Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 4
4 21. júní 2004 MÁNUDAGUR AP, WASHINGTON George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að efnahag- ur Bandaríkjanna sé að styrkjast. Ýmsir sérfræðingar hafa hins veg- ar haldið hinu fram, að hann sé að veikjast. Bush segir að atvinnu- möguleikum fari fjölgandi vegna dugnaðar bandarískra verkamanna. „Ameríka hefur búið til 1,4 millj- ónir nýrra starfa frá því í ágúst síð- astliðnum,“ segir forsetinn. „Efna- hagur okkar hefur ekki vaxið svona hratt í nánast tvo áratugi. Samdrátt- urinn var einn sá stysti og grynnsti í sögu Ameríku.“ Bush segir að atvinnulausum hafi fækkað í 46 ríkjum og að nú sé verið að skapa ný störf sem eigi að gefa laun yfir meðallagi í iðnaði, menntun og framleiðslu. Bush bætti því svo við að til þess að viðhalda vextinum þyrfti hann að viðhalda því skattafyrir- komulagi sem nú ríkir, viðhalda opnum viðskiptaháttum, bæta skólakerfið og bæta þjálfunar- ferli verkamanna. Hann segist hafa fulla trú á því að Banda- ríkjamenn séu reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum. ■ LANDBÚNAÐUR „Margir íslenskir bændur eru alls ekki búnir undir miklar breytingar sem verða á þeirra högum ef stuðningur stjórnvalda breytist eða minnkar í framtíðinni,“ segir Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands. Ný skýrsla Efnahags- og samvinnu- stofnunar Evrópu, OECD, gefur til kynna að styrkir til landbúnað- arins hérlendis séu með því hæsta sem gerist í heiminum og telja ýmsir að íslenskum stjórnvöldum sé ekki stætt á að halda slíkum stuðningi áfram gagnvart alþjóð- legum aðilum. Í skýrslunni kemur fram að ís- lensk meðalfjölskylda greiðir sem svarar rúmlega 200 þúsund krón- um beinlínis til styrktar landbún- aði hér á landi, sem þó virðist duga skammt þar sem fjölmargir bænd- ur hafa lítið upp úr krafsinu. Ari segir að allar gagnrýnisraddir séu af hinu góða enda engin kerfi svo góð að ekki megi endurskoða þau annað slagið. „Nú veit ég ekki hvernig OECD fær út þessar tölur en ég get bent á að það sem flokk- ast undir landbúnað hér á Íslandi er mun víðtækara en erlendis. Þannig eru styrkir Dana til dæmis eingöngu til ræktunar og slátrunar dýra en hér flokkast umhverfismál og skólamál einnig inn í landbúnað- inn. Bændaskólinn á Hvanneyri heyrir þannig undir landbúnað en ekki menntun og vera má að þetta skekki myndina.“ Ari er hins vegar ekki í neinum vafa um að erlendur þrýstingur gegn hérlendum stjórnvöldum muni aukast í framtíðinni og gefa verði eftir í stuðningi og höftum ýmiss konar. „Þessi mál er einmitt verið að ræða þessa dagana við erlend ríki en burtséð frá útkom- unni er klárt að mjög margir reiða sig á stuðning ríkisins og hafa ekki búið í haginn fyrir breyting- ar eða skerðingar á þeim stuðn- ingi. Þannig eru dæmi um offjár- festingar víða í geiranum og það liggur fyrir að slíkir aðilar munu berjast í bökkum í framtíðinni.“ albert@frettabladid.is Líkamsárás: Skarst mikið í andliti LÖGREGLA Tæplega þrítugur maður skarst mikið í andliti eftir að rúm- lega tvítugur maður barði hann með bjórflösku í höfuðið á Húsavík. Mönnunum sinnaðist þar sem þeir voru staddir á leikvelli skammt frá fjölbýlishúsum í bæn- um. Málið er því næst sem upp- lýst þar sem árásarmaðurinn hef- ur játað verknaðinn. Rannsókn mun þó fara fram af hálfu lögregl- unnar þar sem vitni verða yfir- heyrð en þaðan fer málið fyrir dómstóla. ■ Lögreglan á Blönduósi: Hærri meðalhraði LÖGREGLA Meðalhraði hefur verið hærri en vanalega um helgina og tvo dagana þar á undan að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Um miðjan dag í gær var búið að kæra 55 ökumenn fyrir hraðakstur þessa daga. Lögreglan segir marga áhuga- menn um bíla hafa lagt leið sína til Akureyrar á bíladaga. Í þeim hópi séu margir sportbílaeigend- ur sem margir sögðust sjaldan fara út á land og skýrðu þannig hraðaksturinn. Þegar bíladagar voru á Akureyri síðasta sumar var meðalhraði einnig hærri en venja er, að sögn lögreglunnar. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ertu spennt(ur) fyrir forsetakosn- ingunum á laugardaginn? Spurning dagsins í dag: Fylgistu með Evrópukeppninni í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 66% 34% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ÁSTÞÓR OG YFIRMAÐUR RÚV Ástþór vill ekki mæta í sjónvarpsupptöku hjá stofnuninni. Ástþór Magnússon: Segir RÚV beita ritskoðun FORSETAKOSNINGAR Forsetafram- bjóðandinn Ástþór Magnússon hefur hafnað boði um að mæta til sjónvarpsupptöku hjá Ríkissjón- varpinu á morgun þar sem hann ætlar að starfsmenn stofnunar- innar klippi þáttinn til í brenglaðri mynd. Ætlar hann hins vegar að taka þátt í beinni útsend- ingu sjónvarpsins annað kvöld þar sem ekkert færi gefst á að klippa til efnið eftir hentugleika yfirmanna RÚV, eins og Ástþór orðar það í fréttatilkynningu. ■ VEGFARANDI SLÖKKTI ELD Eldur kviknaði í bíl á Kirkjubæjar- klaustri í gær. Vegfarandi var fljótur að átta sig, sótti slökkvi- tæki og náði fljótlega að slökkva eldinn. Engin slys urðu á fólki. FÉLL Í GRÝTTRI HLÍÐ Erlendur ferðamaður slasaðist eftir að hann féll í grýttri hlíð á Dverg- hömrum á Síðu. Að sögn lögregl- unnar á Vík var ferðalangurinn líklega beinbrotinn er ekki var ljóst hversu mikið. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykja- víkur. AP, ÍSRAEL Yfirvöld í Ísrael hleyptu 500 palestínskum verkamönnum af Gaza-svæðinu inn í landið í gær. Þetta er í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem það er gert. Þeim hafði verið bannaður að- gangur inn í landið síðan Sheikh Ahmed Yassin, leiðtogi Hamas- samtakanna, var drepinn í mars. Yfirmenn ísrealska hersins segja að auknar öryggisaðstæður geri þeim nú kleift að hleypa verkamönnunum aftur inn í landið. 500 manns er mjög lítill hluti þeirra verkamanna sem eru at- vinnulausir á svæðinu. Aðeins þriðja hver fjölskylda á svæðinu er yfir fátæktarmörkum. Þessi ákvörðun Ísraelsstjórnar þykir sýna að stjórnvöld séu ekki jafnhrædd við hryðjuverkaárásir Hamas og áður. ■ HEY Í HARÐINDUM Flestir eru sammála um að ekki líði á löngu þar til stuðningur við landbúnaðinn minnki til muna vegna þrýstings erlendra þjóða og margir bændur eru ekki undir slíkt búnir. Bændur ekki búnir undir breytingar Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna býst við að þrýst verði á stjórnvöld að draga úr styrkjum til landbúnaðarins. Bændur séu hins vegar alls ekki búnir undir miklar breytingar. PALESTÍNSKIR VERKAMENN Verkamenn af Gaza-svæðinu halda hér á lofti pappírum sem veita þeim aðgönguleyfi inn í Ísrael. Verkamenn á Gaza-svæðinu: Hleypt inn í Ísrael á ný GEORGE W. BUSH Kosningabaráttan er byrjuð og menn deila um efnahag Bandaríkjanna. George W. Bush: Segir að efnahagurinn sé nú að styrkjast RÓ KOMIN Á AKUREYRI Ró var að færast yfir Akureyrar- bæ um hádegi á sunnudag eftir langa og nokkuð annasama helgi. Aðfaranótt sunnudags gekk vel fyrir sig ef undan eru skilin tvö innbrot í bíla. Margt fólk hefur verið í bænum frá því um miðja viku og hefur lögreglan haft í nógu að snúast. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.