Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 10
10 22. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKJÓL FYRIR RIGNINGUNNI Það er spurning hversu mikið áhorfendur á Wimbledon sáu af tennisleiknum sem var spilaður þar í gær, í það minnsta hafa regnhlífarnar eitthvað dregið úr útsýninu. Réttað yfir bandarískum hermönnum í Írak: Abu Ghraib ekki rifið Breytt viðhorf til sjávarútvegs: Hefði kallað á ráðherrafund EFNAHAGSMÁL „Á síðustu misserum hefur röð slæmra frétta borist úr sjávarútvegi. Olíuverð hefur hækk- að en fiskverð lækkað erlendis. Er- lendir vextir eru fremur á uppleið, sem verða að teljast slæm tíðindi í ljósi mikillar skuldsetningar grein- arinnar,“ segir í hálffimmfréttum KB banka. Greiningardeild bankans segir að það ástand sem nú hefur skapast í umhverfi sjávarútvegs hefði ein- hvern tímann kallað á fund niðri í forsætisráðuneyti. Nú kalli það ein- ungis á aðgerðir fyrirtækjanna sjálfra. Þrátt fyrir þetta ríki bjart- sýni í efnahagslífinu sem endur- spegli þá vissu að sjávarútvegurinn skipi ekki sama sess í efnahagslífinu og áður. Greinin hafi staðið í stað síðasta áratug á sama tíma og hag- kerfið hafi vaxið um 40 prósent. „Samt er það svo að sjávarútvegur og fiskvinnsla skipta enn töluverðu máli. Þessar greinar skapa – sam- kvæmt tölum Hagstofunnar – um 10% af landsframleiðslu og um 113 milljarða í útflutningstekjum ef miðað er við árið 2003.“ Greiningardeildin bendir á að við núverandi aðstæður muni samdrátt- ur í greininni minnka hættu á of- þenslu meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. „Hins vegar þegar litið er lengra fram í tímann er ljóst að sjávarútvegur stendur enn sem mik- ilvægasta grein landsins.“ ■ Mótmælalög: Minni réttur til mótmæla MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mótmælendur hafi of hátt fyrir framan aðsetur sín. Hann hefur undirritað lög sem gera það ólöglegt að mót- mæla fyrir framan forseta- bústaði, fangelsi, dómstóla og landamærastöðvar. Lagasetningin hefur verið gagnrýnd mjög sem árás á lýð- réttindi. Lögin eru þó mun vægari en upphafleg útgáfa þeirra sem bannaði mótmæli fyrir framan allar stjórnarbyggingar. Sam- kvæmt upphaflega frumvarpinu þurfti að sækja um leyfi og bíða eftir veitingu þess áður en mót- mæli færu fram en nú dugar að tilkynna um þau fyrirfram. ■ – hefur þú séð DV í dag? Stjórnarráðs- bókinni frestað vegna ágreinings um Davíðskaflann ÁBYRG KJARNORKUVELDI Indland og Pakistan eru ábyrg kjarnorku- veldi, sagði Khursheed Kasuri, ut- anríkisráðherra Pakistans, þegar hann fundaði með indverskum starfsbróður sínum í Kína. Ráð- herrarnir ræddu samskipti ríkj- anna, einkum þau sem snúa að Kasmír-héraði, sem bæði gera tilkall til. SVIKULIR KENNARAR Sjö kín- verskir menntaskólakennarar hafa verið handteknir fyrir að selja nemendum sínum svör við prófum sem þeir gengust undir. Nemar og kennarar komu spurningum á prófi til kennaranna, sem sendu nemendum svörin í smáskila- boðum meðan á prófi stóð. BAGDAD, AP Herdómari hefur úr- skurðað að ekki megi rífa hið ill- ræmda fangelsi Abu Ghraib í Írak eins og Bush Bandaríkjaforseti hefur boðist til að gera, þar sem fangelsið sé vettvangur glæpa. Dómarinn hafnaði einnig kröfu verjenda hermannanna sem liggja undir grun um pyntingar, um að réttarhöldin yrðu færð frá landinu til Bandaríkjanna eða Þýskalands nema aðstæður í Írak breytist. Lögmenn tveggja hermann- anna fengu leyfi til að yfirheyra Ricardo Sanchez hershöfðingja í Írak og John Abizaid, yfirmann bandarísku miðríkjasveitarinnar. Dómarinn hafnaði beiðni lögfræð- inganna um að heyra vitnisburð hærra settra manna svo sem Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nema þeir reynist málinu viðkomandi á seinni stigum þess. Sex hermenn bíða réttarhalda vegna kæru um pyntingar. Sá sjö- undi, Jeremy C. Sivits, játaði aðild sína í síðasta mánuði og var dæmdur í eins árs fangelsi. ■ Fellibylur gekk yfir Japan: Hundruð flýðu heimili sín HERMENN VIÐ ABU GHRAIB Lögmenn þriggja hermanna sem ásak- aðir hafa verið um pyntingarnar halda því staðfastlega fram að þeir hafi fylgt boðum yfirmanna sinna. Sex ríkja ráðstefna: Bætur fyrir afvopnun PEKING, AP Lágt settir embættismenn hófu í gær undirbúning að sex ríkja ráðstefnu um kjarnorkumál Norður- Kóreustjórnar sem hefst á morgun. Meðal þess sem embættismenn- irnir ræddu var hvaða aðstoð Norð- ur-Kóreumenn fengju gegn því að þeir héldu ekki áfram kjarnorku- vopnaáætlun sinni. Bandaríkin hafa sagt að þau muni aðeins veita Norður-Kóreu aðstoð ef þarlend stjórnvöld heiti því að hætta öllum tilraunum til að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Á ráðstefnunni koma saman full- trúar beggja Kóreuríkja, Kína, Jap- ans, Rússlands og Bandaríkjanna. ■ ■ ASÍA JAPAN, AP Þrír létust og hundruð neyddust til að flýja heimili sín þegar fellibylur gekk yfir vestan- verðar japönsku eyjarnar. Tveggja var saknað og sjö höfðu slasast af völdum veðursins sem varð einnig til þess að öllu flugi var frestað meðan versta veðrið gekk yfir. Í gærmorgun var talið að felli- bylurinn ætti enn eftir að valda miklum usla þegar hann gengi yfir nokkrar fjölmennar borgir. Áður en til þess kom dró hins vegar verulega úr veðurofsanum. Rafmagnið fór af á stóru svæði og um tíma voru 27.000 heimili án rafmagns. ■ FELLIBYLURINN GENGUR YFIR Háar öldur gengu víða á land. Allri ferjuumferð var aflýst. ENGINN FUNDUR Greiningardeild KB banka segir að ein- hvern tímann hefðu slæmar fréttir í sjávar- útvegi kallað á fundi í Stjórnarráðinu. Nú sé öldin önnur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Ólöglegir innflytjendur: Skolar á nektarströnd MADRÍD, AP 42 bjargræðislausum Afríkubúum, hröktum eftir báts- ferð um Gíbraltarsund, skolaði á nektarströnd á Suður-Spáni í gær. Meðal fólksins voru fjögur börn, eitt þeirra aðeins ellefu daga gamalt. Baðstrandargestir hjálpuðu sjúkrastarfsmönnum að sinna fólkinu, sem þjáðist af þorsta, hita og vannæringu. Þúsundir Afríkubúa reyna að komast til stranda Spánar frá Marokkó og mörgum tekst ætl- unarverk sitt. Starfsfólk Útlend- ingastofnunar Marokkó segja að um 4.000 manns hafi drukknað á síðustu fimm árum í leit að betra lífi. ■ Pyntingarnar í Írak: Vill yfir- heyra Bush BAGDAD, AP Lögfræðingur her- manns sem sakaður er um pynt- ingar í Abu Ghraib fangels- inu vill sjá Geor- ge Bush Banda- ríkjaforseta í vitnastúkunni. „Við viljum heyra hvað Bush forseti hefur að segja því við vitum fyrir víst að hann breytti reglum um yfir- heyrsluaðferð- ir,“ segir lög- fræðingur inn Paul Bergrin. Hann setti enga formlega beiðni á framfæri um yfirheyrsluna þar sem hann segist ekki geta sannað nein bein tengsl milli umbjóðanda síns og forsetans. ■ PAUL BERGRIN Lögfræðingur eins hermannanna sex sem grunaðir eru um pyntingarnar í Abu Ghraib fangels- inu. Bergrin vill yfir- heyra Bush.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.