Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 6
6 21. júní 2004 MÁNUDAGUR Leitað að Karadzic: Eftirlýstur á afmælisdaginn SARAJEVO, AP Hersveitir Nató í Bosníu auglýstu í dagblöðum eftir stríðsglæpamanninum Radovan Karadzic á spaugilegan hátt í dagblöðum landsins. Mynd var af flugmiða til Haag, sem gilti aðeins eina leiðina. Orðið „fljótlega“ var prentað undir myndina. Þannig vildi til að auglýsing- arnar voru birtar á afmælisdegi Karadzic, sem fagnaði 59 ára af- mæli sínu í útlegð sinni. Í auglýsingunni voru Bosníu- menn minntir á að Karadzic væri glæpamaður en hann er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árin 1992-1995. Einnig voru hengd upp vegg- spjöld um gjörvalla Sarajevo. Töluvert var um að vegfarendur rifu þau niður í mótmælaskyni. Karadzic hefur náð að forðast handtöku í tæpan áratug. Lög- reglan hefur leitað hans ákaft síðustu mánuði. Mark Hope, talsmaður Nató, sagði að auglýsingaherferðin væri hluti af yfirstandandi her- ferð sem á að minna almenning á að það er ólöglegt að styðja stríðsglæpamenn. ■ Slysum og misferlis- málum mun fækka Ný lög um fasteignasölur munu fækka slysum og misferlismálum, segir formaður Húseigendafélagsins. Hann telur að með tilkomu þeirra verði „böndum komið á svörtu sauðina“ í stéttinni. VIÐSKIPTI „Nýju lögin fela í sér miklar réttarbætur og munu tryggja eða stuðla að öruggari viðskipum um fasteignir og meiri fagmennsku. Þau munu óefað fækka slysum og misferlismálum með því tjóni, kostnaði og leiðind- um sem þeim fylgja,“ sagði Sig- urður Helgi Guðjónsson hrl. og formaður Húseigendafélagins um ný lög um fasteignasölur, sem taka gildi 1. október næstkom- andi. Hann sagði að fyrri lög um fasteinasölu hafi verið „meingöll- uð og allsendis ófullnægjandi“. Nýju lögin kæmu flestum til góða, bæði kaupendum og seljendum sem og ábyrgum og traustum fasteignasölum og fasteignamark- aðinum í heild sinni. „Í lögunum er óhjákvæmilega þrengt að þeim fasteignasölum sem eru óvandaðir og óábyrgir og standa sig ekki í stykkinu og eins almennt réttindaleysi í stéttinni,“ sagði Sigurður Helgi. „Böndum verður komið á svörtu sauðina og vonandi hverfa þeir að mestu. Sífellt berast fregnir af ljótum málum þar sem fasteignasalar hafa brugðist trausti og jafnvel dregið sér eða svikið út háar fjárhæðir frá grandalausum viðskiptavinum sín- um. Síðustu misserin hefur keyrt um þverbak í þessum efnum og stór mál komið upp hvert ofan í annað um misferli og óvönduð vinnubrögð hjá fasteignasölum sem hafa stór- skaðað viðskiptamenn þeirra og fasteignamarkaðinn í heild. Enda voru mörg og alvarleg svikamál meðal annars tilefni að setningu hinna nýju laga.“ Sigurður Helgi benti á að í lög- unum væri mælt fyrir um sérstaka og öfluga eftirlitsnefnd sem og þarfar og mikilvægar reglur um meðferð og varðveislu fasteigna- sala á fé viðskiptamanna. Síðustu misserin hefði borið æ meira á að menn sem ekki hefðu löggildingu sem fasteignasalar og fullnægðu ekki skilyrðum til þess, settu á stofn fasteignasölur, ættu þær og rækju, en fengju til starfa löggiltan fasteignasala og stund- uðu starfsemina í skjóli hans. Þá hefur rekstur „útibúa“ farið úr böndum. Við þessu væri brugðist í nýju lögunum. jss@frettabladid.is Tækniháskóli Íslands: Metaðsókn HÁSKÓLAIÐNNÁM Á sjöunda hundrað umsóknir hafa borist í Tæknihá- skóla Íslands. Aldrei hafa fleiri sótt um í skólann en um 800 nemendur stunduðu þar nám síðasta vetur. Eingöngu er hægt að innrita um 200 nemendur í háskólann og því standa stjórnendur frammi fyrir að hafna stórum hluta umsóknanna. Eftirspurn í sumar námsbrautir há- skólans hefur aukist um 500 pró- sent. Stjórnendur skólans telja helstu ástæðu mikilla vinsælda tæknináms vera góðar atvinnuhorf- ur tæknimenntaðra, segir í fréttatil- kynningu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða hæstaréttardómari ætlar aðláta af störfum í október? 2Hversu margir nemendur brautskráð-ust frá Háskóla Íslands á laugardag- inn? 3Hvað heitir fyrsta einkageimflaugin,sem skotið verður út í geim í dag? Svörin eru á bls. 22 HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir það fagnaðarefni að skilyrði séu sett fyrir löggildingu fasteignasala og menntunar- og reynslukröfur auknar til muna. Útlendingalög: Dýrkeypt karlremba PARÍS, AP Þeir útlendingar sem mæla með að fólki sé mismunað eða það beitt ofbeldi á grundvelli kynferðis, stjórnmálaskoðana eða útlits síns gætu í framtíðinni átt á hættu að vera vísað úr landi í Frakklandi. Þetta er meðal ákvæða í laga- frumvarpi sem franska þingið er með til umræðu. Þar er fjallað um á hvaða grundvelli megi vísa útlend- ingum úr landi. Kveikjan að þessu er mál íslamsks klerks sem sagðist í vissum tilfellum láta óátalið að menn berðu eiginkonur sínar. Honum var vísað úr landi en brottvísunin síðar felld úr gildi og honum hleypt til Frakklands á ný. ■ Grænfriðungar: Væntanlegir til Ísafjarðar HVALVEIÐAR Grænfriðungar hyggjast gera strandhögg á Ísafirði á morgun en þá leggst að bryggju Esperanza sem er nýjasta skip samtakanna. Er þetta fyrsta stopp skipsins hér á landi en hugmyndin er að farið verði hringinn kringum landið eins og gert var á síðasta ári til að kynna málstað samtakanna. Verður lögð áhersla á hvalaverndun, mengun í hafinu og loftslagsbreytingar. Tæp 58 þúsund aðilar hafa nú skrifað undir yfirlýsingu samtak- anna þar sem lýst er yfir vilja til að ferðast hingað til lands hætti stjórn- völd hvalveiðum með öllu. ■ EKKI HVALVEIÐAR Annað skip grænfriðunga kemur til lands- ins í dag. ÖLVUN Á ARNARSTAPA Erill var hjá lögreglunni á Stykk- ishólmi vegna ölvunar fólks á Arnarstapa en þar var nokkur fjöldi saman kominn um helgina. Gleðskapur fólksins gekk þó stór- áfallalaust fyrir sig. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SOFNAÐI Í GARÐI HEIMAMANNS Nokkur ölvun var á dansleik sem haldinn var á Kirkjubæjar- klaustri á laugardagskvöld og lentu nokkrir í stimpingum. Ball- ið gekk þó stórafallaust fyrir sig. Lögreglan sá um að keyra einn mann á vistarstað eftir að hann hafði sofnað inni í garði hjá heimamanni. ■ LEITAÐ AÐ KARADZIC Hér sést sérdeild lögreglunnar skoða farartæki í Bratunac-borg í mars síðastliðnum í leit sinni að stríðsglæpamanninum Radovan Karadzic.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.