eru hjóna- bandsmiðlanir sem hafa lifi- brauð sitt af viðskiptum við að koma vestrænum karlmönnum í samband við austur-evrópskar og asískar konur. Á síðunum eru skrár yfir þúsundir einhleypra kvenna sem eiga það sameigin- legt að vilja komast í hjónaband með vestrænum mönnum. Skrárnar hafa að geyma ítarleg- ar útlitslýsingar auk mynda af konunum. Víða eru leitarvélar á upphafssíðunum þar sem við- skiptavinurinn skráir inn aldur, hæð, þyngd, augn- og háralit og auðveldar þar með leitina að draumakonunni. Fyrirtækin nota mismunandi leiðir til að koma á sambandi milli karla og þeirra kvenna sem eru á skrá. Starf- semin er fegruð í þeim skilningi að hvergi er tekið fram að kon- urnar séu til sölu, heldur er talað undir rós og miðlanirnar skil- greina starfsemi sína sem þjón- ustu. T.d. eru heimilis- og net- föng stúlknanna fáanleg gegn gjaldi og miðlunin verðleggur þýðingar á bréfum til þeirra. Margar hjónabandsmiðlanir skipuleggja hópferðir með farar- stjórn til Austur-Evrópu og Asíu þar sem mönnum gefst kostur á að fara á eins mörg stefnumót og þeir eru tilbúnir að greiða fyrir- tækinu fyrir. Ferðir af þessu tagi eru marg- víslegar, þar sem þjónusta fyrir- tækjanna á áfangastað er allt frá ráðgjöf sálfræðinga til vændis. Í Setesdal í Noregi hafa verið haldnar sérstakar hjónabands- búðir fyrir einhleypar rússnesk- ar konur og norska menn. Í Norð- ur-Noregi eru mönnum seldar kynlífsferðir þar sem farið er með rútu til Múrmansk í Rúss- landi og gist á vændishúsum. Pólsk hjónabandsmiðlun heldur siglingaferðir fyrir skandinav- íska karlmenn með fjölda pól- skra kvenna í för og svo mætti lengi telja. Meirihluti þessara miðlana veitir viðskiptavinum sínum aðstoð við að ganga frá pappírum og formsatriðum svo að brúðkaup geti farið fram sem fyrst. Til eru hjónabandsmiðlan- ir sem veita afar einfalda þjón- ustu með því hreinlega að selja Vesturlandabúum eiginkonur og rukka aðeins eitt verð fyrir brúð- kaupið. Uppspretta orðatiltækis- ins „Mail order bride“ eða póst- kröfubrúðir má rekja til slíkra viðskipta, en heitið er títt notað á vefsíðum hjónabandsmiðlana. Konur sem söluvara Siðferði hjónabandsmiðlana er mismunandi og því ógerlegt að al- hæfa um alla starfsemi þeirra. Framboðið er gríðarlegt. Á heild- ina litið eru skilaboð vefsíðanna þó keimlík og auðvelt er að lesa á milli línanna. Á nánast öllum vef- síðum hjónabandsmiðlana eru færð rök fyrir ágæti austur-evr- ópskra kvenna samanborið við vestrænar konur. Helstu kostir þeirra eru fegurð, yndisþokki og tryggð. Hjónaband við þær trygg- ir stöðugleika og mikil áhersla er lögð á að aldursmunur skipti ekki máli. Sumar síðurnar taka sér- staklega fram áhuga kvennanna á eldri mönnum. Þar að auki hafa þær önnur gildi en hinar vest- rænu konur og eru uppteknari af að sinna börnum sínum og hlúa að fjölskyldunni. Jafnframt er rök- stutt hvers vegna vestrænar kon- ur eru erfiðari í samböndum en þær austur-evrópsku. Þær þykja of sjálfstæðar, uppteknar af eigin frama og velgengni í starfi. Körlunum bjóðast því auðfengnar og meðfærilegar konur sem hvor- ki svíkja né gera kröfur. Margar hjónabandsmiðlanir tryggja við- skiptavinum sínum 100% ánægju eða endurgreiðslu. Ekki er tekið fram hvað gerist ef konunni lýst ekki á manninn. Hvergi eru upp- lýsingar um bakgrunn mannsins teknar til athugunar og þannig getur sami maður sótt sér hverja konuna á fætur annarri á netinu. Það eina sem skiptir máli er að hann reiði fram umsamda fjár- hæð fyrir veitta þjónustu, hvernig svo sem hún er skilgreind. Víða í Evrópu hafa skapast vandamál þegar konum í miðluðum hjóna- böndum er varpað á dyr og eiga ekki í nein hús að vernda. Ástandið á Íslandi Íslenskir karlmenn eru eftir- sóttir meðal hjónabandsmiðlana því fyrst og fremst leita þær að fjárhagslega vel stæðum við- skiptavinum. Ógerlegt er að fá upplýsingar um fjölda sambanda af þessu tagi á Íslandi. Vitað er um fjölda austur-evrópskra og asískra kvenna sem hafa leitað sér hjálpar eftir slæma meðferð íslenskra eiginmanna þeirra. Á Norðurlöndum hafa verið gerðar rannsóknir á dvalarkonum kvennaathvarfa. Tove Smaadahl, forsvarsmaður kvennaathvarfa í Noregi, segist hafa orðið vör við afleiðingar miðlaðra hjónabanda og nefnir sérstaklega meðferð Norðmanna á rússneskum eigin- konum. Bendir hún á fjölmörg til- felli hrottafenginnar misnotkunar í norsk-rússneskum hjónabönd- um, en í kvennaathvörfunum eru rússneskar konur fjölmennastar á eftir þeim norsku. Það er í engu samræmi við fjölda Rússa í Nor- egi. Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum segir viðkvæmt að fjalla um þessi mál því hér á Íslandi býr fjöldi erlendra kvenna sem hefur flust hingað eftir eðlilegum leið- um. Í þeim hópi er lítill minnihluti kvenna sem býr við erfið kjör og giftist til Íslands til að flýja erfið- ar aðstæður í einkalífi og heima- löndum sínum. Áhyggjuefnið, segir Guðrún, eru ekki erlendu konurnar heldur þeir íslensku karlmenn sem á hæpnum forsend- um sækjast eftir konum í erfiðum aðstæðum. Tove Smaadahl segir að hjónabandsmiðlanir séu milli- liðir sem hagnast á bágri fjár- hagsstöðu kvenna og fullyrðir jafnframt að viðskiptavinir þeirra hafi vafasöm áform. Verslun með konur eða „traff- icing in women“ er vaxandi vandamál í heiminum sem al- þjóðasamtök af ýmsum toga reyna að berjast gegn. Sam- kvæmt skilgreiningu margra þeirra er starfsemi hjóna- bandsmiðlana ein birtingarmynd verslunar með konur eða jafnvel mansals, enda þótt aðeins lítið hlutfall fyrirtækjanna bókstaf- lega selji konur í hjónaband til Vesturlanda. Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér gegn verslun með konur og í maí í fyrra hófst átak Norður- landa og Eystrasaltslanda með sama markmið. Ísland tók virkan þátt í því samstarfsverkefni til að sporna við innflutningi erlendra kvenna til starfa á nektardans- stöðum, við húshjálp og í hjóna- bönd. Samkvæmt Gunillu Ek- berg, lögfræðingi og verkefnis- stjóra átaksins, ganga hátt í fjór- ar milljónir kvenna og barna kaupum og sölum á hverju ári í heimi klám- og kynlífsiðnaðar. Hún minnir einnig á að vandinn felist ekki einvörðungu í mansali heldur í kynlífsferðamennsku karla frá Vesturlöndum til fá- tækra landa. Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samning Samein- uðu þjóðanna um að koma í veg fyrir, stöðva og refsa fyrir man- sal með konur. thorat@frettabladid.is AUSTUR-EVRÓPSKUM KONUM ER LÝST Á VEFSÍÐUM SEM HINUM FULLKOMNU EIGINKONUM, KYN- ÞOKKAFULLAR OG UPPTEKNAR AF ÞVÍ AÐ VERÐA GÓÐAR MÆÐUR OG EIGINKONUR. SKYLDU ÞÆR LÝSA SÉR SVONA SJÁLFAR? „Áhyggjuefnið eru þeir íslensku karlmenn sem á hæpnum forsendum sækjast eftir konum í erfiðum aðstæðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. Hjónabandsmiðlanir um allan heim mala gull á því að kynna austur-evrópskar og asískar konur fyrir vestrænum karl- mönnum. Eftirlit með slíkum fyrirtækjum er erfitt því framboð er mikið og starfsemin fer fram í skjóli netsins. Póstkröfubrúðir russian-women.com: „Í hversdagslífinu er mjög erfitt fyrir eldri karlmenn að hefja ástarsambönd við miklu yngri konur en af einhverjum ástæðum er raunin ekki sú í sambönd- um sem hefjast á netinu. Þar hefur fólk minni áhyggjur af aldursmun og ástin byrjar að blómstra sem oft leiðir til hjónabands.“ girls4dating.com: „Einhleypar rússneskar stelpur eru ekki eins og dæmigerðar vestrænar konur sem þú ert vanur að fara út með. Rússneskar konur eru þekktar fyrir að vera tryggar eig- inkonur, frábærir elskhugar og vinir.“ girls4dating.com: „Elskulegar stúlkur frá Úkraínu eru við- kvæmar, kynþokkafullar og kvenlegar. Þessar stelpur eiga það til að klæðast fleygnum og eggjandi fötum, svo ekki fá áfall þegar þú kemur til Úkraínu og sérð brjóstahaldalausar skvísur. Þar fyrir utan eru konur frá Úkraínu álitnar þær falleg- ustu í heimi.“ Á rbrides.com: „Rússneskar konur hafa hefðbundin fjöl- skyldugildi og fegurð til að verða full- komnar eiginkonur vestrænna karla. Þær eru það sem mæður okkar kenndu okk- ur að leita að í fari kvenna. (...) Rússland hefur ekki orðið fyrir áhrifum femínisma og rússneskar konur telja það mikilvæg- ustu hlutverk sín að verða góðar mæður og eiginkonur.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.