Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.06.2004, Blaðsíða 31
EM Í PORTÚGAL Holland og Tékkland buðu áhorfendum upp á einum magnaðasta knattspyrnuleik sem spilaður hefur verið, fyrr og síðar. Lokatölurnar urðu 3-–2 Tékkum í vil og skoraði Vladimir Smicer sig- urmarkið á 87. mínútu leiksins. Með sigrinum tryggðu Tékkar sér sæti í 8-liða úrslitum, fyrst allra liða á EM. Leikurinn var stanslaust fjör frá upphafi til enda og boðið var upp á allt sem knattspyrnuleikur getur mögulega gert; sóknarleik af bestu gerð frá upphafi til enda, ótrúlegan hraða, fimm mörk, rautt spjald, dramatík og guð má vita hvað. Hollendingar byrjuðu betur og komust í 2-0 með mörkum frá Wilfred Bouma og Ruud Van Nistelrooy. En mögnuð endurkoma Tékka hófst með frábærum mörkum frá Jan Koller og Milan Baros og hún var síðan fullkomnuð með áðurnefndu marki Smicers. Það voru taktísk mistök hjá Dick Advocaat, þjálfara Hollands, í stöðunni 2–1 sem komu Tékkum inn í leikinn á ný, en þá tók hann vængmanninn Ariel Robbin af leikvelli og freisti þess að halda fengnum hlut. Sú breyting gekk engan veginn upp en úr varð ein- hver eftirminnilegasta endurkoma í einhverjum besta knattspyrnu- leikja allra tíma. „Annað mark þeirra virkaði sem köld sturta á liðið og vakti okkur. Bæði þessi lið vilja spila sóknarbolta. Það var æðislegt að spila þennan leik og ábyggilega líka að horfa á hann. Leikurinn náði aldrei að róast,“ sagði Pavel Nedved, fyrirliði Tékka. „Ég tók Robben útaf því þeir voru að fá of mikið pláss á miðjunni. Fólk talar um mín mistök en hvað með öll færin sem misfórust,“ spurði Advocaat í leikslok. ■ 23SUNNUDAGUR 20. júní 2004 ■ ■LEIKIR  13.00 Gent og Fylkir mætast í fyrstu umferð Intertoto-keppnin- nar í Belgíu.  16.00 Þór/KA/KS og ÍBV mætast í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.  20.00 Haukar og Njarðvík mætast í 1. deild karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  10.30 US Open 2004 á Sýn. Útsending frá þriðja keppnisdegi á Opna bandaríska meistaramót- inu í golfi.  11.30 Formúla 1 á RÚV. Upptaka frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Indianapolis í Bandaríkjunum.  13.20 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum gærdagsins á EM.  13.30 Inside the USA PGA Tour 2004 á Sýn. Fjallað er um band- arísku mótaröðina í golfi á nýstár- legan hátt.  13.50 Evrópubikarinn í frjálsum íþróttum á RÚV. Bein útsending frá Laugardalsvelli.  14.00 Europian PGA Tour 2004 á Sýn.  14.50 US PGA Tour 2004 - Highlights á Sýn.  15.45 Manchester-mótið á Sýn. Sjónvarpsmenn Sýnar slógust í för með fjölmörgum Íslendingum til Manchester og sáu leiki Íslands.  16.15 Gullleikir á Sýn. Útsending frá leik Barcelona og Man- chester United í Meistaradeild Evrópu árið 1998.  16.40 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá kappakstrinum í Indianapolis í Bandaríkjunum.  18.00 EM í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Rússa og Grikkja í A-riðli EM í fótbolta.  18.35 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Spánar og Portúgals í A-riðli EM í fótbolta.  20.40 US Open 2004 á Sýn. Bein útsending frá síðasta keppnisdegi á Opna bandaríska meistaramót- inu í golfi.  22.00 Helgarsportið á RÚV.  22.40 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum dagsins á EM.  23.15 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Rússa og Grikkja frá því fyrr um daginn.  00.40 EM í fótbolta á Sýn. Útsend- ing frá leik Rússa og Grikkja frá því fyrr um daginn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Sunnudagur JÚNÍ Mögnuð skemmtun Luis Figo langar ekki að hætta strax: Geri allt sem ég get EM Í PORTÚGAL Luis Figo segist ákveðinn í því að láta leikinn gegn Spánverjum í dag ekki verða þann síðasta sem hann spilar í skyrtu portúgalska landsliðsins. Figo gaf það út í síðasta mánuði að EM yrði hans síðasta verkefni með landsliðinu, og hungrar hann í velgengni með liði sínu á EM. „Vitandi það að hver leikur gæti orðið minn síðasti fyrir Portúgal gerir mig enn ákveðnari í að gefa allt sem ég á fyrir liðið, þjóðina og áhangendurna. Ég mun hafa hemil á tilfinningum mínum á sem faglegastan máta þar til þátt- töku okkar hér á EM lýkur,“ sagði Figo á blaðamannafundi í gær. Gríðarlega mikil eftirvænting ríkir fyrir leikinn og þurfa Portúgalar nauðsynlega á sigri að halda, en Spánverjum nægir jafntefli til að komast áfram í 8- liða úrslit. Taugatitringurinn í herbúðum beggja liða er í há- marki og er ljóst að þessar nágrannaþjóðir og erkifjendur munu ekki aðeins keppa í fót- bolta, heldur einnig um að við- halda þjóðarstoltinu. „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá að við værum í riðli með Spánverjum var að sá leikur yrði gríðarlega erfiður. Bæði lið hafa á að skipa stórkostlegum knatt- spyrnumönnum og spila svipaðan fótbolta. Með það í huga þá býst ég ekki við opnum leik, heldur verður baráttan í fyrirrúmi,“ segir Figo og bætir við að það verði mjög skrítið að mæta Spánverjum. „Raul og Fernando Morientes eru góðir vinir mínir og það verður einken- nilegt að spila á móti þeim,“ segir Figo. ■ VILL ENDA LANDSLIÐSFERILINN MEÐ STÆL Luis Figo hefur aldrei notið þeirrar velgengni með landsliðnu sem hann hefur gert með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. ÓTRÚLEG ENDURKOMA Í FRÁBÆRUM LEIK Tékkar stigu stríðsdans eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leiknum gegn Hollendingum í gær og sæti í 8-liða úrslitum var tryggt. Þýskaland og Lettland skildu jöfn í D-riðlinum: Arfaslakur leikur Þjóðverja EM Í FÓTBOLTA Möguleikar Þjóð- verja á að komast í 8-liða úrslit EM minnkuðu talsvert í gær þegar liðið náði aðeins marka- lausu jafntefli gegn baráttu- glöðum Lettum, sem hlutu að launum sitt fyrsta stig á stórmóti í knattspyrnu. Þýska liðinu dugir nú nánast ekkert minna en sigur í sínum síðasta leik gegn Tékkum ef þeir ætla sér að komast upp úr riðlinum, því Hollendingar eru fyrirfram taldir mun líklegri til sigurs gegn Lettum í sínum lokaleik. Í tilþrifalitlum fyrri hálfleik voru Lettar ívið betri aðilinn og sýndu að það er engin tilviljun að þeir séu komnir í þessa lokakeppni EM. Liðið var mjög agað og vel skipulagt aftarlega og beitti stórhættulegum skyndis- óknum þar sem Oliver Kahn þurfti í nokkur skipti að taka á honum stóra sínum. Eftir því sem leið á síðari hálfleik jókst pressa Þjóðverja án þess þó að þeir hafi náð að skapa sér nein afgerandi marktækifæri. Rudi Völler, þjálfari Þýska- lands, sagði það enga skömm að ná aðeins jafntefli gegn Lettlandi. „Ég get ekki kennt leikmönnunum um. Þeir gerðu allt sem þeir gátu. Lettar spiluðu frábæra vörn sem við náðum ekki að brjóta niður. Nú verðum við bara að vinna Tékka, svo einfalt er það,“ sagði Völler. Sjálfur forseti Lettlands, Vaira Vike-Freiberga, var í skýjunum með þetta fyrsta stig sinnar þjóðar á stórmóti og kallaði leik- menn liðsins „Gulldrengi“. „Þetta sannar hversu gott lið við eigum og við eigum ennþá möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði forsetinn. Þjálfarinn Aleksandrs Starkovs var einnig hrærður. „Ég er svo stoltur af mínum mönnum. Við rituðum okkur í sögubæk- urnar í kvöld,“ sagði hann. ■ Í VONDUM MÁLUM? Alexander Frei og Wayne Rooney kljást í leik Englendinga og Sviss í vikunni. Frei segist saklaus EM Í PORTÚGAL Alexander Frei, sóknarmaður svissneska lands- liðsins, neitar að hafa hrækt á Steven Gerrard, miðjumann enska landsliðsins, í leik liðanna á fimmtudag. Þýska ríkissjónvarpið náði myndum af atviki þar sem Frei á í útistöðum við Gerrard, og þegar sá enski snýr sér undan virðist Frei skyrpa aftan á hálsinn á honum. Viðbrögð Gerrard eru á þann veg að hann snýr sér við furðu lostinn og þurkar eitthvað af hálsinum á sér. En Frei segist blásaklaus. „Ég hrækti ekki. Ég myndi aldrei gera það. Ég sýni til- finningar mínar inni á vellinum en ég geri ekki svona,“ segir Frei. „Kannski blótaði ég honum eitt- hvað en það er fullkomlega eðlilegt í öllum fótboltaleikjum,“ bætti Frei við. Þrátt fyrir að yfir- lýsing frá Gerrard og enska knattspyrnusambandinu hafi ekki borist hefur Evrópska knatt- spyrnusambandið þegar ákært Frei og verður úrskurður kveðinn upp í hádeginu í dag. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Francesco Totti, sóknarmaður Ítala, dæmdur í þriggja leikja bann fyrir sams- konar atvik í vikunni, og ef Frei reynist sekur má búast við sömu refsingu fyrir hann. ■ Tékkar lögðu Hollendinga í einhverjum besta knattspyrnuleik síðari ára. Mörkin urðu fimm á endanum en hefðu getað orðið á annan tug. FYRSTA STIGINU FAGNAÐ „Gulldrengirnir“ frá Lettlandi fögnuðu eins og þeir hefðu unnið sjálfan Evrópumeistara- titilinn í leikslok í gær. Þetta var fyrsta stig Letta á stórmóti í knattspyrnu. C-RIÐILL Lettland–Þýskaland 0–0 Holland–Tékkland 2–3 1–0 Bouma (3.), 2–0 Nistelrooy (18.), 2–1 Koller (23.), 2–2 Baros (71.), 2–3 Smicer (88.). STAÐAN Í RIÐLINUM Tékkland 2 2 0 0 5–3 6 Þýskaland 2 0 2 0 1–1 2 Holland 2 0 1 1 3–4 1 Lettland 2 0 1 1 1–2 1 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM Holland–Lettland mið. 23. júní 18.45 Þýskaland–Tékkland mið. 23. júní 18.45 ■ STAÐA MÁLA ■ EM MOLAR ROMMEDAHL TÆPUR Meiðslin sem Dennis Rommedahl, hinn eld- fljóti vængmaður Dana, varð fyrir í leiknum gegn Búlgörum eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Þó er ekki ljóst hvort hann verði leikfær í næsta leik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.