Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 16
Gamlir rokkhundar Í dag koma til landsins gamlir rokkhundar í þungarokksveitinni Deep Purple og ætla að gleðja landsmenn með 30–40 ára gömlu þungarokki. Vonandi hafa þeir engu gleymt gömlu mennirnir, en reynist sú raunin er ekki víst að það komi að sök, því tónleikagestir vita eflaust hvernig lögin eiga að hljóma. Margir áhorfenda eiga ef- laust þá plötu sveitarinnar sem talin er með bestu hljómleikaplötum allra tíma, en það er upptaka af tónleikum Deep Purple í Japan árið 1972, Made in Japan. Annars eru í sveitinni þrír af uppruna legum meðlimum, þeir Ian Gillan, Roger Glover og Ian Paice. Þar standa Deep Purple liðar betur en sumar aðrar aldurhnignar rokksveitir. Nægir þar að nefna Black Sabbath, sem var enn með lífsmarki síðast þegar til spurðist, en þar er gítarhetjan Tommy Iommi, einn eftir úr upprunalegu sveitinni. Hann er samt enn sagður vera að reyna að kreista úr sér „nýtt“ rokk og orðrómur í gangi um að á næsta ári sé von á stúdíóplötu frá sveitinni, þeirri fyrstu síðan 1995. Kannski að hægt verði að plata þá til landsins næsta sumar til að kynna gripinn. SS sérsveitin gengur aftur Vitað er til þess að mörgum brá við niður- lag hressilegrar auglýsingar frá Sláturfélagi Suðurlands þar sem athygli er vakin á kjöt- afurðum fyrirtækisins sem eru í almennri sölu. Skilaboðin voru nefnilegar frá „SS sér- sveitinni“. Sérsveit Sláturfélagsins kann að vera sauðmeinlaus, en samnefnari hennar í Þýskalandi seinni heimsstyrjaldarinnar var allt annað en meinlaus. Nú er ekki alveg ljóst hver markhópur þessara auglýsinga er. Ef til vill eru það ungmennin sem Morgun- blaðið hefur grunað um hnignandi söguþekkingu, en þó er vitað um fólk á tví- tugsaldri sem náði ekki upp í nefið á sér af hneykslan yfir þessari vísun í sérsveit SS sem tengja mætti Waffen SS. Kannski að auglýsingastofur landsins ættu að gera skurk í sagnfræðiuppfræðslu starfsmanna sinna? Nú er rykið aðeins farið að setj- ast eftir að forsetinn ákvað að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Forsætisráðherrann búinn að átta sig á því að halda verður þjóðaratkvæðagreiðslu, búið að skipa nefnd og búið að kalla saman þing. Svo er líka farið að huga að því að afnema ákvæðið um synjunarvald eða málskots- rétt (hvort sem menn kjósa að kalla ákvæði stjórnarskrárinn- ar) svona rétt eins og Þjóðhags- stofnun var lögð niður þegar mönnum þóknaðist ekki það sem þaðan kom. Munurinn á því tvennu er þó sá að ef breyta á stjórnarskránni þá verður það ekki gert nema að tvö þing sam- þykki þ.e. það verða að vera kosningar í millitíðinni og þá gefst kjósendum kostur á að ráð- stafa atkvæði sínu eftir því hvaða skoðun frambjóðendur og/eða flokkar hafa í þeim efn- um. Hvort sem menn láta það svo hafa áhrif á sig eður ei, ef til þess kemur. Skoðanir eru eðlilega skiptar um það hvort ákvörðun forset- ans hafi verið rétt. Sumir vilja snúa út úr í þessum efnum sem öðrum og spyrja hvort forsetinn ætli næst að neita að samþykkja fjárlög. Aðrir vitna til EES- samningsins og Kárahnjúka- virkjunar og segja ýmist að eðli- legra hefði verið að neita þeim lögum staðfestingar eða segja að nú sé einmitt hið rétta tækifæri til að nota þetta ákvæði, en ekki hefði átt að nota það í hinum til- vikunum. Ein kona segir að hún hafi verið andsnúin gagna- grunnslögunum en sér hafi hins vegar ekki dottið í hug að bera eld að Alþingi heldur hafi hún sagt sig úr gagnagrunninum. Ég sagði mig líka úr gagnagrunnin- um, ekki vegna þess að ég sé á móti vísindum og listum heldur vegna þess að tekin voru af mér ráðin um hvernig nota skyldi upplýsingar sem koma mér og lækninum mínum einum við. Mér er hins vegar alveg ómögu- legt að skilja samlíkinguna á því að forsetinn staðfesti ekki fjöl- miðlalögin og því að bera eld að Alþingi. Gagnagrunnslögin voru sett vegna þess að vinur forsæt- isráðherrans hafði stofnað fyrir- tæki sem átti að verða einstakt í veröldinni held ég. Þá var að- ferðin við að taka málfrelsið af þeim sem voru andsnúnir lögun- um sú að segja að þeir sem væru þeirrar skoðunar kæmu í veg fyrir að fundin yrðu upp lyf sem hjálpaðu sjúkum. Núna lét fólk ekki segjast, blæs á að það sé sérstakir tals- menn auðhringa og hvort sem „establishmentinu“ líkar betur eða verr þá virðist þorri fólks vera sáttur við, ef ekki jafnvel ánægður með að fá að segja sitt um fjölmiðlalögin. Mogginn kall- ar það andóf sem átti sér stað „hávaða“ og þeir á þeim bæ eru voða fegnir því að hann er nú um garð genginn. Mogginn er líka voða feginn því að það sem hann kallar venjulegt fólk skrifi grein- ar í blöð og segir það vísbend- ingu um nú sé fólki nóg boðið og vitnar í vel valdar greinar máli sínu til stuðnings. Mogginn segir nefnilega að yfirleitt séu það svokallaðir álitsgjafar, sem mér virðist honum ekki þykja ýkja fínt fólk, sem þeki síður blað- anna með skrifum sínum. Mér fannst þetta eiginlega meira en skondið því ég held að ritstjórn Morgunblaðsins sé elsti og ráð- settasti álitsgjafi landsins þó hann heiti bara Morgunblaðið en ekki mannsnafni eins og aðrir Ís- lendingar. Mér fannst þetta eig- inlegra ennþá skemmtilegara vegna þess að ráðsetti álits- gjafinn skrifar gjarnan í nafni okkar allra og segir að Íslending- ar vilji hitt og þetta eða séu á móti hinu og þessu. Íslendingar vilja t.d. ekki ganga í Evrópu- sambandið og Íslendingar vilja ekki að stór íslensk fyrirtæki fjárfesti á Íslandi, þau eiga að fjárfesta í útlöndum eða bara helst að fara á hausinn finnst mér stundum. Þetta gengur ekki alveg upp í kollinum á mér því mig minnir að við höfum alltaf verið að leita að einhverjum sem vilja fjárfesta á Íslandi. Kannast ekki fleiri en ég við það? Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að með almennum reglum um við- skiptaumhverfi megi koma í veg fyrir að menn misnoti aðstöðu sína hvort heldur er á matvöru- markaði eða fjölmiðlamarkaði, en þeir sem hafa verið vanir því að hafa alls staðar tögl og hagld- ir vilja ekki láta í minni pokann. Eldri strákarnir í fótboltanum vilja ekki yngri stráka úr öðrum hverfum inn á sinn völl og þess vegna breyta þeir bara reglunum þegar þeim tekst ekki lengur að hafa völlinn fyrir sig með því einu að yggla sig, svo maður tali nú ekki um kvennafótbolta hann hefur nú alltaf þótt frekar óspennandi. ■ Þ að getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verk-efni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar viðsjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sex- tíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn – þunglamalegum vinnu- markaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusamband- ið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í sam- keppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum ár- angri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spá- dómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur ver- ið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðild- arlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upp- lausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir – og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun. ■ 22. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Við viljum stundum gleyma hversu mikilvæg og stór- huga tilraun Evrópusambandið er. Stórhuga leið til friðar og hagsældar Ryk að setjast eftir synjun forseta ORÐRÉTT Um lýðræðislega orðræðu Hvað sem kannanir segja þá trúi ég því að samstaða skipti máli, hvort sem um er að ræða mótmælaað- gerðir gegn fjölmiðlafrumvörpum eða kröfu um virkara lýðræði og þó svo að við leysum ekki öll heimsins vandamál þá skiptir spjallið með vinunum einnig miklu máli. Það er enginn sunnudagur tilgangslaus! Steinunn Jakobsdóttir, Orðlaus 13. tbl. 2004. Námsmenn, kvótasalar og gamal- menni? Erfitt er því um vik að staðhæfa nokkuð um hversu margir Íslending- ar eru raunverulega búsettir á Spáni en ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að það séu um 1.000 til 2.000. Auður Hansen, fasteignasali á Spáni, skrifar um sæluna í sólinni. Morgunblaðið 21. júní. Gjá milli landsfeðra og þjóða Landsfeður Evrópu eru komnir langt fram úr lýðnum, sem baular á þjóðsöngva annarra ríkja og drekk- ur frá sér ráð og rænu á opinberum vettvangi. landsfeðurnir hafa sam- einað álfu, sem vill ekki sameinast. Síðan eiga þeir eftir að selja fót- boltalýðnum og öðrum almenningi niðurstöðuna. Jónas Kristjánsson skrifar um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. DV 21. júní. Voru lögin þá sett fyrir Moggann? Um hvað snúast fjölmiðlalögin sem forsetinn neitaði að staðfesta? Þau snúast um það að koma í veg fyrir að allir einkareknir fjölmiðlar á Íslandi nema Morgunblaðið séu í eigu og undir yfirráðum eins og sama aðila. Morgunblaðið 21. júní. Frumþarfirnar eru hreyfiaflið Sigurganga gemsans byrjaði raun- ar, þegar fólk áttaði sig á, að þar var komið tæki, sem gat sagt ná- kvæmlega, hvenær það kæmi heim í mat. Þá varð gemsinn hluti af lífinu sjálfu. Jónas Kristjánsson, DV 19. júní. En ekki til að hlæja að? Við eigum að hafa þjóðarleiðtoga sem hægt er að treysta á og líta upp til. Jafnvel á erfiðum tímum þegar stjórnmálamönnum ber ekki saman. Baldur Ágústsson forsetaframbjóð- andi í viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kom að hann er á móti gríni um forsetaembættið. Fréttablaðið 20.júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusam- bandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. ,, Hvaða á rgjald ert þú að borg a af þínu kreditko rti? S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar E in n t v e ir o g þ r ír 3 1 2 .0 0 5 degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG SYNJUNARVALD FORSETA VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að með almennum reglum um viðskiptaumhverfi megi koma í veg fyrir að menn misnoti aðstöðu sína hvort heldur er á matvörumarkaði eða fjölmiðlamarkaði, en þeir sem hafa verið vanir því að hafa alls staðar tögl og hagldir vilja ekki láta í minni pokann. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.