Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 21. júní 2004 SÍ‹UMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS tækni 0Gildir einu hvort þú ert að hringja innanlands, eða í vini erlendis.KRÓNUR AÐ HRINGJA Eina sem þarf er ADSL tenging og símabox hjá báðum aðilum. Þú notar gamla góða símann þinn áfram. Ef þú hringir erlendis þarf að borga fyrir gagnamagn eins og um tölvupóst sé að ræða. Símaboxið fæst í verslun Svar tækni og kostar einungis 14.900,- z e t o r Svavar Gestsson, sendiherra í Svíþjóð, og Guðrún Ágústsdótt- ir, eiginkona hans, héldu tvö glæsileg boð á 17. júní. Í því fyrra mætti mikið af fólki úr diplómataheiminum, bæði Svíar og Íslendingar en um 350 manns gæddu sér á íslenskum kræs- ingum, fiski og lambakjöti, sem féllu eins og við var að búast vel í kramið. Seinna boðið var öllu fá- mennara en þangað mættu um 50 manns, mest fólk úr sænsku viðskiptalífi auk fulltrúa út- breiddra tímarita og allra helstu fjölmiðla Svía. Boðin eru liður í því starfi Svavars að kynna land og þjóð og skapa sambönd. Miklar vonir eru bundnar við þetta starf enda bendir ekkert til annars en að það muni skila árangri þar sem um það bil 20.000 Svíar munu sækja Ísland heim í sumar. Boðin voru haldin í samstarfi við Flugleiðir og Svavar var mjög ánægður með daginn, en sendiráðið í Stokkhólmi var eina sendiráð Íslands sem hélt svona boð í tilefni þjóðhátíðar- dagsins. ■ JÓN ATLI JÓNASSON Leikskáld ársins hefur gert útgáfusamning við JPV. Jón Atli til JPV Rithöfundurinn Jón Atli Jónasson er í hópi afkastamestu leikskálda landsins um þessar mundir og hlaut á dögunum Grímuverðlaun- in sem leikskáld ársins fyrir sýn- inguna Brim. Jón hefur ákveðið að flytja sig til JPV útgáfu, sem mun sinna út- gáfu verka hans í framtíðinni. Þegar hefur verið gengið frá tveimur útgáfusamningum. Ann- ar samningurinn er um skáld- sögu í smíðum en yfir hinum samningnum hvílir algjör leynd eins og er en óhætt er að fullyrða að það verk muni vekja óskipta athygli þegar þar að kemur. Sú bók er unnin í samvinnu við þjóð- þekktan og litríkan einstakling en nafn hans verður ekki upplýst að sinni. ■ 100 ára dag- bók á Frans- mannasafni Safnið Fransmenn á Íslandi á Fá- skrúðsfirði var opnuð í byrjun júní, en þetta er fimmta sumarið í röð sem það er opið. Að sögn Al- berts Eiríkssonar safnstjóra er þar fjölmargt nýrra mynda og muna sem gestir geta notið í sumar. Albert dvaldi um tíma á Bretagne í Frakklandi síðastliðið haust við heimildaöflun, en þaðan komu fjölmargar fiskiskútur til veiða við Ísland. Í Frakklandi hitti Albert m.a. 97 ára mann, son Augustine Thomas sem var skip- stjóri á Íslandsmiðum til fjölda ára. Maðurinn gaf safninu dagbók föður síns frá 1904, en í henni má glöggt sjá að lífið var ekki alltaf dans á rósum. Safnið hefur vaxið og dafnað enda hefur gestum fjölgað ár frá ári. Mikil og almenn ánægja er með safnið. Það fer vel á að hafa slíkt safn á Fáskrúðsfirði því hvergi á landinu eru eins miklar minjar um veru Frakka. Auk þess að fræðast um margt sem viðkemur frönskum sjó- mönnum geta gestir sest niður á notalegu kaffihúsi, hlýtt á ekta franska sjómannatónlist og fengið sér dýrindis kaffi og meðlæti. ■ SVAVAR GESTSSON Sendiherrann er hér ásamt konu sinni Guðrúnu Ágústsdóttur og Jan Mortensson, rithöfundi og sendiherra, Anders Forsberg, skrifstofustjóra sænska þingsins og Karen Österbye, yfirmanni almannatengsla Flug- leiða á Norðurlöndum. Mortensson og Forsberg unnu í nafnspjaldahappadrætti og unnu Íslandsferðir í boði Flugleiða. 17. júní veislur í Svíþjóð LANDKYNNING SVAVAR GESTSSON ■ sendiherra í Svíþjóð notaði þjóðhátíðardaginn til að kynna Ísland fyrir áhrifafólki í sænsku utanríkisþjón- ustunni og fulltrúum fjölmiðla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.