Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 1
● nuno gomes tryggði portúgal sigur EM í fótbolta: ▲ SÍÐA 23 Portúgal áfram en Spánverjar úr leik MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR REYKJAVÍKURSLAGUR Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Íslandsmeistarar KR taka á móti Fram. Leikurinn hefst klukkan 21 vegna leikja í Evrópukeppninni í Portúgal. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HANN HANGIR ÞURR Í DAG og víða verður bjart yfir. Vindur er áfram hægur og tiltölulega hlýtt ennþá Sjá bls. 6. 21. júní 2004 – 167. tölublað – 4. árgangur LOKS ANDLIT Á ESB Sérstakur forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins verður nú kjörinn í fyrsta skipti. Eiríkur Bergmann segir að loks sé komið andlit á samband- ið. Sjá síðu 2 ÞRÝST Á STJÓRNVÖLD Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna segir ljóst að þrýst verði á stjórnvöld að lækka styrki til landbúnaðarins. Bændur séu ekki undir það búnir. Sjá síðu 4 ÓTTAST ÖLDU OFBELDIS Írakar búa sig nú undir öldu ofbeldis sem búist er við í kjölfar valdaafsals bandamanna þann 30. júní næstkomandi. Forsætisráðherra Íraks telur upplausn Írakshers mistök. Sjá síðu 2 MISFERLISMÁLUM MUN FÆKKA Ný lög um fasteignasölur munu fækka slysum og misferlismálum, segir formaður Húseig- endafélagsins. Með tilkomu þeirra verði „bönd- um komið á svörtu sauðina.“ Sjá síðu 6 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Einar Páll Kjærnested: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Fjölbreytt að vera fasteignasali ● hús ● fasteignir Skálholtshátíðin: ▲ SÍÐA 18 Skilur við hátíðina í blóma ● hætt eftir 30 ára starf Benedikt Erlingsson: ▲ SÍÐA 30 Veit hvernig á að gera gott leikhús ● notar stærðfræðiformúlu BANDARÍKIN Bill Clinton, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, seg- ir það hafa verið mistök hjá stjórn George Bush að ráðast til innrásar í Írak án samþykkis og samvinnu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í viðtali sem birt verður í fréttaskýringaþætt- inum 60 mínútur innan tíðar en Clinton fékkst í viðtal vegna út- gáfu nýrrar bókar hans um sitt eigið líf. Hann segir íbúa Íraks án efa búa við betri skilyrði eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli en telur þó að starfsemi hryðjuverkamanna í landinu hafi aukist eftir innrásina og segir að varast verði að leyfa þeim að ná fótfestu þar. Hann segir innrásina hafa verið þess virði þrátt fyrir að tímasetning Bush hafi ekki verið sem best að hans áliti. Bók Clintons, My Life, kemur út næstu daga í Bandaríkjunum en þar segir hann hispurslaust frá lífi sínu frá unga aldri fram til dagsins í dag. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Það er engin skýr- ing á því af hverju loðnustofninn ætti að vera hruninn og persónu- lega hef ég ekki trú á því,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. Hver sá dagur sem líður án þess að tangur né tetur finnist af loðnu á Íslandsmiðum gerir útvegs- menn áhyggjufyllri og fer þeim fjölgandi sem grunar að stofninn sé einfaldlega hruninn. Mun Hafrann- sóknastofnunin gera úrslitatilraun næstu tvær vikur til leitar fyrir vestan og austan land og hafa fjölda loðnuveiðiskipa sér til full- tingis. Björgólfur segir að ef í ljós komi að stofn loðnu hér við land sé hruninn sé það áfall fyrir þjóðarbú- ið í heild og ekki einungis sjávarút- veginn. „Það hefur engin vísinda- leg úttekt verið gerð á efnahagsleg- um áhrifum þessa ef satt reynist en mér telst lauslega til að þjóðarbúið verði af tíu til ellefu milljörðum króna í útflutningstekjum. Þá eru ótalin öll önnur áhrif sem slíkt hefði óneitanlega í för með sér. Mörg störf í landvinnslunni mundu tapast og bræðslur færu strax að finna fyrir loðnuskorti. Þá er ómögulegt að segja til um áhrifin á aðra fiskistofna en fræðingar segja að loðnan sé mjög mikilvæg fæðu- tegund og enginn veit í hvað annar fiskur sækir ef engin er loðnan.“ Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur ekki ólíklegt að loðnustofninn sé hruninn. „Það hafa komið fram ákveðnar vísbendingar í þá átt. Sjórinn hefur hitnað talsvert og það er sannað að loðnan þolir það illa. Í þokkabót má ekki gleyma því að veturinn 2001-2002 var mikill fugladauði fyrir norðan land, sem gaf til kynna að lítið væri af fiski á ferðinni. Það er í raun undarlegt að menn skuli vera hissa á þessu því náttúran hefur verið síbreytileg í milljónir ára og furðulegt að ganga að því sem vísu að allt sé á sínum stað ár eftir ár.“ „Seint verður gert of mikið úr mikilvægi loðnu við strendur landsins. Hún er ein mikilvægasta fæða margra tegunda, þar á meðal hvala, sela, sjófugla og bolfisks. albert@frettabladid.is Fyrrverandi Bandaríkjaforseti tjáir sig um Íraksstríðið: Clinton gagnrýnir Bush Hrun loðnustofnsins kostar þjóðarbúið ellefu milljarða Örvænting hefur gripið um sig meðal útvegsmanna enda líður nú hver dagurinn án þess að vart verði við loðnu á miðum landsins. Sé stofninn hruninn munu áhrifin vara um langa hríð og kosta þjóðarbúið tugi milljarða króna. Opnun Elliðaáa: Borgarstjóri landaði laxi STANGVEIÐI Þórólfur Árnason borgar- stjóri landaði fyrsta laxinum úr Ell- iðaánum í gærmorgun, en borgar- stjóri opnaði árnar að venju. Er þetta fyrsti lax Þórólfs úr Elliðaám og annar laxinn sem hann landar um ævina. Laxinn sem Þórólfur veiddi á maðk í Fossinum var grá- lúsug fjögurra punda hrygna sem hann landaði eftir snarpa viðureign klukkan hálf átta í gærmorgun. Þrír laxar voru komnir á land um hádegi í gær. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, land- aði 5,5 punda laxi í Teljarastreng og Helga Jónsdóttir borgarritari veiddi fimm punda lax í Ullarfossi. Bergur Steingrímsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sagði veiðina fara vel af stað og að hann væri bjartsýnn fyrir sumarið. Sjö laxar voru gengnir í gegnum teljarann við rafstöðina í Elliðaár- dal þegar veiðin hófst í gær. ■ VISKUBRUNNUR BILL CLINTON Í viðtali við 60 mínútur segir Clinton að innrás Bandaríkjamanna í Írak án sam- þykkis SÞ hafi verið mistök. BORGARSTJÓRI ÁNÆGÐUR MEÐ FENGINN Þórólfur Árnason borgarstjóri var að vonum glaður með fyrsta lax sumarsins úr Elliðaánum. Borgarstjóri veiddi laxinn, sem var fjögurra punda grálúsug hrygna, á maðk í Fossinum. Er þetta annar laxinn sem Þórólfur landar um ævina. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.