Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 17
Frú Vigdís Finnboga- dóttir segir að hún hefði ekki synjað fjölmiðlalög- unum staðfestingar. Veit hún þó að þetta mál, aðdragandi þess og þingleg meðferð olli djúpstæðasta ágreiningi og hörðustu átökum á Alþingi, um áratuga skeið. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Sameiningartákn? Margt er skrafað um hlutverk for- setans. Ekki vegna forsetakosn- inganna sem í hönd fara, heldur hinnar djörfu ákvörðunar hans að leggja fjölmiðlalögin í dóm þjóð- arinnar. Sagt er að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og sitja á friðarstóli og jafnvel staðhæft að hann hafi slíkt í hendi sér. Öll- um má þó vera ljóst að forsetinn gat ekki forðast að taka umdeilda ákvörðun. Hvernig gat hann gert öllum til hæfis í hatrammasta deilumáli síðari áratuga? Hann varð annaðhvort að staðfesta lög- in gegn vilja meirihluta þjóðar- innar, eða synja staðfestingar gegn vilja stjórnvalda; aðrir kost- ir buðust ekki. Frú Vigdís Finnbogadóttir seg- ir að hún hefði ekki synjað fjöl- miðlalögunum staðfestingar. Veit hún þó að þetta mál, aðdragandi þess og þingleg meðferð olli djúp- stæðasta ágreiningi og hörðustu átökum á Alþingi, um áratuga skeið. Hún hefði hins vegar, að eigin sögn, lagt lögin um Kára- hnjúkavirkjun í dóm þjóðarinnar. Þetta er undarlegt þegar haft er í huga að Kárahnjúkamálið var kosningamál og stjórnin hélt velli í þingkosningunum; á Alþingi var klár meirihluti fylgjandi virkjun og skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar var sama sinnis. Fjölmiðlafrumvarpið olli mun harðari deilum en virkjana- málið. Það var ekki kosningamál og ljóst er að stjórnarflokkarnir beittu harðari flokksaga en tíðkast hefur og höfðu mjög nauman þingmeirihluta til stuðn- ings frumvarpinu. Að auki er ljóst að meirihluta þjóðarinnar ofbauð hvernig staðið var að lögunum og er hneykslaður á allri meðferð málsins. Samt hefði frú Vigdís staðfest lögin og lagt blessun sína yfir aðferðir framkvæmdavalds- ins við að kúga þingið til hlýðni, gegn þjóðarvilja. Frú Vigdís hefur nú skipað sér í sveit og snýr baki við uppskeruhátíð leiklistarinnar vegna þess að Baugur veitti mál- efninu fjárstuðning. Hún kveðst ekki vilja vekja athygli á forseta- embættinu í þessu samhengi, en veit þó að forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og kemur þar fram á áberandi hátt. Þetta er undarlegt yfirklór, annaðhvort er frú Vigdísi farið að förlast eða þá að þjóðin hefur ofmetið hlutleysi hennar og getu til að vera samein- ingartákn og boðberi lýðræðis og sátta. Forseti Íslands hafði engin af- skipti af fjölmiðlamálinu fyrr en ófriður hafði logað vikum saman og engin sátt var í sjónmáli; þá fyrst beitti hann áhrifum sínum og tók að lokum þá ákvörðun sem þjóðin vænti. Það stenst því ekki að forsetinn hafi efnt til ófriðar og sundrungar með þjóðinni. Þvert á móti steig hann fram og gerði það eina sem hægt var, til að stuðla að friðsamlegri og lýðræðislegri nið- urstöðu. ■ 17MÁNUDAGUR 21. júní 2004 Til varnar fréttastofu Útvarps Það eina sem fréttastofa Útvarps hefur gert er að segja frá staðreyndum. Hvort sem sendiherranum líkar það betur eða verr hefur Ísrael gerst sekt um gróf mannréttindabrot. Hús hafa verið eyðilögð, landi hefur verið stolið, tré hafa verið rifin upp með rótum – og síð- ast en ekki síst: fólk hefur verið drepið. Að segja frá þessum glæpum lýsir engri samúð með hryðjuverkamönnum. Þetta eru bara staðreyndir og frá þeim ber að segja – rétt eins og þegar sagt er frá sjálfsmorðssprengjuárásum í Ísrael, eða hefur einhver orðið var við að fréttastofa Útvarps þegi um þær – og það sem væri enn verra – lofi hryðjuverkamennina? Þórður Sveinsson skrifar á www.mir.is um gagnrýni sendiherra Ísraels á fréttaflutning af glæpum Ísraela. Eiga þá allir sama (refsi)rétt? Reglan um „auga fyrir auga“ hefur hins vegar ekki verið túlkuð bókstaflega af lögspekingum gyðinga í nokkur þúsund ár. Þess í stað hafa hugmyndir þeirra um refsirétt þróast með svipuðum hætti og hugmyndir kristinna samfélaga um sama efni. Til dæmis er langt síðan byrj- að var að túlka þetta ákvæði innan gyð- ingdóms svo að greiða mætti bætur í formi peninga. Jón Steinsson skrifar á www.deiglan- .com um hvort lagareglan „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ varpi mikil- vægu ljósi á aðgerðir Ísraelsríkis. Atvinnu fyrir alla Atvinnuþjófnaður útlendinga er einhver mesta og langlífasta þvæla sem fundin hefur verið upp. Sú ranghugmynd að at- vinna sé takmörkuð auðlind sem flytjist á milli manna, kynþátta og landsvæða hefur oft verið rædd á þessu vefriti og jörðuð í hvert skipti, enda ekki erfitt verk. En þrátt fyrir að vera álíka fölsk og tilgátan um flatneskju jarðar virðist at- vinnuþjófnaðarkenningin njóta sívax- andi vinsælda hjá ráðamönnum ýmissa þjóða. Skemmst ber að minnast um- ræðunnar um „hjáleið inn á íslenskan vinnumarkað“ í kringum nýju útlend- ingalögin og þann ásetning bandarískra forsetaframbjóðenda að „stöðva flutn- ing bandarískra starfa til útlanda.“ Nýjasta dæmið um þessa bábilju eru kröfur Þjóðverja og Frakka um að setja lágmörk á tekjuskatt fyrirtækja í ESB, til að koma í veg fyrir að nýju aðildarríkin „taki til sín“ fjárfestingar með „óeðli- legri“ skattasamkeppni. Pawel Bartoszek, www.deiglan.com. AF NETINU SIGURÐUR HEIÐAR JÓNSSON UMRÆÐAN HLUTVERK FORSETANS,, N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 9 4 / sia .is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.