Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 19
3ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2004 Sterkir lærvöðvar koma jafnvægi á búkinn og leiða þannig af sér betri golfsveiflu. Á vorin og sumrin taka allir golfáhugamenn sér frí í vinn- unni og eyða öllum frítímanum sínum líka á golfvellinum að æfa sveifluna fyrir golfmót sumarsins. Það er staðreynd að golfarar með sterkari lærvöðva eru með lægri forgjöf og ná betri og lengri höggum en þeir sem eru með veikari lærvöðva. Sterkir lærvöðvar koma jafn- vægi á búkinn og styrkja hand- leggina, sem leiðir af sér frá- bæra golfsveiflu. Hér er góð æfing til að styrkja lærvöðvana fyrir þá sem eru þreyttir á því að tapa og ná ekkert að lækka forgjöfina. Fyrir stuttu horfði ég dáleiddur á matreiðslumann sem vann á ótrúlegum hraða við að fram- reiða morgunmat handa við- skiptavinum sínum í New York. Maðurinn hafði ótrúlegt vald á því sem hann var að gera. Hann hafði tamið sér gott verklag og það skilaði sér í hraðri og öruggri þjónustu. Hann vann hratt en leit alls ekki út fyrir að vera stress- aður. Þvert á móti virtist hann hafa mjög gaman af vinnunni og gantaðist stöðugt við samstarfs- menn sína og viðskiptavinina. Ég hugsaði með mér að þarna væri alls ekki um meðfæddan eigin- leika að ræða. Með góðu verklagi og réttu viðhorfi getur öll vinna orðið létt og skemmtileg. Það er alltof sjaldgæft að sjá fólk sem sýnir metnað í vinnu sinni. Þegar að ég sat þarna við borðið og beið eftir morgunmatnum mínum var ég ánægður vegna þess að mér finnst ég aldrei vinna. Ég hef svo gaman að því sem ég er að gera. Ég áttaði mig líka á því að allt er erfitt þangað til að það verður auðvelt og ef ég byrja á því að temja mér gott verklag þarf ég aldrei að upplifa leiðinlegan dag á ævinni, jafnvel þótt þeir eigi margir eftir að vera erfiðir. Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM VERKLAG OG GLEÐI Gott verklag skilar sér á öllum sviðum gbergmann@gbergmann.is. STYRKING LÆRVÖÐVA Leggstu á hliðina með lærin hvert ofan á öðru og hvíldu höfuðið á handleggnum. Hafðu fótleggina um 45 gráður fyrir framan þig upp á jafnvægi að gera. Lyftu efri fótleggnum um þrjá sentímetra. Haltu honum samhliða neðri fætinum og snúðu fætinum. Láttu efri fótlegginn lyftast upp og niður varlega án þess að hann snerti neðri fót- legginn. Endurtaktu þetta tíu til fimmtán sinnum. Passaðu að missa ekki stelling- una. Skiptu svo um fót og endurtaktu. ! HEILSURÁÐ LEIKFIMI Á HVERJUM DEGIMargir kannast við það vandamál að koma leikfimitímanumekki fyrir í annasamri dagskrá. Gott ráð við því er að fara í leik-fimi árla morguns, áður en farið er í vinnu. Ef sú leið er farin er tvennt sem hafa þarf að í huga: annars vegar að fara snemma að sofa og hins vegar að standa strax á fætur um leið og klukk- an hringir, vera búin/n að taka til leikfimisdótið og drífa sig af stað. Samningaviðræður um að liggja í rúminu í fimm mínútur í viðbót enda yfirleitt með því að ekkert verður úr. Betri golfsveifla: Sterkir lærvöðvar eru lykillinn Reykingamenn sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur geta náð sama heilbrigði og þeir sem aldrei hafa reykt. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar. Það tekur samt tímann sinn að jafna sig og í rannsókninni kom í ljós að einungis þeir sem höfðu ekki reykt í 15 ár eða meira höfðu náð jafnöldrum sínum í heilbrigði og hreysti. Dr. Donald H. Taylor, prófessor við Duke-háskóla í Norður- Karólínu, sem stýrði rannsókn- inni varar við að fólk taki niður- stöðunum sem svo að það sé í lagi að reykja til 35 ára aldurs. „Vandamálið er að um leið og maður byrjar að reykja þá verður erfitt að hætta.“ Í skýrslunni segja Taylor og félagi hans dr. Truls Ostbye að margir einblíni aðeins á það að reykingar drepi en gleymi að hugsa um að þær hafa líka afar slæm áhrif á árin sem maður lifir. Í rannsókninni töluðu Taylor og Ostbye við yfir 20.000 manns, miðaldra og eldri. Þeir komust að því að reykingarfólk missir fyrr heilsu en þeir sem ekki reykja. Þeir komust einnig að því að fólk sem hafði hætt að reykja 15 árum áður en rannsóknin var gerð, og hafði hætt á aldrinum 35–45 voru jafn heilbrigð og þeir sem aldrei höfðu reykt. ■ Þeir sem reykja: Nauðsynlegt að hætta fyrir 35 ára aldur Dreptu í fyrir 35 ára aldur segja fræðimennirnir. Það fylgir sögunni að best sé auðvitað að byrja aldrei. Ástralía: Óléttar konur halda í sér Óléttar ástralskar konur flykkj- ast nú til lækna sinna og biðja þá um aðstoð við að fresta fæðingu barna sinna. Ástralska ríkis- stjórnin hefur nefnilega sam- þykkt að hefja greiðslur á fæð- ingarstyrk til nýbakaðra for- eldra. Styrkurinn nemur um 200.000 íslenskum krónum. Gall- inn er sá að greiðslur á þessum styrk hefjast ekki fyrr en 1. júlí. Konur sem eiga að fæða börn sín í lok júní er mikið í mun að þau komi ekki í heiminn fyrr en nokkrum dögum síðar. Þær fá nefnilega einungis tæpar 50.000 krónur. Gagnrýnendur nýju greiðsl- unnar segja hana aðeins vera auma tilraun stjórnvalda til að kaupa sér vinsældir. Hvert sem markmiðið er þá hefur tekist vel til – greiðslurnar eru mjög vin- sælar. Formaður félags ástralskra kvensjúkdómalækna segir að svo margar beiðnir frá konum hafi borist að hann hafi farið fram á það við áströlsk stjórnvöld að flýta greiðslunum. Stjórnvöld segja tímaskort hins vegar koma í veg fyrir slíkt. ■ Ástralskar konur vilja ekki eiga börn fyrr en eftir 1. júlí. Myndin tengist ekki efni greinarinnar. - mest lesna blað landsins Á MIÐVIKUDÖGUM sparnaður, hlutabréf, lífeyrir o.fl. auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.