Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 16
Ólafur Ragnar og auðu seðlarnir Á laugardaginn verða haldnar forseta- kosningar. Lítil stemning virðist vera hjá þjóðinni vegna þeirra enda flestir sam- mála um að úrslitin séu löngu ráðin. Þeir einu sem þorðu að bjóða sig gegn sitjandi forseta hafa lítið sem ekkert fylgi á bak við sig. Stjórnmálafræð- ingar segja að eina spennan snúist um auðu seðlana. Óljóst er hins vegar hversu marga auða seðla þarf til að hægt verði lesa einhverja a f g e r - andi af- stöðu út úr því. Andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar eru samt örugg- lega búnir að túlka niðurstöðuna. Fjöldi auðra seðla mun því ekki skipta máli í sjálfu sér. „Það er alveg ljóst að ákvörð- un Ólafs Ragnars að synja fjölmiðlalög- unum staðfestingar hafði mikil áhrif á niðurstöðuna - Ólafur Ragnar er orðinn mjög umdeildur forseti.“ Þessa setningu eigum við örugglega eftir að fá að heyra næstu helgi. Varla ópólitískur Það kom mörgum á óvart þegar Baldur Ágústsson, stofnandi öryggisfyrirtækis- ins Vara, braust fram á sjónarsviðið og tilkynnti að hann ætlaði í framboð. Baldur hefur sagt að forsetinn eigi að vera ópólitískur og ekki að blanda sér í dægurþras. Hann hefur líkt málskots- réttinum við björgunarbát sem aðeins eigi að nota í neyðartilfellum. Ýmsum þótti það því orka tvímælis þegar hann lýsti því yfir um helgina að yrði hann kosinn forseti myndi hann skrifa undir fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar synjað stað- festingar. Með þeirri ákvörðun væri Baldur búinn að stin- ga sér á bólakaf í djúpa enda hinnar pólítísku laugar og enginn björg- unarbátur í sjón- máli. Einhver bjálfalegasta skoðun sem hægt er að hafa er rasismi, enda vandfundnir þeir sem kannast við að vera haldnir slík- um hugmyndum, á meðan menn eru þeim mun duglegri við að sjá þær hjá öðrum. Raunar virð- ist það algeng aðferð við að upp- lifa eigið fordómaleysi í garð fólks sem er brúnna á hörund en maður sjálfur að spretta fingri að einhverjum þriðja aðila og saka hann um fordóma. Nýleg umræða út af forsíðu blaðsins Grapevine ber ýmis merki þess að aðstandendur blaðsins hafi viljað afhjúpa kyn- þáttafordóma aðstandenda Þjóð- dansafélagsins og þar með sýna fram á eigin frómleika í þessum efnum – og náttúrlega vekja at- hygli á blaðinu sínu. Ekki skal dregið í efa að aðstandendur blaðsins séu bæði víðsýnir og frjálslyndir og myndin af kon- unni í skautbúningnum er svo fín að konan í búningaleigunni hjá Þjóðdansafélaginu nagar sig væntanlega í handarbökin fyrir efasemdir sínar. Ég held hins vegar að upphlaup og læti af þessu tagi séu ekki góð aðferð við að vinna gegn hugsanlegum fordómum, og óneitanlega sækir að manni örlítill grunsemdar- vottur um að drengjunum hjá Grapevine hafi sjálfum fundist kona með brúna húð í fjallkonu- búningi geysilega ögrandi og sláandi. En þetta er óþarflega neikvæð og leiðinleg markaðs- setning á mynd og blaði. Sjálfur man ég raunar eftir því að á 17. júní hátíðarhöldun- um í Hafnarfirði í fyrra eða hitteðfyrra kom fram ákaflega glæsileg fjallkona fædd í Sri Lanka og ekki minnist ég þess að heyrst hafi hneykslunarraddir þá, enda var einfaldlega ekkert boðið upp á slíka umræðu – held- ur voru allir sem til máls tóku á einu máli um að þetta hefði ver- ið vel til fundið og að þarna hefði komið fram verðugur fulltrúi hins unga Íslands. Með öðrum orðum: þetta var jákvæð um- ræða, án upphlaupa, laus við það að einhver væri að hreykja sér á kostnað annarra. Raunar einkennist íslensk um- ræða um þessi mál af slíkri þörf; fólk hefur þá gjarnan mörg orð um það hversu útbreiddur ras- ismi sé meðal íslendinga og hver- su hörmuleg sú skoðun sé nú um leið og sá sem talar fullvissar við- mælanda um að sér finnist þvert á móti „svertingjar“ eða „Asíubú- ar“ alveg ágætt „fólk“. Þegar bet- ur er að gáð stýra sams konar staðalhugmyndir þessum já- kvæða huga og hinum sem nei- kvæður er: hvort tveggja sjónar- miðið er rasismi í þeim skilningi að gert er ráð fyrir að útlitsein- kenni (brún húð, há kinnbein eða skásett augu) segi til um lundar- far viðkomandi, siðferðisstig, hreinlæti og dugnað, svo að talið sé upp það sem algengt er að heyra í staðalhugmyndum. Með öðrum orðum: einstaklingsein- kenni eru látin gilda um heilu heimsálfurnar og einfaldir dómar kveðnir upp um meirihluta mann- kynsins. Sú hugmynd heyrist til dæmis oft að konur frá Asíu hafi til dæmis sérstaka unun af þrif- um; þeim sé það jafnvel á ein- hvern máta í blóð borið að vera sí- fellt með tuskuna á lofti: „þetta er svo þrifið fólk“, heyrist gjarnan í þessu sambandi og þá þarf sér- hver einstaklingur með asísk út- litseinkenni að rísa fyrir fram undir þessu gífurlega þrifnaðar- orði sem af honum fer áður en hann hefur kynnt sig. Þetta er það sem átt er við með orðinu for-dómar. Svona er kynþáttahyggjan, rasisminn. Einstaklingi er ekki mætt sem sjálfum sér og leyft að kynna sig sjálfur, sín einkenni, sín áhuga- mál, drauma og þrár. Það er dónaskapur við fólk að gera of mikið veður út af hörund- slit þess og öðrum útlitseinkenn- um. Stundum hvarflar reyndar að manni að auðveldara sé að eiga við hina neikvæðu fordóma en já- kvæða fólkið sem keppist við að segja okkur frá því hversu út- breiddur rasismi sé á Íslandi: þegar manneskja sem haldin er staðalhugmyndum um útlitsein- kenni kemst í kynni við einstak- ling með þau hin sömu útlits- einkenni gerist óhjákvæmilega að staðalhugmyndirnar – for- dómarnir – hrynja. Sá sem nei- kvæður var kemst þá að því að þetta var allt tómt bull og áttar sig jafnvel á því að sérhver ein- staklingur hefur rétt á því að vera umfram allt hann sjálfur – en hinn sem uppfullur var af alls kyns jákvæðum fordómum kemst að raun um að „þetta fólk“ sé kannski ekki svona þrifið eins og haldið var eða andlegt eða skír- líft, eða hvaða dyggð það var nú sem viðkomandi taldi einkenna þann „kynþátt“ sem í hlut á. Við mótumst af erfðum, upp- eldi, upplagi og umhverfi. Hluti af því umhverfi sem okkur ber að veita uppvaxandi börnum er að opinber umræða vitni um að það fari saman að vera Íslend- ingur og brúnn á hörund. Við eigum að slappa af og muna að fordómar rista alltaf grunnt, eru alltaf fyrsta hugsunin sem víkur fljótlega. Upphlaup og ögranir í því skyni að kalla á öfgar hjálpa engum þótt þeir sem fyrir því standa kunni að virðast um hríð vera manngæskan og hleypi- dómaleysið holdi klæddir. ■ Þrátt fyrir sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar erhún að verða söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 aðforysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér í forsetakosningum eins og nokkrir helstu forystumanna Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðanda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgun- blaðið virðist ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morg- unblaðið hefur skrifað þó nokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari síðan 2. júní þegar hann tilkynnti að hann treysti sér ekki til að staðfesta fjöl- miðlalögin. Í sunnudagsblaðinu helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari bæði Reykjavíkurbréf og leiðara. Þótt skrif blaðsins séu að sjálfsögðu kurteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teygt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkall- að eina allsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu. Ég er hins vegar ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem árás á sig og öll sín verk og kreppan er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðs- ástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morg- unblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um - lögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosn- inga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því mega þeir ekki telja þau innri átök sín vera eitthvert stríðsástand í samfélaginu. Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélag- inu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjöl- miðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólar- hringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag, hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinnar á þessari stofnun sem misindismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins? For- ysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarahöfundur málgagns hennar verða að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarás og telur að synjunar- vald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka – sem vel að merkja er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmála- flokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættinu sé maður sem hafi kjark til að beita þessu valdi. ■ 21. júní 2004 MÁNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálf- stæðisflokksins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins boðuðu ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar. Kjarkur nauðsyn á Bessastöðum ORÐRÉTT Ansi hæpið eða... „Mér hefur alltaf fundist nokkuð sjarmerandi hvernig Styrmir [Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins] lítur á sig sem yfirdóm- ara yfir forsetaembættinu. Hann hefur ekki bara gert það í minni tíð heldur einnig áður og var nú í vikunni að ítreka að Morgunblaðið hefði haft rétt fyrir sér árið 1978 þegar það gagnrýndi Kristján Eld- járn harkalega. Kannski skrifar Styrmir leiðara árið 2020 til að réttlæta gagnrýni sína á mig.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Fréttablaðið 19. júní. Erfitt verk „Það er verið að tryggja að börn- um finnist skólakerfið ekki eins ógnvænlegt.“ Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, um ákvörðun borgaryfirvalda að bjóða upp á gjaldfrjálst nám að hluta fyrir fimm ára börn. Fréttablaðið 19. júní Maður efast nú stundum „Þingmenn hafa hlotið þau for- réttindi að fá að starfa um stundarsakir í umboði og þjón- ustu þjóðar sinnar á virðuleg- asta vettvangi hennar. Þeir eru auðvitað þakklátir fyrir það tækifæri.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra. Í ræðu þann 17. júní. Þetta er nú smá áfall fyrir sjálfsmyndina „... víkingar voru aldrei nema ör- lítið brot af íbúum Norður- landa.“ Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Morgunblaðið 19. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG KYNÞÁTTAHYGGJA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Óneitanlega sækir að manni örlítill grun- semdarvottur um að drengj- unum hjá Grapevine hafi sjálfum fundist kona með brúna húð í fjallkonubúningi geysilega ögrandi og sláandi. ,, Barmmerki við öll tækifæri Fyrir fundi, ráðstefnur og ættarmót Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Snúrur í hangandi merki Vörunr. 1033 Vörunr. 1020 K Vörunr. 1025 K Vörunr. 1018 K Hægt er að velja á milli þess að hafa snúru, hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Prentum á barmmerkin ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. Stærðir á barmmerkjum. Vörunúmer hæð* breydd 1018 K 3,5 7,5 cm 1020 K 4,5 7,5 cm 1025 K 6 9,5 cm 1033 6,5 9,5 cm ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Kynþáttahyggja degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.