Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 12
22. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ástþór Magnússon: Framboðsfundur á netinu FORSETAKJÖR Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hélt í gær- kvöldi framboðsfund á netinu en slíkt hefur ekki verið gert áður í forsetakosningum hér á landi. Fundurinn fór fram á slóðinni forsetakosningar.is. Hyggst Ástþór halda sambæri- lega fundi næstu þrjú kvöld. Í fréttatilkynningu frá fram- boði Ástþórs segir að hann hafi lýst því yfir að hann myndi taka nútíma tækni í þjónustu forsetaembættisins fengi hann tækifæri til. Þannig yrði for- setinn aðgengilegri þjóðinni. Hægt er að fylgjast með net- fundum Ástþórs með venju- legum tölvubúnaði en til að taka þátt þarf hljóðnema tengdan við tölvu. ■ LÖGREGLUMÁL Samtök myndrétt- arhafa á Íslandi, SMÁÍS, hafa kært vefsíðuna dvdmyndir.com til lögreglunnar í Reykjavík. Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, segir síðuna hafa verið starfrækta undanfarna mánuði og að þar hafi verið hægt að kaupa sjó- ræningjaútgáfur af dvd-mynd- um, jafnvel áður en þær voru sýndar í kvikmyndahúsum. „Við höfum ekki endanlegar hugmyndir um hversu mikil sala hefur farið þarna í gegn en við urðum mjög varir við að al- menningur var farinn að taka eftir þessu. Okkar félagsmönn- um, sem eru útgefendur og sjónvarpsstöðvar, þeim var far- ið að berast kvartanir vegna þessa frá myndbandaleigum. Þarna var talað um að nýjar myndir væru að koma; aðeins fjörutíu eintök þannig að drífðu þig í að panta, svo það er ljóst að starfsemin var þónokkur,“ segir Hallgrímur. SMÁÍS, samtök myndréttar- hafa á Íslandi, er í samstarfi við MPA, Motion Picture Associ- ation, sem eru alheimssamtök rétthafa kvikmynda og er máls- höfðunin unnin í samstarfi við þá. „Við áskilum okkur rétt til að fara fram á skaðabótakröfu í framhaldinu þótt ekki hafi ver- ið tekin endanleg ákvörðun um það,“ segir Hallgrímur. Vefnum hefur verið lokað. ■ ■ EYJAÁLFA FUNDAR Á NETINU Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ásamt eiginkonu sinni Natalíu Wiium. Myndin var tekin á víkingahátíð í Hafnarfirði á dögunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / S TE FÁ N DVD-MYNDIR Hér er um löglegar útgáfur að ræða á myndbandaleigu. Margar leigur hafa kvartað undan vefsíðu sem selt hefur sjóræningjaútgáfur af kvikmyndum. Það hefur áhrif á eftirspurn leiganna. ÍHALDSMENN SÆKJA Á Ríkis- stjórn íhaldsmanna í Ástralíu virðist njóta naums meirihluta- fylgis meðal almennings sam- kvæmt nýrri könnun. Samkvæmt henni fengju íhaldsmenn 43 pró- sent atkvæða en Verkamanna- flokkurinn 42 prósent. Stjórnar- liðar hafa sótt í sig veðrið undan- farið. ENGIN ÍHLUTUN Bandaríski sendiherrann í Ástralíu sagði ástralskri þingnefnd að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði ekki verið að hlutast í áströlsk stjórnmál þegar hann sagði þá stefnu Verkamannaflokksins að kalla herinn frá Írak vera stór- hættulega. Ummælin ollu ólgu í Ástralíu. Amnesty International: Afvopnun mistókst HAÍTÍ, AP Alþjóðlega friðargæslu- liðinu á Haítí hefur mistekist að af- vopna 25.000 vígasveitir í landinu eftir þriggja vikna borgarastyrjöld sem leiddi til þess að Jean- Bertrand Aristide, þáverandi forseti, hrökklaðist frá völdum, að sögn Amnesty International. Í skýrslu samtakanna segir að friðargæsluliðið hafi verið í kjör- inni aðstöðu til að afvopna víga- sveitir eftir að borgarastríðinu lauk. Það hafi hins vegar ekki far- ið í það verkefni nema af hálfum hug. Yfirmaður friðargæsluliðsins vísaði þessu á bug og sagði for- gangsverkefni liðsins hafa verið að tryggja frið, ekki afvopna víga- menn. ■ KRÖFUGANGA Stuðningsmenn fyrrum forseta kröfðust þess á dögunum að hann sneri aftur. flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.300 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 23. - 29. júní GRÍMSEYJAR 3.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 49 49 06 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.500 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Seldi sjóræningjaútgáfur af óútkomnum kvikmyndum: Kæra dvdmyndir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.