Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 14
21. júní 2004 MÁNUDAGUR Poppstjarnan Madonna hefur unnið mál sem varðaði rétt henn- ar til að meina veiðimönnum að fara inn á lóð hennar við Ash- combe-sveitasetrið í Suðvestur- Englandi. Madonna og eiginmað- ur hennar, kvikmyndaleikstjór- inn Guy Ritchie, vildu fá laga- legan úrskurð þess efnis og sögðu ágang ókunnra skerða rétt þeirra til einkalífs, veiða og skepnuhalds, en áður höfðu stjórnvöld ákveðið að hafa hluta eignarinnar opinn. Niðurstaðan var að loka fimmtán af sautján svæðum eignarinnar fyrir al- menningi, og hafa þau Madonna og Ritchie ekki frekar við það að athuga. Þau hjónin keyptu Ash- combe, sem er sex herbergja höfðingjasetur frá nítjándu öld og stendur rétt við hið fagra þorp Tollard Royal, fyrir tveim- ur árum síðan, en setrið var áður heimili ljósmyndarans Cecils Beaton og þykir ein af bestu fasana- og akurhænuveiðilend- um Englands. ■ NATO lögregla á heimsvísu Framkvæmdastjóri NATO spáir að fleiri muni óska eftir aðstoð banda- lagsins þegar fram líða stundir. Hann er sammála Halldóri Ásgríms- syni að öryggisgæsla fái sífellt meira vægi innan NATO. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, var staddur hér á landi fyrir skemmstu og fundaði með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra. Í lok mánaðarins hitt- ast leiðtogar aðildarríkja NATO í Tyrklandi og fara yfir stöðu mála. Efst á baugi verður ástandið í Afganistan, áframhaldandi dvöl friðargæsluliðsins í Kosovo og samskipti NATO við Evrópusam- bandið, Rússland og Úkraínu. Einnig verður tekið á skilvirkni herafla bandalagsins, það er að segja hversu skjótt hann geti brugðist við við ákveðnar kring- umstæður. Hlutverk NATO hefur óneitan- lega breyst eftir hrun Sovétríkj- anna og ógnin sem því var upphaf- lega ætlað að verjast var úr sög- unni. Atlantshafsbandalagið átti í kjölfarið í nokkurri kreppu; hern- aðargeta þess var gífurleg og að- ildarumsóknum rigndi inn en hlut- verk þess og forsendur voru í besta falli óskýr. Með hernaðarí- hlutun sinni í Kosovo-deilunni árið 1999 var hlutverki og eðli NATO að vissu leyti breytt, það var ekki lengur aðeins varnarbandalag heldur beitti íhlutun utan hags- munasvæðis síns. Frá því hefur áhersla NATO færst í auknum mæli yfir til fjarlægra heimshluta og á öryggis- og friðargæslu, bandalagið sér til dæmis um ör- yggismál á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Það verður því fróðlegt að fylgjast með fram- vindu mála næstu vikur og mán- uði og sjá hvort NATO festi sig enn betur í sessi sem öryggis- og friðargæslulið og hvort það verði vísirinn að stærra fyrirtæki. Á blaðamannafundi var Scheffer inntur eftir því hvert hið nýja hlutverk Atlantshafsbanda- lagsins væri. „NATO hefur alltaf verið einstakt pólitískt hernaðar- bandalag sem hefur skapað nýjan vettvang fyrir samskipti ríkja við Norður-Atlantshaf og grundvallar- hlutverk þess er samstaða milli Dömuda gar 15 % afs láttur a f dömuh jólum BRONCO PRO TRACK 26” 21 gíra Shimano/GripShift. Tilboð aðeins kr. 17.850 GIANT GSR F/S LDS 26” Alvöru dömu demparahjól. Tilboð kr. 22.015 SCOTT TIKI 26” 21 gíra Shimano. Vandað dömuhjól með álstelli og demparagaffli. Tilboð kr. 32.130 BRONCO WINDSOR 26” 3 gíra með fótbremsu. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Bretti, bögglaberi og karfa. Tilboð kr. 22.865 BRONCO BOSTON 26” 21 gíra Shimano. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Bretti, bögglaberi og karfa. Tilboð kr. 23.715 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 4 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og upphersla. ANNIR HJÁ MADONNU Hér sést Madonna á tónleikum í Madison Square Garden í New York þann 16. júní. Sama dag vann hún mál sem varðaði einkalíf hennar á sveitasetrinu Ashcombe House í Englandi. Madonna fær rétt til einkalífs Fær að veiða fasana í friði BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FRAMTÍÐARHLUTVERK ATLANTSHAFS- BANDALAGSINS JAAP DE HOOP SCHEFFER, DAVÍÐ ODDSSON OG HALLDÓR ÁSGRÍMSSON. Scheffer segir að NATO muni ekki daufheyrast óski Íraksstjórn eftir aðstoð. NATO-FUNDI MÓTMÆLT Tyrkneskir mótmælendur hafa þegar efnt til aðgerða gegn fundi NATO-ríkjanna í lok mánaðarins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.