Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 18
Tennis er skemmtileg íþrótt og mikil hreyfing. Tryggir mikla brennslu og hjálpar upp á jafnvægið. Þú getur platað góða vini þína eða maka til að fara í tennis með þér. Tennis krefst þess augljóslega að þú hafir einhvern til að spila við og því upplögð ástæða til þess að fara að æfa með einhverjum. Afsakanir á borð við að maður nenni ekki að æfa einn eiga þá heldur ekki lengur við. Það er eitthvað skemmti- lega smart við tennis. Föt- in til dæmis eru með því fallegra sem tíðkast í sportheiminum. Auðvelt er að hafa upp á tennisvöllum erlendis þannig að ef maður er á ferðalagi og er leiður á að hanga á ströndinni í leti – þá er hægt að grípa til spaðanna og hreyfa sig. Tennis er keppni. Það er svo skemmtilegt að keppa við and- stæðing – gefur hreyfingunni aukið gildi. Passaðu bara að missa ekki stjórn á keppnisskapinu. 1 2 3 4 5 Vínber eru ómissandi í ávaxtasalat, eftirrétt sumarsins. Gott er að helminga vínberin og taka úr þeim steinana. Alls konar ávextir fara vel með vínberjum í ferskt salat. • Úr hreinum jurtum og jurtaolíum • Engin tilbúin rotvarnar- eða ilmefni • Lífræn ræktun með “demeter” vottun • Hjálpa þér að öðlast heilbrigðari húð Dr.Hauschka Snyrtivörur Kynning í dag í Lyfju, Lágmúla Úr hreinum jurtum og jurtaolíum Engin tilbúin rotvarnar- eða ilmefni Lífræn ræktun með „gæða-vottun“ Hjálpa þér að öðlast heilbrigðari húð Taktu lífræna ekoland safa með þér inn í sumarið ferskir og ljúffengir • 100% lífrænt ræktaðir ávextir • enginn viðbættur sykur • engin gervisætuefni Kárastíg 1, 101 Reykjavík. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Margir sem þjást hafa af ýmsum kvillum eins og síþreytu, psorias- is og háum blóðþrýstingi hafa fundið mikinn mun á sér við það að drekka hrásafa og neyta heil- næmari fæðu. Sumir hafa orðið það góðir að þeir hafa hreinlega ekki lengur þurft á lyfjum við þessum kvillum að halda. Í bók- inni The Juice Lady’s Guide to Juicing for Health eru margvís- legar upplýsingar um ýmsar jurt- ir sem notaðar eru í hrásafa og þar er einnig sagt frá því hvaða tegundir virka best gegn hverjum sjúkdómi. Höfundur bókarinnar, Cherie Calbom, átti sjálf við veik- indi að stríða sem barn og um þrí- tugt var hún orðin illa haldin af sí- þreytu. Þegar hún loksins leiddi hugann að því að samhengi væri á milli næringar og heilsufars minnkaði hún snarlega við sig alla sætindaneyslu, sem var á mjög háu stigi. Hún sneri algerlega við blaðinu og í dag held- ur hún sér alger- lega að hrásöfum og heilnæmu fæði og hefur aldrei liðið betur. Ýmsar teg- undir jurta, þar á meðal basilíka, eru notaðar í hrásafa og getur neysla þeirra fyrirbyggt ýmsa sjúkdóma Hrásafar: Vörn gegn sjúkdómum Félagar í Svifflugfélagi Íslands. Á leiðinni austur frá höfuðborginni liggur vegurinn fram hjá Sand- skeiði þar sem oft má sjá hljóð- lausar flugvélar á sveimi. Engan mótor er að finna í þessum vélum og því ekki talað um þær sem flug- vélar heldur svifflugur. Fjölmarg- ir stunda svifflug hér á landi þó svo ekki fari hátt um það en ef til vill er það sökum þess að hjóðlaus- ar svifflugurnar draga ekki að sér mikla athygli er þær svífa um loft- in. Svifflugfélag Íslands er með aðsetur sitt við Sandskeið og eftir tvö ár verður það 70 ára og er það elsta svifflugfélag Evrópu. „Allir eru velkomnir hingað til okkar á Sandskeið í prufuflug og tökum við á móti fólki öll kvöld þegar vel viðrar. Óþarfi er fyrir fólk að gera boð á undan sér,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, for- maður Svifflugfélagsins og tvö- faldur Íslandsmeistari í svifflugi. „Það geta allir lært að fljúga svifflugu en lágmarksaldur er 15 ár til að fljúga einn án kennara en hægt er að byrja námið aðeins 14 ára,“ segir Kristján sem kennir svifflug hjá félaginu við Sand- skeið. „Margir hefja flugnám sitt á svifflugi og hefur það marga kosti í för með sér auk þess sem hægt er að hefja það á unga aldri. „Svifflug virkar þannig að svifflugan er toguð upp af spili eða flugvél í allt að 600 metra hæð. Best er þegar vindurinn blæs á fjöllin því þá er hægt að nota upp- streymið til að klifra og engin tak- mörk fyrir því hversu lengi er hægt að haldast á lofti. Hún þarf ekki á uppstreymi að halda til að svífa en ef það er algert logn er ekki hægt að halda henni lengi á lofti og þá svífur hún fljótlega aftur til jarðar,“ segir Kristján, en svifflug segir hann vera íþrótt sem fólk þurfi ekki að óttast og auðvelt sé fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Þótt svifflug sé tímafrek íþrótt þá segir Kristján þetta vera það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tíma sinn og félagar hans í svifflugfélaginu taka undir þau orð allir sem einn. Einnig segja þeir þetta mjög gott fyrir heilsuna því það losar um streitu. Flugmaðurinn sem er aleinn í loftinu og kyrrðinni lætur allt stress og áhyggjur líða úr sér í frelsinu sem fylgir því að svífa og þegar hann kemur aftur niður á jörðina svífur hann áfram innra með sér. ■ Svifflug: Einfalt og fyrir alla Góðar ástæður: Til að stunda tennis Tennis á Íslandi Sporthúsið og Tennisfélag Kópavogs standa í sumar fyrir nokkrum námskeiðum fyrir byrjendur í tennis. Á hverju nám- skeiði er einn tennisþjálfari og fjórir til fimm manns. Nám- skeiðin eru fimm skipti og kosta 7.990 krónur. Nánari upp- lýsingar eru hjá Jónasi í síma 564 4030 eða 699 4130. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á tennis@isl.is. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.