Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 21. júní 2004 Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060 Jam pack Taktu með þér í útileguna! Ibanez Jam pack kassagítar með ól, tuner og poka á aðeins 19.900 kr.- 22 ferðalög - KK & Maggi Eiríks Þessi vinsæla geislaplata fylgir frítt með á meðan birgðir endast! AP, SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna leggur nú áherslu á að vekja athygli á verkefni sem bíða í bar- áttunni við að hjálpa flóttamönn- um. Í fyrra fækkaði flóttamönn- um í heiminum en 17 milljón manns neyddust þó til þess að yfirgefa heimili sín vegna stríðsástands eða ofsókna í heimalandi þeirra. Megináhersla Sameinuðu þjóðanna nú er fólksflótti frá Darfur-héraði í Súdan. Dagurinn í gær var tileinkað- ur flóttamönnum og verður haldinn árlega til þess að vekja athygli á vandamálinu og koma því til skila hvernig hver ein- staklingur í hinum frjálsa heimi geti rétt fram hjálparhönd. Nokkur hundruð þúsund íbú- ar Darfur-héraðs búa við hung- ursneyð. Rúmlega milljón íbúar hafa flúið heimili sín í héraðinu. Sumir hafa náð fótfestu í ná- grannahéraðinu Tsjad þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru með búðir. Flóttamannabúðirnar fá ekki nægilega fjárveitingu til þess að mögulegt sé að koma öllum til hjálpar sem þangað leita. Leik- konan Angelina Jolie er í sjálf- boðastarfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar og kom fram á mál- þingi í Barcelona í gær. Hún lýsti ástandinu þar sem „skipu- lagslausri martröð“. Páfinn bað fólk í vikulegu ávarpi sínu í gær að leggja meira á sig til þess að hjálpa flóttafólki í heiminum. ■ Fimmtíu ára fangelsi: Nauðgaði dóttur sinni BANDARÍKIN, AP Dómstólar í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa dæmt Timothy Lucie, húsgagnasala á fimmtugsaldri, í fimmtíu ára fangelsi fyrir að nauðga ellefu ára gamalli dóttur sinni í sept- ember á síðasta ári. Stúlkan hengdi sig örfáum stundum eftir að ódæðið átti sér stað. Lucie viðurkenndi í yfirheyrslum lög- reglu í október að hafa nauðgað dóttur sinni í sturtunni á heimili þeirra. Hann dró játningu sína til baka þegar það átti að taka hana upp og sagði lögregluna hafa þvingað sig til að játa. ■ Kókaínframleiðsla: Minnsta í fjórtán ár VÍN, AP Nær þriðjungi minna land- svæði var lagt undir framleiðslu kókalaufa til kókaíngerðar á síð- asta ári en þremur árum fyrr samkvæmt nýrri skýrslu Samein- uðu þjóðanna. 154 þúsund hektarar landsvæð- is í Kólumbíu, Perú og Bólivíu voru á síðasta ári lagðir undir ræktun kókalaufa. Það er minnsta land- svæði sem hefur verið lagt undir ræktunina um fjórtán ára skeið í þessum þremur löndum sem sjá um stærstan hluta kókaínfram- leiðslu heimsins. Kókalaufin sem voru ræktuð í fyrra duga til fram- leiðslu 665 tonna af kókaíni. ■ Bresk kona: Myrti þrjú börn sín BRETLAND Bresk móðir sem afplán- ar nú lífstíðardóm fyrir að hafa myrt tvö börn sín var í gær dæmd fyrir að hafa einnig myrt þriðja barn sitt fyrir fimmtán árum. Þegar níu mánaða dóttir kon- unnar fannst látin í júní 1989 var lát hennar flokkað sem vöggu- dauði. Fjórum árum síðar var hún handtekin fyrir að kæfa tvö börn sín í svefni, fimm mánaða dreng og nítján mánaða stúlku. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðin á börnunum tveimur en það var ekki fyrr en nýlega sem hún gekkst við því að hafa einnig myrt frumburð sinn. ■ Seldi 120 stúlkubörn: Dæmdur til dauða KÍNA, AP Foringi klíku sem verslaði með rúmlega 120 stúlkubörn í Kína var dæmdur til dauða í gær. Tveir aðrir liðsmenn klíkunnar, sem starfaði í Henan-héraði, fengu lífstíðarfangelsisdóm fyrir þátttöku sína. Ekkert er vitað um örlög stúlknanna, sem voru seldar á ár- unum 1998 til 2003. Yfirvöld í Kína telja að þúsundir kvenna og barna séu seldar á ári hverju og reyna nú hvað þau geta til þess að uppræta vandann. Samkvæmt þeim er algengt að konur séu seld- ar í hjónaband, kynlífsþrælkun eða þær notaðar í þjónustustörf.■ ÓK Á 166 KÍLÓMETRA HRAÐA Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lög- reglunnar í Vík í gær. Sá sem hraðast ók var á 166 kílómetra hraða og voru þrír ökumenn á yfir 130 kílómetra hraða. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ANGELINA JOLIE Sendiherra Sameinuðu þjóðanna í sjálf- boðavinnu. Hjálpar til við að opna augu heimsins fyrir þeirri neyð sem flóttafólk stendur frammi fyrir í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar: Biðja um aðstoð vegna flóttafólks

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.