Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 27
25 ár og mun beita mér virkilega fyrir því að embættið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun heldur sé til fyrirmyndar í stjórnsýsl- unni.“ Meðal markmiða Baldurs í embætti forseta er að beita sér fyrir bættri þjónustu við sjúka, aldraða og öryrkja. Þessi stefnu- mál hafa óneitanlega yfir sér póli- tískan blæ. Baldur segir svo hins vegar ekki vera: „Forseti getur vakið athygli á málum en ákvörð- unarvaldið er ekki hjá honum. Ég vil draga línu þarna á milli og ætla ekki að reyna að skipa Al- þingi fyrir. En ég get kallað sam- an menn sem bera mál þessa fólks fyrir brjósti, rætt við þá um áhyggjur þeirra, áhuga og áhuga- mál. Svo get ég komið þeim mál- um á framfæri við ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Vald forsetans er í sjálfu sér nokkuð takmarkað en mig langar til að sýna þessum málum áhuga og leggja þeim lið eins og ég get án þess að blanda mér í stjórnsýsluna.“ Málskot í neyð Baldur er hlynntur því að for- seti getið skotið málum til þjóðar- innar. Hann líkir málskotsréttin- um við björgunarbát. „Það að mál- skotsrétturinn hefur ekki verið notaður í 60 ár þýðir ekki að við þurfum ekki einhvern tímann að grípa til hans. Málskotsrétturinn á því að vera til staðar til að nota í neyðartilfellum rétt eins og björg- unarbátur en ekki þegar mann langar að skreppa í siglingu,“ seg- ir Baldur og telur ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin ranga. „Mér finnst það mál alls ekki hafa verið af þeirri stærðargráðu eða óafturkræft, eins og sumt annað sem við höfum gert, að það rétt- læti það að skrifa ekki undir lögin. Ég hefði skrifað undir þessi lög.“ Baldur á erfitt með að benda á ákveðin mál sem hann hefði frek- ar skotið til þjóðaratkvæða- greiðslu. Hann segir að stundum komi upp neyðartilvik. „Við get- um tekið sem dæmi ef naumur meirihluti Alþingis samþykkti að taka upp dauðarefsingu á Íslandi og almenningur væri virkilega á móti því. Það myndi ég líta á sem alvarlegan hlut og óafturkræfan. Það er alltaf hægt að breyta lög- um um fjölmiðla eða vísa þeim til dómstóla. Það er verra ef það á að framselja landið okkar eða taka einhvern af lífi fyrir glæp. Ég vil að þessi réttur sé til staðar en að- eins notaður að vel athuguðu máli.“ Þjóðin átti að kjósa um Nató Baldur segir að hann hefði lík- lega látið þjóðina kjósa um inn- gönguna í Nató. Hann tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki haft aðgang að öllum þeim upplýsing- um sem lágu fyrir þegar sú ákvörðun var tekin. „Það er lík- lega eina málið þar sem hafa kom- ið upp virkileg ólæti og það eru til myndir af íslenskum lögreglu- mönnum að slást við íslenskt fólk með táragasi. Það er ógeðfelld sjón. Það að vopnlaus smáþjóð gangi í hernaðarbandalag er al- varlegur hlutur. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá hefði ég skoðað vandlega að skjóta því máli til þjóðarinnar þegar öll þessi ólga braust út meðal hennar. Það mál er einn af þeim hlutum sem er nær óafturkræfur,“ segir Baldur. Vigdís Finngbogadóttir, fyrr- verandi forseti, lýsir því yfir í óútkominni bók Ómars Ragnars- sonar að hún hefði látið þjóðina skera úr um hvort leyfa ætti virkjanaframkvæmdir við Kára- hnjúka þar sem um óafturkræfa framkvæmd er að ræða. Baldur hefði viljað skoða það mál nánar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvað ég hefði gert í því máli en það er vissulega óafturkræft mál sem hefði mátt skoða. Það sem skiptir máli er að við högum heimilis- haldinu eins og þjóðin vill í þenn- an stutta tíma sem guð gefur hverri kynslóð. En við skulum ekki gleyma því að við höfum kos- ið Alþingi sem fer með þessi mál fyrir okkur. Það að fara í andstöðu við þingið er alvarlegur hlutur út af fyrir sig og bendir til að eitt- hvað hafi gengið úr lagi ef forseti telur sig þurfa að gera það,“ segir Baldur. „Það að málskotsrétturinn hefur ekki verið notaður í 60 ár bendir kannski til þess að þingið hafi unnið sín verk vel og að for- setinn hafi metið það svo að hann hafi ekki þurft að grípa til þessa valds. Embættið mótast síðan af hverjum einstaklingi sem því gegnir og þar með tilfinningin fyrir því hvenær er rétt að grípa inn í og hvenær ekki,“ segir Bald- ur og bætir við að þó einn forseti á sextíu ára tímabili hafi kosið að nýta sér málskotsréttinn sé það ekki tilefni til að breyta stjórnar- skránni og fella hann úr gildi. Nauðsynlegt embætti Þó nokkrir hafa gagnrýnt for- setaembættið sjálft og sumir ganga svo langt að segja það til- gangslaust með öllu. Baldur telur embættið hins vegar nauðsynlegt. „Við eigum að hafa þjóðarleiðtoga sem hægt er að treysta á og líta upp til. Jafnvel á erfiðum tímum þegar stjórnmálamönnum ber ekki saman. Við eigum að hafa hlutlausan mann eða konu sem all- ir vita að tilheyrir þjóðinni óháð pólitík,“ segir Baldur sem telur að stjórnmálamenn eigi ekki að bjóða sig fram til forseta. „Þar reynir á siðferðisvitund þeirra sjálfra en það eru þeirra mann- réttindi að fá að bjóða sig fram.“ Samkvæmt skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Gallup hefur Ólafur Ragnar Grímsson mikið forskot á aðra frambjóðendur. Hann hefur mælst með frá 60% til tæplega 90% fylgi. Ástþór Magn- ússon hefur verið með tæpt pró- sent og Baldur með frá 5% til 10% fylgi. „Ég finn mikinn meðbyr og fólk vill fá frið um þetta emb- ætti,“ segir Baldur sem er óhræddur við að fara gegn sitj- andi forseta, þótt margir telji það óvinnandi vígi. „Þegar maður hef- ur eitthvað að segja gerir maður það þó það sé erfitt. Ég er ekki að þessu af því að ég held að þetta sé auðvelt heldur af því mér finnst ég hafa eitthvað að segja. Mér finnst öll ástæða til að færa þetta embætti til fyrri virðingar.“ kristjan@frettabladid.is - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Portúgal 30. júní frá29.995.- Tryggðu þér síðustu sætin í sólina til Portúgal í maí eða júní á hreint ótrúlegum kjörum í beinu flugi Terra Nova til Portúgal. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna ferð og dvalið við frábærar aðstæður, enda er sumarið komið í Portúgal og auðvelt að njóta alls sem staðurinn hefur að bjóða. Og auðvitað nýtur þú þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Portúgal. Kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, í viku 30. júní. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann. Kr. 39.990 M.v. 2 saman í gistingu í viku 30. júní. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Tryg ðu þér síðust ti í li til t gal í júní á hrei t ótrúlegum kjör í beinu flug Terra Nova til Portúgal. Þ getur valið um vik eða tveggja vikna ferð og dvalið við frábærar aðstæður, enda er sumarið komi í Portúgal og uð- velt að njóta alls sem staðurinn hefur að bjóða. Og auðvitað nýtur þú þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Portúgal. SUNNUDAGUR 20. júní 2004 19 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Málskotsrétturinn á því að vera til staðar til að nota í neyðartilfellum rétt eins og björgunarbátur en ekki þegar mann langar að skreppa í siglingu. ,, Inngangan í Nató er líklega eina mál- ið þar sem hafa komið upp virkileg ólæti og það eru til myndir af íslenskum lög- reglumönnum að slást við íslenskt fólk með táragasi. Það er ógeðfelld sjón. Það að vopnlaus smáþjóð gangi í hernaðarbandalag er al- varlegur hlutur. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá hefði ég skoðað vand- lega að skjóta því máli til þjóðarinnar þegar öll þessi ólga braust út meðal henn- ar. Það mál er einn af þeim hlutum sem er nær óaftur- kræfur. ,, BALDUR ÁGÚSTSSON Forsetaframbjóðandinn segir að fólk beri minni virðingu fyrir forsetaembættinu. „Í fyrsta skipti í tíð núverandi forseta þykir orðið við hæfi að gera grín að honum,“ segir Baldur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.