Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 8
8 21. júní 2004 MÁNUDAGUR FILIPPSEYJAR, AP Gloria Arroyo hef- ur verið endurkjörin forseti Fil- ippseyja. Arroyo tók við forseta- embættinu á miðju síðasta kjör- tímabili af fyrrum forseta, Joseph Estrada, en kosningasigur hennar var staðfestur eftir að endurtaln- ingu atkvæða var lokið, sex vikum eftir að forsetakosningar áttu sér stað í landinu. Lófatak kvað við þegar þingnefnd sú sem umsjón hafði með endurtalningunni til- kynnti að Arroyo hefði unnið kosningarnar með tæplega millj- ón fleiri atkvæðum en helsti and- stæðingur hennar, kvikmynda- stjarnan Fernando Poe yngri. Poe hafði áður lýst sig sigurvegara kosninganna og ásakað stuðnings- menn Arroyo um að hafa keypt at- kvæði og áreitt kjósendur. Allt út- lit er fyrir að Arroyo sverji emb- ættiseið í næstu viku en Poe hefur þó enn möguleika á að áfrýja úr- skurði nefndarinnar til kjörnefnd- ar hæstaréttar. Her og lögregla eru í viðbragðsstöðu vegna mögu- legra óeirða í kjölfar niðurstöð- unnar. ■ Samtök sem kalla sig al-Kaída á Arabíuskaga hafa staðfest að Abdul Aziz al-Muqrin hafi verið skotinn til bana á föstudaginn þegar hann ásamt þremur öðrum var að losa sig við lík Bandaríkja- mannsins Paul Johnson. Johnson var sem kunnugt er hálshöggvinn á föstudag eftir að hafa verið haldið í gíslingu í viku. Talsmenn sendiráðs Sádi-Arabíu í Wash- ington telja að þar með hafi náðst umtalsverður árangur í barátt- unni við al-Kaída þar sem Muqrin hafi verið helsti forvígismaður samtakanna í heimalandi þeirra. Þeir segja enn fremur að almenn- ingur í Sádi-Arabíu sé „ævareið- ur“ yfir aftökunni á Johnson. Muqrin og fylgismenn hans voru króaðir af á bensínstöð í Riyadh eftir að vitni sáu til þeirra varpa líki út úr bíl sínum. Samtökin al- Kaída á Arabíuskaga höfðu hótað ríkisstjórn Sádi-Arabíu að þeir myndu taka Johnson af lífi ef vopnabræðrum þeirra yrði ekki sleppt úr sádi-arabískum fangels- um. ■ SVONA ERUM VIÐ MANNFJÖLDI Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR 17. JÚNÍ 1995 20 þúsund 2000 30 þúsund 2004 60 þúsund – hefur þú séð DV í dag? Níðingur vill áfrýja til Evrópu GLORIA ARROYO Umdeildur sigurvegari forsetakosninganna á Filippseyjum. Niðurstöður sex vikum eftir forsetakosningar á Filippseyjum: Arroyo endurkjörin Unnið að vírusvörnum: Tölvuvírus í farsímum Nú hefur komið í ljós að tölvu- vírusar geta borist í farsíma með sms skilaboðum en Cabir er heitið á fyrsta símavírusnum sem hefur verið uppgötvaður. Cabir vírusinn er ekki talinn alvarlegt áhyggju- efni fyrir farsímanotendur en get- ur þó þurrkað út ýmsar upplýs- ingar úr símanum og sent sms skilaboð á aðra síma. Ókunnugt viðhengi fylgir vírusnum sem far- símaeigandinn verður að sam- þykkja til að síminn smitist. Hægt er að þekkja vírusinn Cabir á því að orðið „Caribe“ birtist á skjá farsímans þegar vírusinn nær til hans. Ákveðið hefur verið að reyna að meðhöndla farsíma- vírusana með svipuðu varnar- kerfi og notast hefur verið við í tölvum. ■ FARSÍMI Cabir vírusinn er ekki talinn alvarlegt áhyggjuefni fyrir farsímanotendur en getur þó þurrkað út ýmsar upplýsingar . Var að losa sig við lík Bandaríkjamannsins Paul Johnson. Helsti forsprakki al-Kaída felldur í Sádi-Arabíu Þessi mynd er af al-Kaída mönnunum þremur sem létust í umsátrinu. Muqrin er í miðjunni. ATVINNA Hannes Smárason, aðstoðar- forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Hannes ætli að ein- beita sér að starfi stjórnarformanns Flugleiða. Hann mun þó áfram verða ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Hannes hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu skömmu eftir stofnun fyrirtækisins og hefur í sjö ár verið lykilmaður í vexti þess. ■ HANNES SMÁRASON Hannes ætlar að einbeita sér að starfi stjórnarformanns Flugleiða. Hannes Smárason: Hættur hjá ÍE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.