Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 30
Einar Bárðarson tónleikahaldari hefur ráðið til sín ungan Ísfirð- ing, Gunnar Atla Gunnarsson, til að aðstoða við skipulagningu á tónleikum hljómsveitarinnar Deep Purple sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 23. og 24. júní. Samkvæmt Bæjarins besta á Ísafirði var Gunnar að vinna fyrir Einar við miðasölu fyrir Deep Purple-tónleikana þegar Einar bauð honum starf aðstoð- armanns. Gunnar Atli er kominn til Reykjavíkur þar sem hann vinnur hörðum höndum fyrir tónleikafyrirtækið Concert fram til 25. júní. Það þótti fréttnæmt í upphafi ársins þegar Gunnar Atli fékk hljómsveitina Mínus til að spila fyrir Vestfirðinga þann 25. febr- úar. Mínustónleikarnir voru þó ekki fyrstu tónleikar Gunnars. „Ég skipulagði Írafárstónleika 22. febrúar í fyrra fyrir Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar en ég spila með KFÍ. Svo hélt ég einnig góðgerðartónleika fyrir krabbameinsfélagið í fyrra.“ Gunnar er einnig umboðsmaður ísfirsku hljómsveitarinnar Apollo sem hefur verið að spila á skólaböllum en hann segist ekk- ert spila sjálfur á hljóðfæri, hann er bara í skipulagningu. „Það er bara gaman að skipu- leggja og hafa mikið að gera,“ segir þessi ungi aðstoðarmaður tónlistarmógúlsins Einars Bárð- arsonar. Hann ætlar í Mennta- skólann á Ísafirði að loknum grunnskóla og stefnir síðan á fjölmiðlafræði í Háskólanum. ■ GUNNAR ATLI GUNNARSSON Sjálfur Einar Bárðarson fékk þennan fimmtán ára gamla Ísfirðing til þess að að- stoða sig við fyrirhugað tónleikahald Deep Purple á Íslandi. 30 21. júní 2004 MÁNUDAGUR ... fær Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digranespresta- kalli, fyrir að lyfta 200 kílóum í réttstöðulyftu á föstudaginn og tryggja sér titilinn Sterkasti prestur í heimi. HRÓSIÐ Fyrir skemmstu birtist í Frétta- blaðinu stærðfræðiformúla, sem tveir vísindamenn í Bretlandi höfðu birt, fyrir hinn fullkomna brandara. Hverjum hefði þá órað fyrir því að við ættum hér á landi hugsuð sem væri búinn að hanna stærðfræðiformúluna fyrir gott leikhús? Það hefur Benedikt Er- lingsson leikari nefnilega gert. „Það er til þekkt formúla eftir Peter Brook um hvað leiklist sé,“ segir Benedikt. „Samkvæmt hon- um er formúlan r1+r2+a=theater.“ Fyrsta r-ið í formúlunni stend- ur fyrir „æfingu“ og annað r-ið fyrir „endursköpun augnabliks- ins“. A-ið stendur fyrir „þátt áhorfenda“. „Með góðri þjálfun og hjálp áhorfenda verður endur- sköpun augnabliksins. Það saman er leikhús. Það sem er byltingar- kennt við þetta er að leiksýning án áhorfenda er ekki leiksýning. Leikhús verður einungis til með samskiptum þessara tveggja hópa, hins undirbúna leiklistar- hóps og hins óundirbúna hóps áhorfenda. Þetta myndar eitthvað rafmagnað andrúmsloft. Þannig er hægt að segja að gott leikhús sé þegar mikið rafmagn er í loftinu. Þannig gæti þorrablót í Borgar- firði, þar sem bændurnir myndu bregða sér í kvenmannsbúning, skapað mikla „endursköpun augnabliksins“. Með þætti áhorf- enda væri þetta mikið leikhús, og jafnvel meira leikhús en stundum á stóra sviði Þjóðleikhússins.“ Út frá þessum kenningum Pet- ers Brook hefur Benedikt svo mót- að sínar eigin hugleiðingar. Hann segir það vera tæknilega formúlu til stuðnings vinnu leikarans sem hlaðin er í kringum hugmynd Stan- islavskís um hið undraverða „ef“. Hún hljóðar svo (É + G) + A(H+L+X) = VIÐBRAGÐ. „Stanislavski spyr hvernig leikarinn myndi bregðast við „ef“ hann væri í tilteknum aðstæðum. Ég-ið er samansett úr minni per- sónu (É) og síðan Grímunni (G) minni, sem eru gefnar forsendur í handriti. A-ið eru raunaðstæðurn- ar sem leikarinn mætir á sviðinu. Þeir eru skapaðir af H-inu, sem er hugmynd höfundarins eins og hún er túlkuð af leikaranum, L-inu sem er innlegg eða áhersla leik- stjórans og svo X-inu sem er hið óútreiknanlega ástand mótleikar- ans sem kann að ganga þvert á gefnar forsendur. X-ið gæti átt erfiðan dag og þá verður Ég-ið að bregðast við raunaðstæðum ef viðbragðið á að vera satt,“ útskýr- ir Benedikt. Þar höfum við það. biggi@frettabladid.is LEIKHÚS BENEDIKT ERLINGSSON ■ kann stærðfræðiformúlu fyrir góðu leikhúsi og er því fljótur að átta sig á því hvað er að þegar leiksýningar klikka. TÓNLIST GUNNAR ATLI GUNNARSSON ■ hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lið- tækur í skipulagningu tónleika og nú hefur Einar Bárðarson fengið hann til liðs við sig. BENEDIKT ERLINGSSON Segir formúluna sína hafa hjálpað sér við að átta sig á hvað sé að leiksýningum þegar eitthvað er ekki að virka. Þannig sé hægt að einangra vandamálið. ■ FÓLK REYKJAVÍK • AKUREYRI Sláttuorf Þau mest seldu. Tilvalin í garðinn og sumarbústaðinn. Verð frá kr. 11.500.- klst.í hleðslu 1 Á föstudaginn urðu tímamót í sögu íslenskra skeitara, það er fólks sem stundar hjólabretta-, línu- skauta- eða hjólarennsli, þegar íþrótta- og tómstundaráð opnaði fyrsta sértilbúna brettagarðinn í höfuðborginni við íþróttamiðstöð- ina Austurberg í Breiðholti. Rúmlega 100 æstir krakkar voru á svæðinu þegar Anna Krist- insdóttir, formaður ÍTR, opnaði garðinn. „Það var allt pakkað af krökk- um,“ segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Miðbergs, sem annast garðinn. „Við opnunina var mikið af yngri krökkum enda voru þeir eldri ennþá í unglinga- vinnunni. Það er greinilega mikill áhugi á þessu. Hingað eru til dæmis að koma krakkar frá Sel- tjarnarnesi. Hver einasti pallur var nýttur.“ Óskar segir að þeir áhugasöm- ustu hafi verið mættir klukkan átta á morgnana síðustu daga til þess að fylgjast með framkvæmd- um. „Tækin eru flutt inn frá Belg- íu og þau eru framleidd þannig að þau eiga að þola veðráttuna. Þau eru stöðluð og öryggismál hafa verið skoðuð sérstaklega.“ Í Breiðholtinu er starfandi brettafélag sem heldur uppi síð- unni skateberg.is. „Það er mikil gróska í þessum krökkum, þeir eru t.d. mikið fyrir það að framleiða bíómyndir. Könnun sem var gerð árið 2001 leiddi í ljós að rúmlega 40% krakka á aldrinum 10-13 ára stunda hjólabretti, hlaupahjól eða línuskauta. Í garðinum er m.a. píramídi, grindur, rampur, handrið og stökk- pallur. Starfsmaður á vegum Mið- bergs mun hafa umsjón með garð- inum, en sá hinn sami hefur haldið utan um brettaklúbbinn. ÍTR er að vinna í því að opna fleiri garða í Grafarvogi og rétt hjá Tónabæ. Óskar vonast til að þetta verði jafn sjálfsagðir leik- garðar og fótboltavellirnir eru í dag. ■ Lárétt: 1 formar, 6 beljaka, 7 kyrrð, 8 tímamæl- ir, 9 vökva, 10 snjókomu, 12 skip, 14 iðngrein, 15 leyfist, 16 píla, 17 gufu, 18 hirðfífl. Lóðrétt: 1 kind, 2 for, 3 öfug röð, 4 hagfelldi, 5 kyrra, 9 rándýr, 11 brumhnappar, 13 hási, 14 klæði, 17 stafur. Lausn: Lárétt: 1 hannar, 6 rum, 7 ró, 8 úr, 9 úða, 10 éls, 12 far, 14 fag, 15 má, 16 ör, 17 eim, 18 trúð. Lóðrétt: 1 hrút, 2 aur, 3 nm, 4 arðsami, 5 róa, 9 úlf, 11 barr, 13 rámi, 14 föt, 17 eð. Ungur tónleikahaldari aðstoðar Einar Bárðar ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Við Rauðavatn. 15 milljarða króna. 45 milljarða króna. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 SKEITARAR Í BREIÐHOLTINU Það var fjölmennt í nýja brettagarðinum í Breiðholti í gær enda hafa íslenskir skeitarar barist fyrir þessari þróun í rúman áratug. HJÓLABRETTI ÍTR ■ opnaði brettagarð í Breiðholti á föstu- daginn og eins og við var að búast fjöl- menntu ungir skeitarar á staðinn. ÍTR opnar brettagarð í Breiðholti Stærðfræðiformúla fyrir góðu leikhúsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.